Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 3
42/2004 Feykir 3
Útsýni til annarra landa
Forsmekkur að
færeyskum jólum
Síöastliöiö fimmtudagskvöld var haldið á Löngumýri
fræðslu og skemmtikvöld undir yfirskriftinni "Úsýni til
annarra landa".
Er þetta í fimmta sinn sem
slíkt er gert og er markmiðið að
fá fólk af erlendu bergi brotnu,
eða sent búið hafa lengi erlendis,
til að segja frá siðum og venjum
í þeirra heimalöndum, ekki síst í
kringum stórhátíðir.
Fyrirlesararnir elda þjóð-
legan mat og bjóða gestum að
bragða á. Að þessu sinni var það
Færeyingurinn Rita Didriksen á
Sauðárkróki sem bauð uppá
torsmekk að færeyskum jólum.
Ljóst er að svona ffæðslu-
kvöld höfða til Skagfirðinga því
30 manns komu og áttu saman
notalega kvöldstund með ffá-
bærum mat og ekki síst
stórkostlega skemmtilegum
ffásögum Ritu af mannlífi og
menningu í Færeyjum. Þarna
gafst fólki tækifæri að bragða t.d.
fiskeknetter, einskonar fiski-
bollur, færeyskt slátur og rast-
Rita Didriksen býður gesti velkomna að færeyskum sið.
kjöt sem er hálfverkað skerpu-
kjöt, auka annarra rétta.
Vegna góðra undirtekta
verður áframhald á svona
menningarkvöldum á komandi
ári og fleiri áhugaverðir staðir
kynntir til sögunnar.
Sauðárkrókur
Þreksport opnar
í desember
Þreksport ehf. mun opna glæsilega líkamsræktarstöö
núna í desember. Framkvæmdir við Aöalgötu 20
(gömlu Hreyfingu) hófust í september og eru nú vel á
veg komnar.
Það má segja að húsið hafi verið
algerlega endurnýjað og áætlað
er að ldæða það að utan eftir
áramót. í húsinu verður tækja-
salur með glænýjum og fúll-
komnum tækjum og Ieik-
fimisalur þar sem boðið verður
upp á ýmiskonar námskeið.
Fleira mun verða í boði í
húsinu og munu eftirtaldir að-
ilar reka fyrirtæki sín þar.:
Berserkur ehf. með sólbaðs-
stofúna Lindina, Þórdís Rúnars-
dóttir með hárgreiðslustofúna
Capello og Sigurveig Þormóð-
insdóttir með sjúkraþjálfún Sig-
urveigar.
Það eru Sigurður Baldurs-
son, Kristín Jóhannesdóttir, Ás-
mundur Pálmason, Rita Didrik-
sen, Sigurpáll Aðalsteinsson og
Kristín Magnúsdóttir sem eru
rekstraraðilar Þreksports.
Framkvæmdarstjóri hefur
verið ráðinn Guðjón Örn
Jóhannsson og hefúr hann störf
þann 6. desember. Það er mál
manna að þessa aðstöðu hafi
sárlega vantað í bæinn lengi og
því um stórkostlega bætingu á
þjónustu við bæjarbúa að ræða.
Opnun stöðvarinnar verður svo
auglýst rækilega síðar í
mánuðinum.
Jón Bjarnason skrifar
Að kunna sér hóf
Kaupfélag Skagfirðinga hefur eflst á síöustu árum og
er það vel. Öllum er Ijós dugnaður og útsjónarsemi
kaupfélagsstjórans, Þórólfs Gíslasonar, og
Skagfirðingar meta þá kosti hans við rekstur
Kaupfélagsins.
Kaupfélagið hefúr náð yúr-
burðastöðu í nær öllum atv-
innurekstri í Skagafirði.
Sú ábyrgð er þó
vandmeðfarin þegar at\'innulí-
fið í heilu héraði er háð nánast
einni fyrirtækjasamsteypu. Við
þær aðstæður er miJcil hætta á
einhæfni og þrengt verði að
oln-bogarými og frumkvæði
ann-arra í atvinnurekstri. Það
skipt-ir því miklu máli að
forsvarsmenn Kaupfélagsins
gæti hófs gagnvart öðrum
atvinnufyrirtækjum, beinurn
ákvörð-unum sveitarstjórnar
eða við-kvæmum deiluefnum,
jafiivel pólitískum, á héraðs eða
lands-vísu.
