Feykir


Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 5

Feykir - 01.12.2004, Blaðsíða 5
42/2004 Feykir 5 MINNINGARGREIN Guðmundur Sveinbjörnsson fv. bóndi í Sölvanesi 10. apríl 1914 - 11. október 2004 Guðmundur Sveinbjörnsson forveri minn í Sölvanesi er allur. Hann fæddist 10. apríl 1914 á Mælifellsá í Skagafirði, en andaðist á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks þann 11. október 2004 eftir erfið veikindi. Guðmundur var jarðsunginn ffá Goðdölum í Vesturdal þann 16. október síðastliðinn. Eiginkona Guðmundar, Sól- borg Hjálmarsdóttir ffá Breið, var fædd 9. júní 1905. Hún var mjög fær ljósmóðir og heppin í störfum sínum. Hún lést 28. mars árið 1984 og var manni sínum harm- dauði, þótt þau væru á margan hátt ólíkrar gerðar. Foreldrar Guðmundar voru Ragnhildur Jónsdóttir frá Bakkakoti í Vesturdal (f. 9. apríl 1887, d. 1944) og Sveinbjörn Sveinsson ffá Mælifellsá (f. 10. júli 1886, d. 1933). Þau bjuggu víða í Skagafirði, m. a. á Ánastöðum og í Breiðargerði. Eignuðust þau eina dóttur og þrjá syni, en eina hálf- systur átti Guðmundur sammæðra. Sólborg og Guðmundur gift- ust 1937 og byrjuðu það sama ár búskap í Sölvanesi. Þar bjuggu þau til ársins 1963. Áður haföi Guðmundur búið með móður sinni á ýmsurn stöðum í Skaga- firði, effirað faðir hans dó, m. a. á Þorljótsstöðum, í Teigakoti og í Breiðargerði. Guðmundi og Sólborgu varð sjö barna auðið. Eitt þeirra dó í fæðingu. Eftirlifandi eru þrjár dætur og þrír synir. Guðmundur Sveinbjörns- son var ntaður hár vexti og grannur nteð liðað silfurgrátt hár, þegar ég kynntist honum fýrst, en hafði verið dökkhærður á >Tigri árum. Augun voru snör, og brá oft fyrir glettni í svipnum. Hann var og kvikur í hreyfingum og lét- tur til gangs og ævinlega flugríðandi, enda kom það sér vel í leitóttu fjalllendinu fyrir ofan Sölvanes, en þar gnæfir Járn- hryggurinn upp í 987 metra hæð yfir sjávarmáli. Margt var líkt með lundarfari Guðmundar og ytra útliti hans. Hann var bæði léttur í lund og ör, ræðinn og átti alla ævi gott með að umgangast fólk á öllum aldri, en gat reiðst snögglega, ef honum fannst á hlut sinn gert að ósekju. Samt held ég, að Guðmundur hafi enga óvildarmenn átt. Hann var svo hlýr persónuleiki og laus við að vera langrækinn. Enda félagslyndur gleðimaður í þess orðs bestu merkingu, smakkaði þó sjaldan \án, en fór vel með það, þegar það henti. Hann hafði góða söngrödd, en söng sjaldan með öðrum að hætti Skagfirðinga, helst í gangnakofa að afloknu erfiðu dagsverki eða að hann raulaði eða söng fýrir börnin sín lítil. Hinsvegar hafði hann gantan af því að kveða stemmu í góðra vina hópi. Guðnrundur Sveinbjörnsson var mikill kjarkmaður, duglegur og úrræðagóður, enda þurfti hann oft á því að halda í lífsbaráttunni, þarsem ekki var mulið undir hann í barnæsku. Þá var Sölvanes erfið jörð til búskapar, ekki síst með göntlu búskaparlagi. Guðmundur og Sólborg keyptu Sölvanesi árið 1937 utan Reitinn svokallaða, sem er syðsti hluti jarðarinnar. Hann keyptu þau svo árið eftir. Guðntundur og Sólborg bjug- gu blönduðu: áttu kýr, kindur og margt hrossa. Meðan túnið í Sölvanesi var enn lítið, varð Guðmundur að stunda útheyskap uppurn allar brekkur. En brugðið gat til beggja vona með þennan heyskap, ef gerði hret fram á heiðum og afréttarpeningurinn rann niður í byggð. Urðu þá fjall- garðsbæirnir