Feykir


Feykir - 29.12.2004, Síða 2

Feykir - 29.12.2004, Síða 2
2 Feykir 45/2004 Stéttarfélagið Samstaða______________ Mótmæla fyrirhugaðri lokun útibús KB banka á Skagaströnd Stéttarfélagið Samstaða mótmælir þeirri ákvörðun KB-banka að loka bankaafgreiðslu sinni á Skagaströnd frá 1. apríl á næsta ári. Viðtal við Jón Eðvald Friðriksson Sameining auðveldar okkur að takast á við ný og breytt verkefni Góður árangur í rekstri Fiskiðjunnar Skagfirðings undanfarin ár hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með í sjávarútvegi. Á heimasíðu Samstöðu segir að þarna sé um mikla skerðingu á þjónustu að ræða og vandséð að bankinn muni hagnast á breytingunni. Veruleg viðskipti hafi verið við útibúið, en þau gætu minnkað, haldi bankinn fast við ákvörðun sína. Stéttar-féla- gið Samstaða beinir þeim ein- dregnu tilmælum til KB- banka, að endurskoða ákvörð- un sína og lialda áfram með bankaþjónustu fyrir íbúa Skagastrandar. Um áramótin verður til nýtt, öflugt, sjávarútvegsfyrirtæki, Fisk Seafood, með sameiningu Fiskiðjunnar og Skagstrend- ings hf. á Skagaströnd. Fisk Seafood verður í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins með 18.500 tonna þorskígild- iskvóta, gerir út þrjá ffystitoga- ra og tvo ísfisktogara, með vinnslu á Sauðárkróki, Skaga- strönd og í Grundarfirði. Við tókum Jón Eðvard Friðriksson, framkvæmdastjóra, tali en hann er meðal annars ekki sáttur við það rekstarumhverfi sem sjávarútveginum er búið. Rekstur Fisk hefúr gengið vel mörg undanfarin ár, hverju þakkar þú það? -Fyrst og síðast má þakka það hæfú starfsfólki til lands og sjá- var. Starfsfólkið hcfur \'erið tilbúið til þess að takast á við ný verkefni og aðlagað sig að bie)'ttum aðstæðum á hverjum tínra. í ársreikningi fyrir síðasta fiskveiðiár kemur fram að nettóskuldir eru komnar niður í um einn milljarð, eru það ekki full litlar skuldir fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu? -Ég tel að skuldirnar verði seint of litlar, ekki síst í atvinnugrein þar aðstæður eru síbreytilegar, bæði hvað náttúruna varðar og markaðsaðstæður. Rifjum upp kaup ykkar á Skagstendingi. Hvenær fóru kaupin ffam, hvert var kaup- verðið og hvaða kostir voru í stöðunni fyrir Skagstrending og hverjir aðrir voru að falast eft ir fyrirtækinu? -Skrifað var undir samning þann 15. janúar 2004. Stofnað var sérstakt félag um kaupin á hlutabréfunum sem heitir FISK-eignarhaldsfélag. Kaup- verðið var 2.700 milljónir króna og fjármagnað með eig- infjárffamlagi upp á 1.080 milljónir og lánsfé fyrir 1.620 milljónir króna. Það voru tveir eða þrír aðrir aðilar sem höfðu áhuga á kaupum á félaginu nr.a. Þormóður Rammi hf. Siglufirði, ásamt hópi heima- manna, Stálskip hf. í Hafnar- firði ásamt þáverandi fram- kvæmdastjóra Skagstrendings hf. og ef til vill fleiri. Stendur til að sameina fyrir- tækin og ef svo er hvernir verða þá aðaleigendur? -Stjórnir félaganna skrifuðu undir samrunaáætlun þann 23. desember sl. vegna samein- ingar félaganna ffá og með 1. janúar 2005 og fær sameinað fýrirtæki nýtt nafn FISK Seafood hf. Kaupfélag Skag- firðinga verður lang stærsti eignaraðilinn. Hvaða kostir fylgja samein- ingu? -Sameining á að einfalda alla stjórnun, auðvelda verkaskipt- ingu, auðvelda samstarf milli landvinnslna og lækka rekstr- arkostnað. Jafnffamt á samein- ing að auðvelda félaginu að takast á við ný og breytt viðfangsefiii á hverjum tíma. Hefur rekstur Skagstrendings staðið undir væntingum? -Samstarf félaganna hefur staðið í tæpt ár og í mínum huga hefur það gefið góða raun. Rekstur Skagstrendings er að koma svipað út og við reiknuðum með . Þá er ljóst að samstarf félaganna gerir þeim kleift að takast betur á við miklar skerðingar í grálúðu og þorski sem áttu sér stað 1. sept- ember síðastliðinn. Ert þú sáttur við það rekstr- arumhverfi sem sjávarútveg- inum er búið í dag? -Nei ég er ekki sáttur. Staða íslensku krónunnar er allt of sterk, kallar á erfiðan rekstur útflutningsatvinnuveganna, hvetur til aukins innflutnings og aukinnar skuldsetningar heimilanna í landinu. Hækk- anir á stýrivöxtum Seðla- bankans hafa ekki þau áhrif á útlán bankanna eins og áður var og gera lítið annað en að halda uppi fölsku gengi kxó- nunnar, sem