Draga má í efa að áform og
vinnubrögð stjórnenda kaup-
félagsins við að ná yfirráðum á
Sparisjóði Hólahrepps sam-
ræmist hinum sanna anda
sparisjóðanna eða hugsjónum
samvinnumanna. Nær hefði
verið að beita kröftunum til að
stilla til ffiðar í því umdeilda
máli.
Samvinnuhugsjónin
Rétt er að undirstrika hér að
kaupfélögin byggja grunn sinn
á samvinnuhugsjóninni og
lýðræðislegum ákvarðana-
tökum. Margir velta fyrir sér
hvort þeim reglum hafi verið
fylgt þegar æðstu stjórnendur
Kaupfélags Skagfirðinga
ákváðu að afhenda sjálfúm sér
og skylduliði stofnfjárhluti
Kaupfélagsins í Sparisjóði
Hólahrepps örskömmu fyrir
fúnd stofnfjáreigenda. Er það
þetta sem kallað er "nútíma-
væðing sparisjóðanna" og
sumir guma af ?
Fjöldi kaupfélagsmanna og
annarra Skagfirðinga styðja
Kaupfélagið sitt til allra góðra
verka, en vill jafnframt að gætt
sé hófs gagnvart öðrum aðilum
í héraði og lýðræðislegar reglur
virtar.
Skagfirðingum er það því
mjög mikilvægt að sterkri
stöðu Kaupfélagsins sé beitt á
grundvelli samvinnuhugsjón-
arinnar í héraðinu og án
hagsmunagæslu í þágu ein-
stakra manna eða pólitískra
afla.
Jón Bjarnason alþingismaður
Könnmin
Hvernig byrjar góð vika?
Nú, með messu auðvitað! (2.8%)
Hið frábæra lið Arsenal tapar!
131%)
Fer hress út að skokka! (2.8%)
Þarf ekki að skafa bilrúðurnar
sökum hita! (2.1%)
Með kossi! (26.2%)
Á fridegi! (35.2%)
Hægt er að taka þátt i könnunum sem
birtast i Feyki með þvi að fara inn á
heimasíðuna Skagafjörður.com og
kjósa þar.
Æskilegt er að hver aðili kjósi aðeins
einu sinni en itrekað skal að könnunin
er meira til gamans og taka skal
niðurstöðurnar með nokkrum fyrirvara.
itfofar
Einkahlutafélögum
fjölgað um 60%
Ruv.is segir frá því að skráðum
einkahlutafélögum í Sveitarfélaginu
Skagafirði hafi fjölgað um liðlega
sextíu prósent á síðustu fjórum
árum.
I lok ársins 2000 voru skráð 134
einkahlutafélög í Sveitarfélaginu
Skagafirði, en nú eru þau 218. Þessi
þróun er farin að hafa áhrif á fjárhag
sveitarsjóða, þar sem skatttekiur
dragast saman vegna þessa.
Lægra bensínverð
á Blönduósi
Eldsneytisverð í sjálfsafgreiðslu hjá
ESSO á Iilönduósi er nú á 95 okt.
ensíni kr. 105,50 og á dísel kr. 49,90.
Auk Jiess fá safnkortshafar einnar
krónu afslátt til viðbótar. Þetta þýðir
að verð á eldsneyti á Bliinduósi er
fýllilega samkeppnishæft við aðra
staði á Norðurlandi.
Fréttatilkynning
Sveitarfélagið við
vatnið
Eins og greint var frá í síðasta Feyki
verður kosið um nýtt nafn á
sameinuðu sveitarfélagi í Bólstaðar-
hlíðarhreppi, Torfalækjarhreppi,
Sveinsstaðahreppi og Svínavatns-
hreppi í Austur Húnavatnssýslu.
Sumir svínvetningar vilja meina að
sveitarfélagið eigi að heita
Svínavatnshreppur þar eð byggðin
liggi mest að vatninu. Aðrir vilja fara
nýjar leiðir að sama marki og kalla
sveitarfélagið Við vatnið. Þá hafa enn
aðrir bent á að við sameiningar um
allt land hafi orið til sveitarfélög sem
endi á byggð og því liggi beint við að
sveitarfélaginu verði valið nafnið
Svinabyggð.
Þjóðgarður á Skaga?
I svæðisskipulagi fyrir A-Hún. er
gert ráð fyrir þjóðgarði á Skaga. Á
fundi umhverfisnefndar Sveitar-
félagsins Skagafjarðar var samþykkt
að vísa málinu til aðalskipulags
sveitarfélagsins.