Feykir


Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 7

Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 7
42/2004 Feykir 7 ííffi 3 í3 a-babbl Nafn: Guðbjörg Jóhannesdóttir Árgangur: 1969 Fjölskylduhagir: Gift, Sigurði Páii Haukssyni löggilltum endurskoðanda hjá Deloitte. Við eigum fimm, börn Berglindi Rós 13, Heklu 11, Ketil 8, Tind 1 og Esju 2. Starf/nám: Sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli. Bifreið: Subaru Impreza. Hestöfl: ...ég er smeik við hross. Hvað er í deiglunni: Drifa seríurnar upp, Ragnheiði Gröndal á fóninn og skrifa nokkrar jólaræður. Hvernig hefurðu það? Með sól í sinni. Hvernig nemandi varstu? Fremur uppvöðslusöm. Mesta furða hvað hefur ræst úr mér, raunar sendu kennararnir úr grunnskóla mér blóm þegar ég var sett inní embætti hér á Krók, það má lesa eitt og annað inní það. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Hátiðleikinn. En fyndnast var þegar amma táraðist í athöfninni, ætla hefði mátt að það væri vegna þess hve stundin var hjartnæm en það var nú öðru nær : Einlæg sorg yfir tóni prestsins. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Bókmenntafræðingur. Hvað hræðistu mest? Ferlega hrædd um að ég fái hyst- erískt hláturskast næst þegarégfæ "how do you like lceland spurning- una": “....hvernig líkar þér svo að búa á Sauðárkróki ?" Hver var fyrsta platan sem þú keyptir ? Bat out of Hell með snillingnum MeatLoaf, gekk dálítið mikið í svörtu á þessu tímabili með allar áhyggjur heims á herðum mér. Keypti hana um daginn á CD, fín plata þó nafnið sé ekki heppilegt. Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Ást og imynda mér að ég syngi eins vel og Ragnheiður Gröndal. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Ég vildi að það væri Mósaík en ...Practice. James Spader þarf ég að segja meira? Besta bíómyndin? Get ekki valið eina: Fjögur brúðkaup og jarðaför. Pulp Fiction. Meaning ofLife. Passion ofChrist. Bruce Willis eða George Clooney ? Brúsi, the strong silent type með lítið hár ...hljómar kunnuglega ? Hvað fer lielst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossa- miðann? Nacos og sósa, ostar og kex. ís fyrir ormanna. Hvað er ímorgunmatinn? Skagfirskt eðal blávatn. Uppáhalds málsháttur? Það er enginn betri þú en þú. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Aðalríkur höfðingi í Gaulverjabæ. Obbolítð íslenskt að óttast að him- narnirhrynji á hausinn á manni eða konu eftíðin hefur verið góð. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Franska súkkulaðikakan. Hver er uppáhalds bókin þín? Biblían. Ef ég hins vegar nefni skáldsögur þá koma uppí hugann: Hundrað ára einsemd eftir G. Marques, Brekkukotsannáll og bækur Wally Lamb. Annars er ég núna að reyna að hemja mig að rjúka ekki til Bóksalans kaupa Kleifarvatn og lesa fyrr en að jólaræðurnar eru tilbúnar. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... með mann og börn í bústað í Varmahlið ...og þó ég gæti kanski bara keyrt ? Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Fljótfærni, leti. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Hroki, skortur á kímnigáfu. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Manchester United, heillaðist af dramatiskri sögu liðsins. Hvaða iþróttamanni hefurðu mest- ar mæturá? Börnunum mínum. