Feykir


Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 8

Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 8
Fevkir Óháð fréttablað Jv á Norðurlandi vestra 1. desember 2004 :: 42. tölublað :: 24. árgangur QShejJ,* VlDE Sími: 453 6666 Sími: 453 6622 Skjár Einn og Síminn Símasjónvarp á Hvammstanga Skjár Einn og Síminn standa fyrir Fjölskylduskemmt- un í Félagsheimilinu á Hvammstanga klukkan 17:00 í dag, miövikudag. Tilefnið er að útsendingar nást nú á Hvammstanga. Síminn og Skjár Einn gefa íbúum bæjarfélaga á lands- byggðinni kost á að fá sjón- varpsmerki um símalínur nteð hjálp ADSL tengingar. Munu núverandi viðskiptavinir ADSL þjónustu Símans njóta forgangs hvað varðar uppsetningu þjónustunnar. Þau bæjarfélög sem hófú söfnun fyrir sjón- varpssendum til að geta tekið á móti merki Skjás Eins njóta for- gangs en Hvammstangi var í þeirra hópi. Þjónustan verður boðin á fleiri stöðum í áföngum á næsta ári. Boðið verður upp á áskrift- arleiðina Topp 10 og hafa við- skiptavinir þar aðgang að sjö erlendunt sjónvarpsstöðvum auk þriggja íslenskra og er mánaðargjaldið fyrir þær 1.695 krónur. Stöðvarnar sem um ræðir eru Skjár Einn, Enski boltinn, RÚ\'r, Eurosport, Sky News, Discovery Channel, Cartoon Network, BBC Prirne, MTVogDRl. Aðventutónleikar í Reykjavík Heimi vel fagnað fyrir fullu húsi Karlakórinn Heimir hélt sína árlegu aðventutónleika fyrir fullu húsi í Miðgarði í Varmahlíð síðastliðinn sunnudag. Á söngskrá Heimis að þessu sinni eru 12 lög í anda aðventunnar. Heimir heldur suður yfir heiðar í vikulokin og verður nteð tón- Frá tónleikunum í Miðgarði. Mynd: Elenora leika í Grafarvogskirkju föstudaginn 3. desember kl. 20:30. Sala ntiða hefst kl. 18:00 og eru allir hvattir til að mæta. Eimskip hættir strandsiglingum 90 ára þjónustu lokið Mánafoss í höfn á Sauðárkróki. Mynd: GS Strandsiglingaskip Eimskipafélagsins, Mánafoss, kom í síðasta sinn til Sauðárkróks aðfaranótt sunnu- dags. Eimskip hefur ákveðið að leggja af strand- siglingar hringleiðina umhverfis ísland, að minnsta kosti í bili. Brynjar Pálsson formanður agsins Skagafjarðar segir ntjög Samgöngunefndar Sveitarfel- slæmt að strandsiglingarnar Eintskip leggist af eftir um 90 ára þjónustu við landsbyggð- ina. Nú virðist siglingaleiðin vera Reykjavík, nágranna- hafnir Reykjavíkur, Vest- mannaeyjar og Eskifjörður. „Þetta finnst mér afar mikil skerðing fyrir hafitir landsins. Nú á að flytja alla gáma á bílum ffaiu og til baka á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks og ég held að það geti ekki verið hagstætt," segir Brynjar. Samkvæmt þeim upplýs- ingunt sem Gunnar Stein- grímsson hafnarvörður gaf Feyki kom Mánafoss tjórum sinnum til Sauðárkróks í nóvember. Gámaflæðið var talsvert en 255 gámaeiningar komu til hafnarinnar og 143 gámaeiningar fóru ffá höffi- inni og þar af voru 94 gánta- einingar steinull. Þetta gera lágmark 72 ferðir með gáma- bíl. 7. bekkingar æfa upplestur Lesið í leikskólanum Sjöundi bekkur Árskóla tekur árlega þátt í stóru Upplestrarkepnninni sem haldin er í grunn- skólum um allt land. Lestur fyrir leikskólabörnin er vettvangur fyrir þau til að æfa sig og í gærmorgun kíkti Feykir inn í leikskólann Furukot á Sauðárkróki þar sem 7. bekkingar voru mættir til að lesa og virtist leik- skólakrökkunum falla heirn- sóknin vel í geð. Að sögn Kristrúnar Ragnarsdóttur leikskólastjóra í Furukoti var þetta fyrst reynt í fyrra og var þá tengt degi íslenskrar tungu sem er 16. nóvember ár hvert. 7. bekk- ingar voru þá búnir að velja sér bækur með góðurn fyrir- vara og ætá sig heima. Ferðaþjónusta í Skagafirði Erfiðir tímar framundan hjá Eyjaskipum Eyjaskip ehf., sem boðið hafa upp á eyjaferðir og siglingar um Skagafjörð er í erfiðum málum þar sem að á dögunum var bátur fyrirtækisins, Straumey, boðinn upp og var það Byggðastofnun sem leysti bátinn til sín. Eyjaskip keypti bátinn sumarið 2000 en báturinn, sem tekur 60 farþega í sæti, hafði verið notaður við siglingar um Breiðafjörð. Að sögn Ólafs Jónssonar stjórnarmanns í Eyjaskipunt ehf. hafði rekstur bátsins gengið ágætlega síðustu tvö árin en forlíðarvandi reyndist félaginu erfiður. Eins og staðan er í dag er því allt útlit fyrir að engar siglingar verði um Skagafjörð á vegunt Eyjaskipa næsta sumar. Flísar -flotgólf múrviðgerðarefni AÐALSTEINN J. MARÍUSSON l Sími: 453 5591 • 853 0391 « 893 0391 J toyota :: tryggingamiðstöðin :: kodak express :: bækur og ritföng :: ljósritun í lit bókabúðin D Z X gormar ogplöstun fleiraogfleira BÓKABÚÐ BRYBJARS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐÁRKRÓKUR SlMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - -óli'jr' ana í -TjolSK.jId'tnOjl

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.