iðulega illa úti: landið uppétið af annarra bænda búpeningi, slægjum spillt og heysátum umturnað. Þá voru engar heiða- og heintalandagirðingar. Guðmundur brást við þessari vá með því að hafa hesta tiltæka heima, eiga góða smalahunda og ríða uppum brekkur og freista þess að reka af sér aðkornu- peninginn. Einu sinni kvað svo rammt að þessum átroðningi, að Guðmundur varð að hleypa ókunnugu sauðfé yfir Svartá niður í Tungusveit. Var það gert í nauðvörn, eftirað hreppsnefndin hafði daufheyrst við tilmælum hans unt að smala svæðið og taka ffá ókunnugt fé. En ekki varð tiltækið jafn vinsælt af öllum. Annar þáttur var einkar erfiður varðandi búskapinn í Sölvanesi, en það voru samgön- gurnar. Mátti Guðmundur búa við það alla sína búskapartíð, að Svartá væri óbrúuð hjá Sölvanesi. Gat hún verið mikill farartálmi, einkum þegar skarir voru að henni. Varð Guðmundur þá að vaða hana berandi mjólkur- brúsana í veg fýrir mjólkurbílinn og annan varning til og frá bænum. Og það sem meira var, hann varð að bera konu sína ljós- móðurina nrilli skara, ef hún þurffi að vitja kvenna í barnsnauð handan ár. Kom brúin á ána ekld fyrren 1966, en hún þjónar bæði Sölvanesi og nýbýlinu Korná. Bæjarhús í Sölvanesi höfðu um aldir staðið neðst á hólarana, sem nú skagar uppúr miðju túni. Torfbær á þessum stað brann til kaldra kola 3. maí árið 1947 ásamt áföstum útihúsum. Þótt tækist að bjarga mönnum og mál- leysingjum úr eldhafinu, var þetta sanrt gríðarlegt tjón, ekki síst fyrir þá sök að þau hjón höfðu kostað umtalsverðum fjármunum og vinnu til lagfæringar á þessum mannvirkjum skömrnu áður. Brann flest sem brunnið gat i elds- voðanum, utan silfurkross einn úr víravirki, allsérstakur. Var hann geymdur inni í Biblíu heimilisins. Eignaðist Guðmundur krossinn, þegar hann var ungur drengur á Ánastöðum. Er af því merkileg saga, hvernig kross þessi komst í hendur Guðmundar og túlkar hún vel, að ekki er allt sem sýnist. Sagan verður þó ekki rakin hér. (Sjá Guðmundur Hagalín: Konan í dalnum og dœturnar sjö, Ak. MCMLIV, bls. 45-56.) Guðmundur og Sólborg lögðu ekki árar í bát eftir brunann. Meðan fjölslyldan bjó í tjöldum um vorið og sunrarið, reis nýtt ste- insteypt íbúðarhús af grunni á svokallaðri Smiðjugrund allmiklu sunnar og neðar en þarsern gamli bæinn hafði staðið. Naut fjöl- skyldan aðstoðar vina, ættingja og nágranna við þessa byggingu, sem enn stendur. Síðar í tíð Guð- mundar risu fjós og hlaða ofan við nýja bæinn og sunnan við Gloppulæk hlaða og fjárhús, sem var séstaklega vönduð bygging á sinni tíð með steyptum görðurn og einangruðu þaki. Flutti Guðmundur hleðslusteinana í fjárhúsin sjálfur á jeppa sínum úr Varmahlíð, nokkra í senn, er hann áttí leið úr kaupstað. Guðmundur jók einnig við túnið í Sölvanesi, bæði með ffam- ræslu á mýrum og uppgræðslu á grýttum eyrum, tilaðmynda á Smiðjugrund og Fjárhúsagrund. En þannig hagar til á bænum, að tún verða þar trauðlega ræktuð að nokkru marki nema með mikilli framræslu sakir vatnsaga úr fjallinu. Þá girti Guðmundur öll tún, kom upp merkjagirðingum (u.þ.b. 2 km) með nágrönnum sínum og hagagirðingu (u.