Feykir


Feykir - 29.12.2004, Page 8

Feykir - 29.12.2004, Page 8
Fevkir Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 29. desember 2004 :: 45. tölublað :: 24. árgangur © Shej| e*1 Sími: 453 6666 VlDEQ^t Sími: 453 6622 Ullarþvottastöðin formlega tekin í notkun ístex á fulla ferð Fjölmenni var samankomið við opnun ullarþvottastöðvarinnar. mynd ÖÞ. Ullarþvottastöð ístex á Blönduósi var formlega tekin í notkun 18. desember sl. og var það bæjarstjóri Blönduóssbæjar Jóna Fanney Friðriksdóttir sem gangsetti þvottastöðina og lýsti hana formlega tekna til starfa. Fjölmenni var samankomið í stöðinni við þetta tækifæri og mikili ánægja ríkjandi með að þessi starfsemi væri kornin til Blönduóss. Formlega hófust þreyfingar um flutning þvot- tastöðvarinnar norður fyrrihlu- taárs2003. Þann lSdesember það ár var stofiiað hlutafélagið Ámundakinn ehf. Hlutverk þess var að kaupa hluta af hús- inu Votmúla og einnig að bygg- ja við Það 560 fermetra við- byggingu . Þetta húsnæði hefúr ístex tekið á leigu til tuttugu ára. Að Ámundakinn standa öll sveitarfélögin í Austur- Húnavatnssýslu, Búnaðarsam- band sýslunnar ,Sparisjóður Húnaþings og stranda, Byggða- stofnun auk fleiri fýrirtækja. Aðalverktaki við nýbygginguna var Loftorka ehf. í Borgarnesi en allmargir heimaaðilar voru undirverktakar. Stjórnarfor- maður Ámundakinnar er Valgarður Hilmarsson en framkvæmdastjóri er Jóhannes Torfason. Fyrirtækið er hugsað sem eignarhaldsfélag sem mun eiga og leigja húsnæði til íatvinnu- fyrirtækja og kom það ffam í ræðuhöldum við þetta tækífteri að fastlega er vonast til að með þessari tilhögun megi laða fleiri fyrirtæki til bæjarins með starfsemi sína. Guðjón Kristinsson fram- kvæmdastjóri Istex lýsti mikill ánægju með að þvottastöðin væri komi í gang á nýjum stað og sagði jafnframt að erfiðir tímar væru að baki. Hann sagði að þegar ljóst var að stöðin yrði að fara frá Hveragerði hefðu mörg sveitarfélög víða um land haft samband við sig og viljað fá stöðina til sín. Það væri ekki síst fyrir markviss og fúmlaus vin- nubrögð forsvarsmanna sveit- arfélaganna í Austur-Húna- vatnssýslu að þvottastöðin hefði flust til Blönduóss og færði hann þeim þakkir fyrir sam- starfið. Guðjón rifjaði einnig upp þegar honum bárust þær fréttir í haust að húsnæði Þvottastöðvarinnar væri að brenna. Hann hældi þeim sem að slökkvistarfi stóðu.en eins og kunnugt er tókst að verja þann hluta hússins sem ístex er í. Færði Guðjón slökkviliðinu og björgunarsveitinni á staðnum fimmtán ullarteppi að gjöf af þessu tilefni. Við opnunina voru flutt nokkur ávörp, einnig söng Halldóra Gestsdóttir húsffeyja á I.itlu-Giljá nokkur lög við undirleik dóttursinnar Lillýar Rebekku Steingrímsdóttur. ÖÞ: Magnaðar jólaskreytingar yfir Skagafirði G litsl kýál liimni Glitskýið séð úrAðalgötunni á Sauðárkróki. Mynd: ÓliArnar Að morgni 22. desem- ber sáust sérkennileg ský á suðurhimni séð frá Sauðárkróki. Þessi ský eru nefnd glitský og sáust svipuð ský yfir Skagafirði fyrr í vikunni. Þessi svonefndu glitský nefnast Nacreous Clouds á ensku og eru mjög sjaldgæf fyrirbæri. Samkvæmt upplýsingum fi'á Náttúrustofú Norðurlands vestra er þetta ský sem myndast í 19-29 km hæð og sjást á vetrum á norðurhveli jarðar, svo sem í Skandinavíu, Alaska, norður Kanada og svo náttúrulega hér á Islandi. Skýin eru sýnileg allt upp í tvo tíma eftir sólarlag og fyrir sólarupprás. Feykir fékk margar upp- hringingar vegna ljósa- búnaðarins þennan morgun og ætlaði ljósmyndari fyrir vikið aldrei að komast út úr húsi til að mynda herlegheitin. Þeir sem vilja kíkja á fleiri myndir geta brugðið sér inn á heimasíðu Náttúrustofu Norðurlands vestra www.nnv.is - en þar á bæ brugðu menn sér út úr bæ til að mynda glitskýin. Einnig er hægt að finna myndir af glit- skýjunum á ww'w.skagafjord- ur.com Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps Húnaþing irestra______ GoHvöllur í bígerð Tónleikar í Húnaveri Karlakór Bólstarhlíðarhrepps, undir stjórn Sveins Árna- sonar frá Víðimel, heldur sína árlegu janúrartónleika í félagsheimilinu Húnveri föstudaginn 7. janúar kl: 21:00. Nú í desember kynnti Golfklúbburinn Hvamm- ur hugmynd að gerð golfvallar í landi Kirkju- hvamms við Hvamms- tanga, með legu norðan og ofan kirkju, upp með Ytri Hvammsá. Margir aðrir valkostir hafa verið skoðaðir í héraðinu, en þetta svæði varð fyrir valinu, m.a. vegna nálægðar við aðal þéttbýli héraðsins og einnig við þjónustusvæði ferðaman- na í Kirkjuhvammi. Leitað hefur verið álits nágranna, svo sem Hesta- mannafélagsins, landeigenda og Skógræktarfélags V-Hún, en gert er ráð fyrir að vallar- svæðið komi að hluta til inn í skógræktarsvæðið. Gert er ráð fyrir 9 holu velli og kynntu fundarboðendur og gestir ýmis rök fyrir fram- kvæmdinni. Kostnað má reikna eins og uppbyggingu einbýlishúss, eða allt að 20 milljónum króna. Áætlaður ffamkvæmdatími er fimm ár, en fer þó eftir möguleika á fjár- mögnun verksins. Heimild: www.forsvar.is Gestir Karlakórs Bólstaðarhlíð- arhrepps verða að þessu sinni Kirkjukór Sauðárkróks undir stjórn Rögnvaldar Valbergs- sonar. Á tónleikunum koma ffam sérstaklega sex kórfélagar í karlakórnum sem eru við nám í söngdeild Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu. Undir borðum verður boðið upp á veislukaffi, sem kórfélagar sjálfir undirbúa að vanda. Að loknum tónleikum held- ur Hörður G. Ölafsson uppi fjöri ffam eftir nóttu. tnynta :: tryggingamiðstnðin :: kndak pxpnfiss :: bækur og ritföng :: ljósritun í lit ti 1 :: anrmar nn nlöstnn :: flnira on fleira bókabúðin BÓKABÚÐ BRYNcJARS BÓKABÚÐ BRYNJARS KAUPANGSTORGI 1 550 SAUÐARKRÓKUR SÍMI 453 5950 FAX 453 5661 bokabud@skagafjordur.com - f'ft' jp 3||3 | Tjo|SK!)ldlJööf Flísar -flotgólf múrviögeröarefni AÐALSTEINN J. MARÍUSSON Sími: 453 5591 • 853 0391 • 893 0391

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.