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Diskóið lifir I Hvað er best í heimi? Að vera elskuð af Guði og elska; Guð mann og börn. Er guð karl eða kona? Guð er ástin sjálf. Og hún hefur ekkikyn! Uppáhalds lærisveinninn? Allar konurnar sem ekki k eru nefndar á nafn. A Uppáhalds boðorðið? Tvöfalda kærleiks- boðorðið. íþróttafréttir Lið Tindastóls. Intersportdeildin í körfuknattleik_ Skallar skelltu Stólunum Tindastóll mætti Skalla- grími í Intersport-deild- inni í körfuknattleik í síðustu viku. Svo virðist sem leikmenn Skalla- gríms hafi boðið Stól- unum upp á 3ja stiga veislu í Borgarnesi en heimamenn gerðu 14 3ja stiga körfur og rass- skelltu Iið Tindastóls með 105 stigum gegn 72. Tindastóll stillti í fyrsta skipti í vetur fram sínu sterkasta liði en voru einfaldlega langt frá sínu besta. Skallagrímur vann til að mynda alla fjóra leikhlutana. Þeir náðu 11 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta, 31-20, og höfðu yfir í hálfleik 55-36. Það sama var uppi á tengingnum í síðari hálfleik og munurinn á liðunum 31 stig eftir þriðja leikhluta. Áhugaleysi virtist hrjá Stólana, lítið var um liðssamvinnu en talsvert unt að menn reyndu að leysa rnálin upp á eigin spýtur. „Þetta var afar dapurt hjá okkur; versti leikurinn til þessa. Það var vont fyrir okkur að tapa þessum leik og nú er ekkert annað að gera en að stíga uppúr þessari lægð," sagði Kári Maríusson þjálfari Tindastóls á heimasíðu körfuknattleiks- deildar. Með tapinu féll Tindastóil niður í 11. sæti, en liðið hefúr aðeins náð í 6 stig í 8 leikjum. INTERSPORTDEILDINIKORFU íþróttahúsid í Borgarnesi SKALLAGRIMUR105 TINDASTÓLL 72 Stig Tindastóls: Ron Robinson 23 stig, Fletcher 14, Nikola 13, Svavar 11, Andri 7, Björn 2 og Axel 2. Sigurferð í Sandgerði Tindastóll lék við Reyni Sandgerði í bikarkeppni KKI & Lýsingar nú á laugardaginn. Leikið var í Sandgerði og reynd- ust heimamenn Stólunum lítil hindrun þar sem þeir gerðu 71 stig en Tindastóll 118. Með sigrinum tryggðu Stólarnir sér sæti í 16 liða úr- slitum. Næsti leikur Tindastóls er 2. desember en þá mæta hinir ágætu Njarðvíkingar í heirn- sókn en þeir eru einmitt í efsta sæti í Intersport-deildinni með 14 stig eftir átta umferðir. 3ja stiga veislan heppnaðist vel Ansi góð veisla Sagt er frá því á heima- síðu körfuknattleiks- deildar Tindastóls að 3ja stiga veislan sem fram fór í liðinni viku hafi tek- ist frábærlega. Góð mæting var á Kaffi Krók og svo segir á heimasíðu körfuknattleiksdeildar: „Hall- dór Halldórsson var kynnir kvöldsins og lýsti á óborgan- legan hátt því sem fyrir augu bar, þegar myndasyrpa sem Viggó Jónsson hafði sett saman, með aðstoð Áskels Heiðars Ásgeirssonar, rúllaði á breiðtjaldi. Var farið vítt yfir sviðið, allt frá fyrstu árunum í efstu deild og fram til dagsins í dag og vakti sýningin og Dísa, Arni Egils og Margeir hlæja upphátt. Það var hreint frábær stemning á Kaffi Krók. Myndir tók Jón Þór. frásögnin mikla kátínu meðal gesta... Var það mál manna að kvöldið hefði verið einstaklega vel heppnað og yrði lengi í minnum haft. Allir þeir sem komu að ffamkvæmd skemmt- unarinnar gáfú vinnu sína og rennur því ágóðinn óskiptur til körfuknattleiksdeildar, sem þakkar mikilvægan stuðning." Vodkakúrinn í Síkið Ekki hafa stuðningsaðilar körfuboltans lagt árar í bát að lokinni veislu, því nú um miðjan desember munu þeir flytja heim í hérað leiksýn- inguna Vodkakúrinn með þeim Steini Ármanni og Helgu Brögu í framlínunni. Sýnt verður í fþróttahúsinu á Sauðárkróki og munu hinir eldhressu Á móti sól hita upp fyrir kúrinn. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Píanó til sölu Til sölu píanó, rúmlega 110 ára, nýlega uppgert og stilll Hljómmikið, einfaldlega frábært hljóðfæri. Upplýsingar i síma 453 5808, Ólöf. Er bókahillan full? Ætlarðu að losa þig við gamlar bækur. Láttu mig vita í síma 8511885 áður en þú hendir þeim. Bíll til sölu Tilsölu Toyota Corolla árgerð 2000. 3ja dyra, 6 gira, ekinn um 38 þús. km. Upplýsingar í sima 893 5417.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.