að vísu lækkar verðbólguna til skamms tíma, en verður væntanlega skam- mgóður vermir. Einnig verð ég að viðurkenna að upptaka Heimild: www.lwni.is Leiðari Arið kvatt Árið 2004 verður sjálfsagt mörgum minnisstætt sökum fádæma veðurblíðu síðastliðið sumar og haust. Spáð er hlýnandi árferði og vonandi að við fáum að njóta þess áfram. Þá hafa hraðar breytingar á þjóðlífi og samtélagi einkennt undanfarin ár. Því miður hafa margar byggðir farið illa út úr því umróti eins og sjá má af tölum um búferlaflut- ninga. Sókn er besta vörnin. Við verðum á næstu árunr að hafa vakandi auga með nýjum tækifærum til sjávar og sveita og sæta lagi við að nýta þau. Stjórnvöld hafa skapað hér samkeppnisþjóðfélag en við þær aðstæður er mikilvægt að til staðar séu jöfn skilyrði fyrir alla íbúa landsins, óháð efna- hag, kyni og búsetu. Svo er ekki en það hlítur að vera nrark- mið til að keppa að. Lesendum Feykis fjölgar og áskrifendasöfhun blaðsins hefur verið vel tekið. Fyrir það viljum við aðstandendur Feykis þakka. Söfnun nýrra áskrifénda verður haldið áfram á nýju ári en fjölgun kaupenda gerir okkur kleyft að gera gott blað enn betra. Bestu óskir um nýtt og heillaríkt ár. Spurning vikunnar Hvað gerirðu þegar þér finnst vigtin vera farin að sýna ofháa tölu? Leggst niður og bíð eftir að ég gleymi tölunni! (23%) Dríf mig i ræktina eða út að skokka! (27.3%) Skutlastí sjoppuna i einum hvelli! (7.3%) Kaupi mérjoggingdress og góða skó! (3%) Losa mig við vigtina (altso tækið)! (39.4%) Hægt er að taka þátt í könnunum sem birtast í Feyki með þvi að fara inn á heimasíðuna Skagafjörður.com og kjósa þar. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgefandi: Feykirhf. Skrífstofa: Aðalgötu2l, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjórí& ábyrgðarmaðun Á rni Gunnarsson arnig@krokur.is Simar 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson PéturIngi Björnsson Simar. 4535757 Netföni Ikrokur. is Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað meðvsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Póstfang: | Box 4,550 Sauðárkrókur Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: Hvitt & Svart ehf. auðlindagjalds á sjávarútveg- inn frá 1. september sl. er arfa vitlaus ákvörðun. Þessi skattur er ekkert annað en landsbyggð- arskattur og verður ekki mætt með öðru en lækkun á launa- kostnaði. Lækkun launakostn- aðar verður ekki framkvæmd nema með því að hreinlega lækka launin hjá starfsfólkinu eða að fækka starfsfólki fýrir- tækjanna með aukinni tækni- væðingu. Þetta eru afleit skila- boð til fólks og fýrirtækja sem vilja lifa og starfa út á landi. Þessi skilaboð ganga þvert á þau skilaboð sem fýrirtæki hafa almennt verið að fá, að með lækkun skatta eru fýrirtæki hvött til uppbyggingar og dáða. Fólk á landsbyggðinni þarf hvatningu til dáða, en ekki sérstakann skatt sem dregur máttinn úr fólki og lamar þau fáu fýrirtæki sem hafa burði til þess að byggja upp í kringum sig. Ég held að þeir stjórnmála- menn sem gefa sig út fyrir að standa vörð um hagsmuni landsbyggðarinnar ættu að sammælast um að hnekkja þessum ólögum og það strax á þessum vetri. Þið hafið verið í talsverðu samstarfi við Háskólann á Hólum við uppbyggingu fiskeldisbrautar, háskóla- kennslu á sviði fiskeldis. Er þetta eitthvað sem þið sjáið framtíð í fyrir Fisk? -Fiskiðjan innréttaði og gerði upp efri hæðinna á Skjaldar- húsinu og lagði í það talsvert mikla fjármuni. Rökin fýrir þeirri Ijárfestingu er að við teljum að til lengri tíma litið sé það mikilvægt fyrir þetta landssvæði og þar með þetta fyrirtæki að hér verði til staðar þekking sem snýr að fiskeldi og annarri menntun á háskóla- stigi. Að lokum. Því hefur verið fleygt að aðstaðan í gamla Skjaldarhúsinu til kennslu og rannsókna í fiskeldi sé með því besta sem gerist í heiminum er eitthvað til í því? -Ég kann eklci að meta það hvort við séum á heims- mælikvarða, en hitt veit ég að þessi aðstaða verður mjög góð og með því besta sem gerist. Ég tel einnig nrjög mikilvægt að skólinn og rannsóknir honum tengdar byggist upp í svo nánum tengslum við atvinnu- lífið og geti þar með skapað honum mikla sérstöðu til framtíðar.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.