Feykir - 05.01.2005, Blaðsíða 3
01/2005 Feykir 3
Hjalti Þórðarson skrifar
Að loknum landsmótum
Landsmótsári í Skagafirði er lokið. Stór landsmót í Skagafirði eru þó ekki neitt
nýtt og nefna má að landsmót UMFÍ hefur verið einu sinni áður og landsmót
hestamanna hafa verið fimm sinnum.
Þetta ár er þó sérstakt á þann
hátt að landsmótin eru tvö og
með fleiri keppendum en áður
hefur þekkst, um 3000 á
mótunum tveimur. Að halda
stórmót sem þessi á sama stað á
sanra sumri sýnir kjark og dug
innan íþróttahreyfingarinnar og
sveitarfélagsins.
Fyrir mótin stóð Sveitar-féla-
gið Skagafjörður mjög myn-
darlega að allri uppbygg-ingu á
íþróttaaðstöðu á Sauð-árkróki.
Tíminn til þess var stuttur og
þurfti að byggja upp
toppaðstöðu á skömmum tíma
og það tókst með glæsibrag.
Aðstaðan, sem verður ekki af
oklcur tekin, er meira og minna
fyrsta flokks og koma með
henni möguleikar á betra
íþróttastarfi, meiri fjölbreytni og
auknu mótahaldi.
1 allri þessarri uppbyggingu
má ekki gleyma þeim fjölmörgu
einstaklingum sem lögðu nótt
við dag svo mánuðum skiptir
við vallarbyggingu og undir-
búning mótanna. Á mótunum
sjálfunr gekk einnig vel að fá fólk
til vinnu og skiptu sjálfboðaliðar
hundruðum þegar upp var
staðið. Þegar á reyndi var greini-
lega mikill metnaður meðal
heimamanna að standa sig sem
Landsmót UMFI á Sauðárkróki. Loftmynd frá hádegi á laugardegi. mymt: pib
Knattspyrnuáhugamenn við stúkubyggingu. mynd: óab
best og leggja sitt að mörkum.
Framlag alls þessa fólks er
gríðarlega rnikið og hægt er að
blása á þær raddir sem heyrst
hafa um að tími sjálfboðavinn-
unnar sé liðinn. Þvert á móti er
hægt að segja að sjálfboða-
vinnan hefúr sjaldan eða aldrei
verið rneiri og öflugri. Fyrir allt
þetta ber að þakka og verður
sennilega seint fúllþakkað.
UMSS
Ungmennasamband Skaga-
fjarðar (UMSS) var stofnað
1910 og hefúr starfið á þessum
tæpum 100 árum að jafúaði
verið mikið og öflugt.
Héraðsmótin 17. júní þóttu
stórhátíðir, haldið var úti sér
knattspyrnuliði um tíma og set-
tar upp leiksýningar svo eitthvað
sé upp talið. Héraðsþjálfarar í
frjálsum og knattspyrnu voru
fastir liðir svo árum skipti og
þjálfúðu þeir vítt og breytt um
héraðið.
Landsmótið 1971 var einn
stórviðburðanna sem staðið var
fyrir og var mikil lyftistöng fyrir
íþróttalífið í Skagafirði. Ekki er
efi að uppbyggingin vegna
mótanna í sumar verður jákvæð
fyrir íþróttalífið í héraðinu á
komandi árum. Árin 1971 og
2004 eru tímamótaár, ár
stórviðburðanna í sögu
Ungmennasambandsins.
Til hamingju Skagfirðingar
með glæsilegt ár!
Hjalti Þórðarson
stjórnarmaður UMSS
PARDUS HOFSÓSI
Bifreiða- og búvélavekstæðið Pardus á Hofsósi er til sölu.
Verkstæðið er vei búið tækjum, rekið í 322 fm góðu húsnæði.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur Félagið hefur m.a. leyfi til endurskoðunar
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar og vottun til bílaréttinga.
Guðmundar L. Friðfinnssonar NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFNUNNI
rithöfundar og bónda.
Strimill ehf
Guð blessi ykkur ðll. FASTEIGNASALA
SUÐURG0TU 3 550 SAUÐÁRKRÚKUR SÍMI 453 5900 & 864 5089
Aðstandendur »lit ti
ÍBÚÐ TIL SÖLU STARFSFÓLK ÓSKAST
Til sölu er 78 ffn íbúð á neðri hæð hússins við
Sæmundargötu 11, Sauðárkróki. Starfsfólk vantar í skreiðarverkun á
Ibúðin sem er þrjú herbergi, eldhús, búr og geymsla, Sauðárkróki
er uppgerð að mestu leyti og í góðu ástandi.
Húsið er nýmálað að utan. Verð 7,5 miljónir. Upplýsingar gefur Sigurður í síma 825 4419
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFNUNNI
Strimill ehf 4l|c
FASTEIGNASALA
SUÐURGOTU 3 550 SAUÐÁRKRÓKUR SÍMI 453 5900 & 864 5889 p;
ihlft*klhhlft«klfchlft«kli FISK seafood ehf.
Könnmin
Hvað fannst þér um
Áramótskaup
Sjónvarpsins?
Það var fyndið! (86.8%)
Mér fannst þeir sem komu fram í
eigin persónu ekki nógu sann-
færandi! (3.5%)
Það var nú frekar klént og ekki
nógu nastí! (4.4%)
Sveppi var langflottastur! (2.2%)
Ég hreinlega sá ekki Skaupiði
(3.1%)
Hægt er að taka þátt í könnunum sem birtast
í Feyki með því að fara inn á heimasíðuna
Skagafjörður.com og kjósa þar. Æskilegt er
að hver aðili kjósi aðeins einu sinni en ítrekað
skal að könnunin er meira til gamans og taka
skal niðurstöðumar með nokkrum fyrirvara.
Sveinn fær
forverkefnisstyrk
Á fundi Atvinnu- og ferða-
málanefndar Skagafjardar í
síðustu viku var tekið fyrir
erindi frá Sveini Ólafssyni, sér-
fræðingi við Raunvísindastofun
Háskóla Islands, þar sem farið er
fram á forverkefnisstyrk til
gerðar viðskiptaáætlunar vegna
uppbyggingu og skipulagningar
hátækniseturs á Sauðárkróki.
Nefndin samþykkti að styrkja
verkefnið um kr. 1.000.000 og
taka fjármunina af liðnum
ógreiddar fjárveitingar sem
lagðar voru til hliðar árið 2003.
íbúum í Skagafirði
fækkar um 51
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofu Islands voru íbúar í
Skagafirði 4.357 þann f. desem-
ber sl. Þar af bjuggu 4.141 í
sveitarfélagsinu Skagafirði og
215 í Akrahreppi.
Þann l. desember 2003 voru
íbúar sveitarfélagsins Skaga-
fjarðar hins vegar 4.178 og íbúar
Akrahrepps 229.
Ibúum í sveitarfélaginu Skaga-
firði hefur því fækkað um 37 á
milli ára og um 14 í Akrahreppi.
Samtals hefúr því fækkað um 51
einstakling í Skagafirði á einu
ári.
Sjónhornið senn inn
um bréfalúguna
Prentsmiðjan og auglýsingasto-
ftn að Borgarflöt á Sauðárkróki
hefur verið opnuð og Feykir því
prentaður á Sauðárkróki í dag.
Þeir sem beðið hafa óþreyju-
flillir eftir Sjónhorninu síðan frá
því fyrir jól ættu því senn að geta
tekið gleði sína en eftir því sem
Feykir hefur fregnað þá er áætlað
að Sjónhornið komi út nú strax
á morgun.