Feykir


Feykir - 30.03.2005, Qupperneq 7

Feykir - 30.03.2005, Qupperneq 7
12/2005 Feykir 7 Guðmundur 1/altýsson skrifar_ Vísnaþáttur 402 Heilir og sælir lesendur góðir. Rétt er og skylt að byrja á smá leiðréttingu vegna þáttar nr. 400. Voru þar birtar vísur eftir Geira í Eskihlíð og fór ég fyrir klaufaskap rangt með föðurnafn hans. Eins og bóndi í Skagafirði benti mér á var hann að sjálfsögðu Gunnlaugsson. Byrjum þá að þessu sinni á nokkr- um vísum eftir Einar Sigtr>'ggsson á Sauðárkróki. Bandarfídn boða stríð blind er þeirra hyggja. Auðvaldssinnar alla tíð ekkifriðinn tryggja. íraksmálið aldrei deyr árásin var byggð á sandi. Ennþá stjórna aðeins tveir okkar kœra föðurlandi. Landráðatnenn ég lítið virði landanum eru tarkmörk sett. Þeireru okkarþjóðarbyrði sem þurfa að brjóta lög og rétt. Framagosiframhleypinn fer sér oft að voða. Upphajið og endirinn er því rétt að skoða. Örlög manna enginn sér erfiðleikar trufla geð. Lítils virði lífið er eflánið fylgir ekki tneð. Heyrum þá næst frá hinum snjalla Höskuldi Einarssyni frá Vatnshorni. Er hann í þessari lipru hringhendu að hugsa til hesta sinna. Þráin geymist alltaf ung án þess heimur viti. Út að tcyma alinn lung öllu gleyma striti. Horft hefur sá snjalli maður trú- lega á Skorradalsvatnið er hann orti þessa. Sléttur ísinn blikar blár bjarmalísa glœðist. Létturfrísar, kvikur klár kannski vísa fœðist. Grunur er á að Höskuldur hafi verið að skjóta á vin sinn Sigurð Jónsson frá Brún, hér í Svartárdal er hann orti svo. Ýmsa ge)'mir eilífþögn aðrirgœta vandans. Þér hefur miðað alltaf ögn afturábak tiljjandans. Það er Vilhjálmur Benediktsson frá Brandaskarði sem yrkir svo. Koss á vörum blíður brann, blandinn yndi fínu. Aldrei slíkan eld égfann œða í blóði mínu. önnur vísa kemur hér eftir Vil- hjálm. Röðull hlær og rennur snœr, rósin grœr á engi. Lindin tœr og Ijúfur blœr, leika á skœra strengi. Þrátt fyrir að nú sé í huga undir- ritaðs vor á næsta leyti koma hér næst tvær vetrarvísur sem að ég held að séu eftir Erlend Árnason, áður bónda á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð. Farðu þorri ífúlan rass feigðar mitt á skerið. Óstöðugur, háll og hvass Itefurðu alltaf verið. Signi Drottinn sjó og lönd sé liann vorforsorgun Góðir tímarganga í hönd góa kemur á morgun. Sá snjalli Káinn mun eitt sinn hafa ort svo til gamals kunningja. Braginn vanda hygg ei hót, handa landanum. Það er andlegt ættarmót með Árna ogfjandanum. Svo harkalega lýsti hann eitt sinn samferðamanni. Þú ert svcitar svívirðing sótugi eldhús-raftur. Aftan, framan og allt um kring, ekkert nema kjaftur. Mörgum sem eldri ern er minnisstæð frásögn, sem var á þá leið að gömul vinkona hans skammaði hann f)TÍr drykkjuskap og taldi að ef ekki væri Bakkus annars vegar væri hann kvæntur maður fyrir löngu. Um þau orðaskipti orti Kristján Níels. Bakkus gamli gaf mér stnakka gæðin bestu, öl og vín. Honum á égþað að þakka að þú ert ekki konan mín. Ekki veit ég hvernig stendur á að þessi kunna vísa Þormóðs Páls- sonar frá Njálsstöðum rifjast upp er þesssi þáttur er í smíðum. Vi'sf iiiun engu á þig logið um þaðflestum saman ber. Hvar sem gast þú smugu smogið smánin skreið á hæla þér. í framhaldi af þessum staðreyn- dum kemur ósjálfrátt upp í hugan þessi magnaða vísa Gissurar í Va- ladal og verður hún jafnframt sú síðasta að þessu sinni. Unir best í annars neið aflirak mesta skitið. Hvar sem festir kjaft á sneið kennaflestir bitið. