Feykir


Feykir - 29.12.2004, Síða 5

Feykir - 29.12.2004, Síða 5
45/2004 Feykir 5 eiginlega allt gott hérna og mataræðið hefur tekið miklum stakkaskiptum enda hafa þó nokkur kíló fokið án nokkurar eftirsjár. Að sjálfsögu er allt farið fótgangandi hér svo hreyfing hefur einnig aukist a.m.k. frá Bifrastardvölinni. Ég reyni að komast í rækt- ina öðru hvoru svo dvölin hérna er bæði andlegt og líkam- legt fóður. Er að ganga í 2-3 klúbba hérna til að prófa japan- skar íþróttir eins og Aikido sem er sjálfsvarnaríþrótt, Kendo þar sem barist er með bambus- sverðum og Archery sent er bogfimi. Tel þetta ákjósanlega leið til að læra japönskuna því Efst: Japönsk partístemning. 77/ hægri: í heimsókn hjá japanskri fjölskyldu. Að ofan: Slabb í Otaru. það eru nánast eingöngu japanir sem stunda þetta. Japanir Japanir eru ákaflega kurteisir og hjálpsamt fólk amk við okkur erlendu nemana. Skilst að það sé yfirleitt mikill áhugi fyrir þá að kynnast okkur því þeir sjá tækifæri til að æfa enskuna og eignast vini víða um heim sem þeir geta þá heimsótt þegar þeir leggja land undir fót. Fyrir utan marga kunningja sem ég hef eignast í skólanum þá hef ég verið einstaklega heppin að kynnast nokkrum utan skól- ans í svokölluðum tepartýum og alþjóðlegum partýum og hef nú þegar verið boðið nokkrum sin- num inná japönsk heimili sem er mikill heiður fyrir mig. Þau eru afskaplega einföld, yfirleitt er ekkert á veggjunum og ekki rúnt, heldur sofa þeir á futon sem er nokkursskonar dýna. Fletinu ásamt sængur- fötum er síðan pakkað inní skáp yfir daginn. Allir sem koma á japanskt heimili verða að fara úr skónum í forstofúnni og gæta þess að stíga ekki niður þar heldur á pallinn sent er aðeins ofar en forstofugólfið. Yfirleitt eru boðnir inniskór til að fara í og þetta finnst mér vera góður siður. Japanir eru ákaflega forvitnir um hvað þú kannt í japönsku og yfirleitt þurfúm við að kynna okkur hvar sem við komum saman og þótti sjálfsagt að við gætum kynnt okkur þannig aðeins 2 vikum eftir að við komum hingað. Samskipta- erfiðleikar eru þó einu erfið- leikarnar sem við finnum týrir hérna, því það eru aðeins örfáir sem við höfum kynnst sent tala góða ensku. Japanir læra þó ensku í skóla allt að 8-10 ár en aðeins málfræði og ritað mál. Þeir fá enga æfingu í töluðu máli og þar sem þeir eru mjög feimnir bæði að eðlisfari og uppeldislega kennt að halda sig til hlés þá vilja þeir helst ekki tjá sig, eru mjög hræddir um að þeir geti ekki tjáð sig sem reynist þó yfirleitt rangt ef þeir fá nægi- lega hvatningu. Daglega lífið hérna gengur því sinn vanagang. Þó nokkrir jarðskjálftar hafa verið hérna á Hokkaido-svæðinu en við erum ótrúlega kærulaus fyrir þeim. Otaru er talin mjög öruggur staður og skólinn okkar og heimavistin er staðsett mjög ofarlega í fjallinu og allar byggingar virka rnjög sterk- byggðar. Nýlega voru þrír jarð- skjálftar uppá 7.0, 5,5 og 5.0 og jú, það fór aðeins fiðringur um rnagann við að jafnvægið raskaðist þegar herbergið gekk í bylgjum, en þetta tók fljótt af. Annars hafa skólafélagar rnínir á Bifröst verið að stríða mér á því að Japanar Jiljóti nú að fara að senda mig yfir til Kína vegna þess að það hefúr ekki verið stundlegur friður fyrir mér síðan ég kom hingað! Hver fellibylurinn á eftir öðrum, jarð- skjálftar, olíuslys og ég veit ekki hvað. Japanir taka þessu öllu með jafnaðargeði, ólflct því sem við þekkjum heima þá talar varla nokkur maður um þessa atburði dags daglega. Jól og hefðir í Japan Flestir Japanar eru Búddatrúar eða Sjintótrúar sem var fý’rrum rfldstm Japana. Hún er enn þá aðaltrúin í landinu og mesta sameiningaraflið. Samkvæmt henni er keisarinn afkomandi sólgyðjunnar Amaterasú- ömikami. (Shinto) er kínverskt orð, sjen-taó, "vegur andanna - goðanna", en japanska orðið, sem samsvarar sjen, er kami. Það er meginhugtak í þessum átrún- aði og táknar öll æðri mögn og verur, vættir, anda og guði, svo og