Feykir


Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 6

Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 6
6 Feykir 42/2004 Jón Ormar Ormsson skrifar_ A sjöttu síðu um dag og veg Ágætur maður kom að máli við skrifara eftir að síðasta tölublað kom út og fór að ræða um botnlausar skuldir Ameríkumanna. Hann sagði þá í Akrahreppi eiga umtalsvert af peningum, hvort það mundi eitthvað getað létt undir með þeim vestan hafs? Þeir í Akra- hreppi ættu ekki annan kost til sameiningar en í vestur átt og þetta væri í raun spurningin um hversu langt í vestur þeir færu. Skrifari taldi ýmsa ann- marka á þessu svona við fyrstu athugun þó málið væri for- vitnilegt. Skrifari þekkir betur til í Akrahreppi en vestan hafs. Þá vestanmenn þekkir hann mest af afspurn. En auðvitað mundi margt breytast til bóta hjá Ameríkumönnum ef þeir í Akrahreppi færu að hafa þar umtalsverð áhrif og vissulega mundi Agnar á Miklabæ, odd- viti þeirra, sóma sér ve! í Hvítahúsinu, ef til sameiningar kæmi. En hvað sem þessu kann að líða þá er víst að Akrahreppur og við vestan Vatna erum á leiðinni vestur um haf. Landið er ekki bara að íjúka burt, held- ur gliðnar það í sundur og stefnir annar hlutinn í vestur og hinn í austur. Við erum vestan megin sprungu. Þetta munar víst 3 cm á einni öld eða svo. Það er að vísu ekki rnikið horft út frá okkar tímaskini en út frá jarðsögulegum tíma þá er þetta umtalsvert Tölur einar og sér segja heldur ekki alla sögu. Þetta tér allt eftir því í hvaða samband við setjum tölurnar. Ef bætt væri 3 cm við annan hvorn enda skrifara lætur nærri að það væri 20% aukning. Þó óvíst sé að rnenn tækju eftir þeirn viðauka. Fengi Everesttindur 20% aukningu þá yrði sú aukn- ing meiri en hæstu fjöll hér í Skagafirði. Þannig er með þess- ar tölur, þær eru því aðeins brúklegarað maður finni heppi- lega viðmiðun. En þegar þetta tölublað af Feyki keniur fyrir augu lesenda þá er fyrsti desember. Það var löngum hátíðisdagur því 1918 fagnaði þjóðin fúllveldi sínu á þessum degi. Það var að vísu ekki mikið uin hátíðahöld þennan dag. Það hafði gengið rnikið á þetta árið. Það geisaði heimsstyrjöld, sú fyrri af tveimur á liðinni öld. Og íslensk náttúra hafði minnt rækilega á sig. Árið hófst með miklurn frostum og talað um frostavet- urinn 1918. Á Siglufirði féllu snjóflóð og fórust í því flóði 18 manns. Katla fór að gjósa í október og gerði það rösklega. Og um svipað leiti og gosið í Kötlu hófst fór inflúensufarald- ur að geysa, spænska veikin en um fimmhundruð rnanns lét- ust úr þeirri veiki. Hátíða- höldin, fúllveldisdaginn 1. des- ember fóru því frarn í skugga þessara atburða, eins og stund- um er tekið til orða. Um þau má lesa í minningum Benja- míns Eiríkssonar; í stormum sinna tíða. En það er eins með atburði og tölur, það er eftir við hvað er miðað. 1881 eða 82 gengu mis- lingar skæðir og létust margir af þeirra völdum. Þorvaldur Thor- oddsen segir frá því í minn- ingum sínum að stöðugar líkhringingar hafa verið frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þá daga sem pestin var skæðust. Þá var Hallgrímur Sveinsson, síðar biskup, dómkirkjuprestur. Þor- valdur segir að þetta hafi verið ömurlegur tími. En presturinn í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd leit þetta öðrum augum. Eftir honum var haft; Undarlegt er það hvað allt verður að gulli í höndunum á honum séra Hallgrími. Hann má ekki opna lúkunar þá fyllast þær af gulli. Hér í Saurbæ er aldrei opnuð gröf. Jón Ormar Feykir hagstætt málgagn í heimabyggd Vissir þú aö eintak af Feyki er ódýrara heldur en eintak af venjulegu dagblaði? Ársáskrift á Feyki (50 tölublöð) kostar aðeins 10.500 krónur. Feykir - alltaf á miðvikudögum Sauðárkróks- l bakarí , kynnir aðventurúgbrauð með aðventu sild ^ frá íslenskum y ;.T-: -.'1 matvælum 1 Gardinuefni OQ JÓLlKl kOCOA.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.