þ.b. 4 km) á mótunr hlíðar og Hamraheiðar í landi Sölvaness og Kornár, rösklega einum kílómetra fyrirofanSvartá. Unnu þeir feðgar Hjálmar og Guðmundur að henni. Sólborg var oft að heiman vegna ljósmóðurstarfa sinna í Lýt- ingsstaðahreppi og Akrahreppi. Þá kom sér vel, að Guðnrundur var ekki fastur í hinni ströngu verkaskiptingu, sem svo víða hefir ríkt milli karla og kvenna urn aldir. Hann gekk í öll verk, úti sem inni. Mjólkaði, þvoði þvotta, þreif og eldaði mat. En Guðmundur vann líka mikið utan heimilis. Hann hjál- paði nágrönnum sínum, tilaðmynda við sláturstörf, heimasmalanir og steypuvinnu. Var gangnaforingi í austflokk á Eyvindarstaðarheiði og gren- jaskytta í Lýtingsstaðarhreppi í áraraðir. Ennfremur fór hann suður á vetrarvertíðar og vann hjá hernum á Keflavíkurflugvelli. Þegar um lengri dvalir var að ræða fjarri heimahögum, var einhver fengin/n tilþess að hirða skep- nurnar. Kom það stundum í hlut eldri systkinanna. Einnig var Arnljótur Sveinsson á Mælifellsá Iengi viðloða heimilið, átti þar kin- dur og vann að búskapnum. Og eftirað Guðnrundur brá búi, var hann í nokkur ár stöðvarstjóri á Sauðárkróki fyrir Vörubílstjóra- félag Skagafjarðar. Einnig vann hann þar alla almenna verka- mannavinnu, eftirað þau hjón fluttu á Krókinn. Þegar Guðmundur var fluttur til Sauðárkróks, varð hann fyrir slysi heima í Sölvanesi. Hafði það í för með sér, að hann skaddaðist á mænu. Voru meiðsli þessi svo alvarleg, að hann varð að gangast undir erfiða skurðaðgerð í Reykjavík. Tókst aðgerðin svo vel, að Guðntundur náði fullum bata að kalla. Samt hefði verr getað farið. Guðmundur og Sólborg áttu heima á Laugabóli í Lýtingstaða- hreppi, eftirað þau fóru frá Sölvanesi. Síðan festu þau kaup á húseigninni Skógargötu 3 b á Sauðárkróki og fluttu þangað. Var þar mjög gestkvæmt, bæði af vinum og ættingjum. Þegar Sól- borg andaðist, seldi Guðmundur húsið þeirra í Skógargötu og ílutti til dótturdóttur sinnar Ragnhildar H. Halldórsdóttur og eiginmanns hennar Valdimars Bjarnasonar að Freyjugötu 22 þar í bæ. Hjá þeirn átti Guðmundur heima, uns fjöl- skyldan settust að í Varmahlíð. Fór Guðmundur þá í huseign Ebbu dóttur sinnar að Hásæti 3 og bjó þar, þangaðtii hann gerðist vistmaður á ellideild Heilbrigðis- stofnunar Sauðárkróks árið 2000. Guðmundur Sveinbjörnsson var sannkallað náttúrubarn. Hvergi kunni hann betur við sig en á fjöllum. Best þótti honum að sofa úti undir berum himni. Oft gat hann samþætt þessa útivis- tarþörf störfum sínum. Við gren- javinnslu á vorin og sumrin. 1 lei- tum og eftirleitum á haustin. Hann var líka góð skytta og hafði gaman af að draga fyrir silung. Gekk til rjúpna og seldi veiðina suður til Reykjavíkur. Skaut endur, gæsir og helsingja og lagði til búsins. En hann hafði einnig unun af því að ferðast urn óbyggðir landsins í hópi vina og skyldmenna ánþess að eiga þangað brýnt erindi. - Þau hjón Guðmundur og Sólborg lásu mikið og fengu bækur að láni í lestrarfélagi sveitarinnar. Og efti- rað þau fluttu í Krókinn gafst meira næði til lestrar. Mér líður seint úr rninni, er ég sá Guðmund Sveinbjörnsson fyrst seinni part vetrar 1978; þá ungur maður maður í jarðakau- pahugleiðingum. Við hjónin vorurn í fylgd þáverandi eigenda jarðarinnar, Rögnu Eferníu (Ebbu) dóttur Guðmundar og fv. eiginnnnanns hennar Péturs S. Víglundssonar. Þegar við kontum í Sölvanes, var Guðmundur þar fyrir; og að skoðun lokinni gengum við Guðmundur frá bænum hans uppá gamla bæjarhólinn, þar sem Sölvanes- bæirnir höfðu staðið urn aldir. Lituðumst við um, en þar er afar víðsýnt. Spurði ég þá Guðntund