kraft og kynngi í náttúrunni og mannlega afburði. Svipað og hjá okkur Islendingum að trúa á áltá og tröll. Japanir halda því ekki uppá jólin sent slík og því kont mér á óvart þegar verslanir, götur, veitingahús og stofnanir fóru að taka á sig hina hefðbundnu jólaskreytingar. Ég spurðist því fyrir unt siði og venjur og fékk þau svör að þetta væri áhrifa- máttur verslunareigenda sem væru að taka upp siði vestur- landa og Japanir væru að glepj- ast af kaupæðinu en allt væri þetta þó gert í þágu barnana. Það væru keyptar gjafir og litadýrð og skreytingar á heim- ilum væru fyrir þau. Á aðfangadag er þó yfirleitt meira haft fyrir mat og fjölskyld- an borðar saman og hefúr það náðugt þetta kvöld. Einn siður er þó í hávegum hafður hér, sér- staklega í suður Japan, en það er að eiginmenn og kærastar lijóða sinni heittelskuðu að dvelja með sér á hóteli þessa nótt! Svo er jólaterta seld á uppsprengdu verði og þykir ómissandi á hvert heimili. Gamlárskvöld er heilagasta hátíð Japan. Þeir leggja niikið uppúr því að kveðja gamla árið og bjóða hið nýja velkomið, en þetta er allt gert með jafúvægi hugar og líkama, niikil ró og friður skal ríka þetta kvöld. Ég hélt alltaf að Japan og Kína væru lönd flugelda og þess háttar fyrirbæra en Japanir og Kínverjar nota þá ekki á gaml- ársdag heldur yfir sumartím- ann! Við vorum nokkur sem höfðum hugsað okkur að vera í Tokyo um áramótin en hættum snarlega við þegar okkur var sagt að það væru engir flugeldar og ekkert sérstakt um að vera á gamlárskvöld! Hinsvegar getur verið að ég skreppi yfir til Kína um jól/áramót. Hef fengið boð um að vinna að lokaverkefni mínu fyrir fyrirtæki þar og aldrei að vita nenta ég slái til, enda betri kostur en að láta sér leiðast hérna í jóla- leysinu fjarri fjölskyldunni. Ég kíki svo heim í frí um miðjan febrúar fram í byrjun apríl áður en vorönnin byrjar hérna aftur. Reikna með að Ijúka náminu hér um miðjan ágúst 2005. Framhaldið er svo óskrifað Jfiað, held öllum dyrum opnum varðandi vinnu og dvalarstað, hef þó Iofað yngri syni mínum að hann klári lO.bekkinn í Árskóla á Sauðár- króki, því ég tel þann skóla með þeim betri á landinu. Jólakveðjur til allra heima Að lokum langar mig að óska Skagfirðingum og landsmönn- um öllurn gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og "Shinnen omedeto. Kurisumasu Ome- deto" - “Kemoshitoomidetou María Lóa Frá frumsýningu myndarinnar í Austurdal. Fré vinstri: Árni Gunnarsson, Stefán Hrólfsson og Þorvarður Björgúlfsson. í Austurdal frumsýnd_________ Að ferðalokum Ljóðið Að ferðalokum er við samnefnt lag, sem er titillag myndarinnar í Austurdal. Karlakórinn Heimir flytur lagið í raddsetningu Stefáns Gíslasonar, kórstjóra. Lag og Ijóð er eftir ritstjóra Feykis, Árna Gunnarsson og ort í minningu góðra vina er bjuggu í Austurdal í Skagafirði en eins og fólk þekkir er byggðin þar óðum að hverfa, einungis Bústaðir eftir í ábúð. Lagið er á aðventudagskrá Heimis. I kjölfar þess hafá nokkir óskað eftir því við ritstjóra að hann birti textann í blaðinu og er hér með orðið við því. Að lokmtm degi lagið hljómar og leiftrar gleði í hverri sál. Etm scitit að kveldi söngur ómar ersúpa vinir kveðjuskdl. Á rauðutn himni yfir Austurdal lágsólin lœkkar lognkaldan dag. Frá heitnm dögum merla tnitmingar, angandi birkið við bratta Itlíð um bernskunnar tíð Að vori ríða gestirgóðir gamla slóð í jjallasal, afeldi loga gleymdar glóðir ágóðri stund í eyðidal. Þó Ijósin slokkni inn í Austurdal brenna þarstjörnur utn bjarta nótt ogstundum snjóar mjúkt við tnánaskin, saga hansgeymir þargengin spor. Gleði ogsorg. Þó ftttgur tímans fótspor hylji erfellur dög við sólarlag, aðferðalokum leiðir skilji, er Ijúft að mtina genginn dag. Á rauðum himni yftr Austurdal lágsólin lœkkar, líður á dag. Og snjórinn fellur mjúkt á kalda kinn guðs englargeymi þargengin spor oggeft þérfrið.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.