Feykir


Feykir - 03.11.2004, Síða 4

Feykir - 03.11.2004, Síða 4
4 Feykir 38/2004 Fréttaskýring um Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun Mögulegt afl á við Hjótsdalsvirkjun Talsverð umræða hefur farið fram undanfarnar vikur um virkj- anakosti í Skagafirði. Ber þar hæst Villinganesvirkjun og svo kallaða Skatastaðavirkjun. Hér verður stiklað á stóru um Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun og leitast við að útskýra fyrir lesendum Feykis helstu kennistærðir þessara virkjana. Uttektin byggir á skýrslum Orkustofnunar um virkjanakosti í Skagafirði, sem stofnunin vann í samvinnu við VST, VSÓ Ráðgjöf, Landvist ehf. og Orion ráðgjöf. Akrahrepps og Lýtingsstaða- hrepps á stíflunni. Lón virkju- narinnar næði fram undir bæinn Goðdali í gili Vestari Jökulsár og fram undir Gilsbakka í gili Austari Jökuls- ár. Villinganesvirkjun án Skatastaðavirkjunnar: Vatnasvið Héraðsvatna við Vilinganes: 2.030 km2 Meðalrennsli (1950-1993) 65,2 m3/sek. Raunfallliæð: 59 metrar Afl: 33 Megavött Orka: 180 Gígavattstundir Stofnkostnaður: 4 milljarðar á verðlagi 1999 Einingarkostnaður: 22 kr/(kWh/a) (16,9 m. miðlun) á verðlagi 1999. Skatastaða virkjun Skatastaðavirkjun er í alla staði meira og flóknara mannvirki en Villinganesvirkjun. Reyndar eru til fleiri en ein útfærsla af Skatastaðavirkjun en með öllum mögulegum veitum er hægt að ná 184 megavatta afli út úr virkjuninni, sem kostar þannig tæplega 29 milljarða króna á verðlagi ársins 1999. Þetta er sú útgáfa af virkjuninni sem yfirleitt er gengið út frá. Grunnútgáfa Skatastaða- virkjunnar gengur út frá stílfú í Pollagili sem er um 1,5 km ofan við ármót Geldingsár og Jökulsár Eystri. Stíflað yrði ofan við Austurldalinn sjálfan og lægri stífla ásamt yfirfalli verður við Austari Polla. Grunnvirkjunin gerir ráð fyrir að veitt verði vatni úr Fossá á Hofsafrétt. Vatni til virkjunar yrði veitt um jarðgöng norður að drögum Giljár, þar sem lón yrði myndað með stíflu í ánni. Þaðan verða göng áfram til norðurs í svo nefnda Botna þar sem yrði annað smálón. Aðrennslisgöng fyrir Skata- staðavirkjun lægju til norð- austurs út á fjallsbrúnina við Elliða. Ljóst er að verulegur hluti af kostnaði við Skatastaðavirkjun felst í jarðgangagerð. Veitugöng ífá Bugslóni að Giljárlóni yrðu tæpir 16 lcm og göng þaðan í Botnslón rúmir 7 km. Gert er ráð fyrir stöðvarhúsi neðanjarðar um 3 km neðan við bæinn Skatastaði en rúmle- Aðrir virkjanakostir sem Orkustofnun hefur kannað er Stapavirkjun, sem byggir á rennslisvirkjun við Stapa í Lýtingsstaðahreppi og virkj- anir við Villinganes og Stapa með svo kallaðri Noðurárveitu. Norðurárveita byggir á að stífla í Norðurárdal og taka Noðurá og Egilsá með veitugöngum yfir í Hérðasvatnastífluna við Villinganes. Þá hefur einnig verið nefnd til sögunnar svo kölluð Merkigilsvirkjun í stað Skatastaðavirkjunar. Öðrum kostum en Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun verða gerð skil síðar. Athuga ber að kostnaðartölur vegna virkjan- anna eru birtar á verðlagi ársins 1999. Villinganesvirkjun Virkjun Hérðasvatna við Villinganes í Lýtingsstaða- hreppi er tiltölulega einföld. Hún byggir á að stífla gil Hérðasvatna við bæina Tyrf- ingsstaði í Akrahreppi og Villinganes. Ein og sér er Villinganesvirkjun rennslis- virkjun með lítilsháttar miðlun innan sólarhringsins. Áætlað er að hún gefi um 180 Gígavattstundir á ári. Verði Skatastaðavirkjun að veruleika auka miðlunarlón hennar orkugetu Villinganesvirkjunar um 55 Gígavattstundir á ári. Þar með eykst hagkvæmni hennar einnig en virkjanirnar tvær nýta sama vatnið. Með Villinganesvirkjun gefst kostur á að leggja veg milli Göng Raflína 8 Stöðvarhús Vegur 10 km Nýjabæjarfjall Hofsafrétt

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.