ntargs um jörðina og umhverfið og svaraði hann ljúfmannlega öllunt spurningum mínum. En sjálfsagt hefir honum þótt suntar af spurningum hins unga manns ögn afkáralegar. - Seinna er við Guðntundur kynntumst betur, fræddi hann mig um margt úr sinni búskapartíð og annarra í Sölvanesi. Ennfremur kenndi hann mér mörg örnefni í landi jarðarinnar. Þegar við hjónin byijuðum að búa, gaf Guðntundur okkur mörg góð ráð, enda gjörkunnugur stað- háttum. Einatt voru ráðleggingar hans bornar fram af svo mikilli góðvild og lítillæti hjartans, að rnaður hlaut að íhuga þær gaurn- gæfilega og taka tillit til þeirra. Góðviðrisdaga héldu Guð- rnundi engin bönd á Króknunt. Hann varð að komast fram í sveit og hitta vini og ættingja. Og honum varð ekki skotaskuld úr því, þarsem hann var jafnan vel keyrandi og skipti oft um bíla. í þessunt ferðurn kom Guðmundur stundum við í Sölvanesi, sérstak- lega um helgar eða á tyllidögum, þegar hann hélt að fólk væri ekki í önnum við búskapinn. Á veturna leit hann kannski inn til okkar seint að morgni, þegar búið var gefa fyrri gjöfina og var farinn, áðuren hádegismatur var borinn fram; og á sumrin kom hann ef til vill við, ef gekk á með rigningum. Þá var fólk ekki í heyjum. Guðmundur vildi ekki tefja fólk við vinnu; hélt að allir væru eins duglegir og hann hafði verið. Stundum kom Guðmundur færandi hendi. Gaf mér til að mynda einhver verkfæri, sem hann sagðist vera hættur að nota og væru fyrir sér. Kornið gat fyrir, að Guð- mundur lenti í ýrnsu slarki með mér. Það var engu líkara en að hann fyndi á sér, ef hans væri þörf. Einu sinni hjálpaði hann mér að setja á lífgimbrar. Þá henti það ein- hverntíma, að frárennsli úr vatns- bóli bæjarins stíflaðist, svo að vatnsþurrð varð í bænunt. Guðntundur gerði sér þá lítið og svipti sér úr öllu að ofan. Síðan hvarf efri hluti líkantans ofan í brunninn og kom upp með síu, sem hafði stíflast. Guðmundur kenndi ntér einnig, að ganga svo ffá vatnslögnum úti, að ekki ffysi í þeim,. Hrúguðum við þá moði og sauðataði ofaná leiðslurnar, þarsent þær lágu grynnst í jörðu. Það var gaman að fá Guðmund í heimsókn. Hann sagði svo skemmtilega frá. Svipurinn ljómaði allur af ffásagn- argleði. Þá átti Guðntundur auðvelt með að sjá það skoplega í sínum örlögum og annarra án þess að um nokkra illkvittni væri að ræða. Einhverju sinni var hann að lýsa fyrir mér ráðleggingum Friðriks læknis Friðrikssonar á Sauðárkróki til sín eftir skurð- aðgerðina. Guðmundur lagði þessi orð í rnunn lækninum: „Svo máttu ekki nota bakið á þér einsog bómu, maður. Þú verður að beygja þig í hnjánum". Og um lífs- hlaup sitt sagði hann: „ Ég var alla tíð fátækur, en þetta blessaðist samt einhvern vegin“. Nú er þessi aldni höfðingi fallinn frá. „Skapríkur heiðursmaður, sem kunni að stilla skap sitt“. Þannig lýsti eitt barna hans honum í mín eyru. Félagshyggju- og frantsóknar- maður ánþess að vera sleginn nokkurri pólitískri blindu. Það var við hæfi, að yfir moldum hans kváðu félagar úr Karlakórnum Heimi: „ Við hér enda verðwn grín vegirskilja að sinni. Haltu á vinur heim til þín hjartans kveðju minni“. Þessi stemma var í miklu uppáhaldi hjá Guðmundi og oft einskonar kveðja hjá honum. - Við hjónin vottum ættingjum hans og venslafólki samúð okkar. Sölvanesi28. október 2004. Magnús Óskarsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.