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. Jón Bjarnason þingmaður skrifar Að þakka fyrir sig í Austurdal geyma. Eftir dalbotnum ryðjast jökulárnar frjálsar og tignarlegar og mynda víða ægifögurgljúfur. í hlíðum og undirlendi Austurdals er að finna einn merkasta birkiskóg á Islandi. Stefán okkar á Keldulandi kom fram fyrir hönd mannlífsins sem lifað hafði þar öldum saman og deilt kjörum í gleði og sorg með náttúruöflunum. Þarna voru samtvinnuð sterk einkenni okkar skag- firsku menningar, lífsgleði og söngur, hestar og smala- mennskur. Viðtalið við Helga heitinn á Merkigili og svipmyndin frá útför hans lét engan ósnortinn. Allt var þetta þó svo eðlilega samofið hinni sterku ímynd Skagafjarðardalanna. Messan í Ábæ og predikun séra Ólafs Hallgrímssonar í Ábæjarkirkju færði Austur- dalinn á svo náttúrulegan hátt inn í mitt svið heims- viðburðanna. Ákall prestsins og fræðimannsins á Mælifelli um grið og frið til handa mönnum og náttúru gat alveg eins verið bein útsending úr dómkirkju eða frá friðarþingi hvar sem var í heiminum. Ljóst er að höfundurinn Árna Gunnarsson er á heimavelliog þykirafarvænt um þá einstæðu náttúru- , fegurð og mannlíf sem hann var að gera skil í myndinni. Allt þetta birtist okkur áhorfendum á einlægan hátt og við hrifumst með. Hafið öll sem að þessu góða framtaki komu þökk fyrir. Jón Bjarnason Að kveldi páskadags var sýnd í sjónvarpinu „ heimildamynd um Austurdal í Skagafirði, mannlíf og menningu í einni af náttúruperlum landsins" eins og stóð í dagskrár kynningunni. Það var svo sannarlega hægt að njóta þessarar stundar fyrir fram sjónvarps- skjáinn. Öll umgjörð myndarinnar varþrungin hlýjuog virðingu fyrirþeim dýru náttúrperlum sem Skagatjarðadalir hafa að Dagskrá Skíðamóts íslands í Tindastóli Midvikudagur Föstudagur Laugardagur 20:00 Setning í Svig Stórsvig Sauðárkrókskirkju 10:00 Fyrri ferð karlar 10:00 Fyrri ferð karlar 10:45 Fyrri ferð konur 10:45 Fyrrí ferð konur Fimmtudagur 12:30 Seinni ferð karlar 12:30 Seinni ferð karlar Svig 13:00 Seinni ferð konur 13:00 Seinni ferð konur 10:00 Fyrrí ferð karíar 10:45 Fyrrí ferð konur Ganga Ganga 12:30 Seinni ferð karíar 11:00 Ganga með frjálsri 14:00 Boðganga 13:00 Seinni ferð konur aðferð 16:00 Verðlaunaafhending 17:00 Sprettganga í íþróttahúsinu Ganga 14:00 Ganga með hefðbundinni aðferð Svig 15:00 Fyrri ferð karíar 17:00 Seinni ferð karlar smáauglýsingar Sendið smáauglysingar til frirrar birtingar á feykir@krokur.is Hvellur Bíll til sölu Bífreið til sölu Nú dönsum við í Ljósheimum Til sölu Toyota HiAce 4WD, Til sölu Toyota LandCruiser VX föstudagskvöldið 8. Apríl frá árgerð 2000, ekinn 114 þúsund árgerð 1997. Billinn erkeyrður kl. 22-02. Kiddi Bjama frá km. Ásett verð kr. 1.500.000,- 185 þúsund kílómetra. Góður bíll Selfossi sér um músikina. Ath. Nánari upplýsingar í sima 453 og vel við haldið. Missið ekki afþessu einstæða 5590/ 8930391 Upplýsingargefa Brynjarísíma tækifærí. Fjölmennum og skem- 453 5950 eða Jón Hallur I síma mtum okkur. Bílar til sölu 4555300. Nefndin - KIA árgerð 1997, ekinn 95 þúsund km, verð 750 þús. Bill til sölu - KIA Vitra Grand árgerð 1999, Til sölu Toyota Landcruiser ekinn 73þúsundkm, verð 1500 árgerð „86 ekinn 330.000,35" ! þús. dekk. Upplýsingar í síma - BENZ kálfur, árgerð 1984, 4538015 og 8928015. tilboð óskast. Upplýsingar í síma 453 5124.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.