Feykir


Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 17/2005 Þjónustumiðstöð UMFÍá Sauðárkróki Formleg opnun Asta Pálmadóttir, Páll fíagnarsson, HaraldurJóhannesson og Ómar Bragi Stefánsson. Síðastliðinn föstudag var Þjónustumiðstöð UMFÍ formlega opnuð á Sauðárkróki. Á stjórnarfundi UMFl í desember síðastliðnum var ákveðið að skipa tvo lands- fulltrúa og var öðrum valið aðsetur á Sauðárkróki en hinum í Reykjavík. Ómar Bragi Stefánsson var ráðinn landsfulltrúi UMFÍ með að- setur á Króknum og hefur hann starfað sem slíkur frá áramótum þó svo skrifstofan hafi verið tekin formlega í notkun nú í lok apríl. Starf Ómars Braga mun vera á sviði íþrótta, umhverf- is- og unglingamála og kem- ur hann til dæmis mikið að starfi UMFI í kringum Ung- lingalandsmótin.,. ... ° Palnu Jons^on Goðir gestir hennsóttu Þjónustumiðstöð UMFI á föstudaginn enda um ánægjulegan viðburð að ræða og viðbótar fjöður í liatt Skagfirðinga að afloknu frábæru Landsmótsári. Skrifstofuaðstaða fyrir UMSS og Umf. Tindastól verður í sömu húsakynnum á Víðigrundinni. Leiðari Gíslatökur Mikið er gaman að sjá félaga Gísla Einarsson og tengda- son Skagafjarðar, aftur á skjáum. Gísli tekur sig nefninlega mátulega alvarlega og þá líður áhorfandanum bara mátu- lega vel heima í stofu. Þá var einnig sérlega áhugavert að sjá að Gísli sækir fatnað í þáttinn í heimabyggð en þegar kreditlistinn rann yfir skjáinn að loknum fyrsta Út og suður þættinum var tiltekið hvaða verslun í Borgarnesi fataði j kappann upp. Gísli er einn fárra fréttamanna scm nennir að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið og kynna mannlíf og menningu á landsbyggðinni. Fyrir það á hann heiður skilið. Ef eitthvað mætti finna að þáttunum Ut og suður er það að myndefni með viðtölunum mætti vera fjölbre)'ttara. En mér sýndist á fyrsta þætti sumarsins að Gísli sé að taka sig á í þeim efnum. Við fylgjumst spennt með framhaldinu. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Feykir hf Skrifstofa: Aöalgötu 21, Sauöárkróki Blaöstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guöbrandur Porkell Guöbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250krónurmeö vsk. Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: Nýprent ehf. Leigugjald fyrir laxveiðiár í Vestur-Hún. hækkar um tugi milljóna Tvær stærstu árnar skila rúmlega 105 milljónum Leigugjald í peningum fyrir laxveiðiárnar í Vestur- og Austur Húnavatnssýslum verður á næsta ári um 200 milljónir. Þá eru ekki með taldir fjármunir og vinna sem leigutakar leggja í ræktunarstarf í ánum. Víðidalsá og Miðfjarðará í Vestur Húnavatnssýslu eru gjöfulustu og um leið dýrustu árnar, en leigan af þeim verður um 105 milljónir króna á næsta ári gangi samningar eftir. Húnvetnsku árnar skila samanlagt 200 milljónum til eigenda sinna. Helstu ár sem um ræðir eru Svartá í Svartárdal, Blanda, Laxá á Refasveit, Hallá, Laxá á Ásum, Fremri Laxá, Vatnsdalsá, Gljúfurá, Víðidalsá og Fitjaá, Miðfjarðará, Síká og Hrútafjarðará. Þá er rétt að geta einnig um þessari uptalningu á Tjarnará á Vatnsnesi. Hún er ein fárra áa sem er ekki leigð út til þriðja aðila en veiðiréttarhafar sjá um úthlutun leifa sjálfir. Jarðirnar sem eiga veiðirétt í þessum fengsælu ám skipta hundruðum. Hér verður fjallað um árnar í vestursýslunni en í næsta blaði færum við okkur yfir í Austur Húnavatnssýslu. Miðfjarðará verður dýrari Eins og greint hefúr verið ffá í Feyki er samningsgerð vegna leigunnar á Víðidalsá og Fitjá á lokastigum. Tuttutu milljón króna hækkun þótti talsverðum tíðindum sæta en H og S ísland ehf. er leigutaki Víðidalsár, en eigendur félagsins eru starfsfólk Árna Baldurssonar, sem rekur Lax-á. Að sögn Björns Magnússonar, bónda á Hólabaki og formanns veiðifélagsins er stefitt að undirritun samninga í vikunni. Síðasta sumar var landað 1770 löxum upp úr Víðidalsá og Fitjá og sem þýðir að þetta svæði var í sjötta sæti yfir fengsælustu laxárnar á síðasta ári. Viðmælendur Feykis úr röðum stangveiðimanna og leigutaka laxveiðiáa eru á einu máli um að 20 milljón króna hækkun á leigugjaldi fyrir Víðidalsá í Vestur Húnavatnssýslu hafi áhrif á leiguverð laxveiðiáa á landsvísu. Þannig liggur íyrir að samningurinn hefurbein áhrifá verð Miðfjarðarár. Miðfjarðará er mögnuð laxveiðiá. Þar komu á land á síðasta ári 2270 laxar og voru einungis Ytri og Eystri Rangár með hærri aflatölur. Þessar \'ikurnar er verið að ræða um ffamlengingu endurnýjun leigusamnings á Miðfjarðará milli veiðifélags árinnar og Lax-ár, sem er í eigu Árna Baldurssonar.Samkvæmt heimildum Feykis er verið að ræða um 53,5 milljónir króna á ári fyrir 10 stangir á laxasvæði og 3 á silungasvæðinu, sem er fjölgun um eina stöng frá því sem nú er. Gangi þetta eftir verður um talsverða hækkun að ræða en leigugjald fyrir Miðfjarðará er á þessu sumri um 41 milljón króna. Sé miðað við Víðidalsá þó ljóst að leiga fyrir hverja stöng er hærra verði greidd en í Miðfjarðar á en í Víðidalsá eru 8 stangir á laxasvæðinu. Góð veiði var í Miðfjarðará síðastliðið sumar. Þá komu um 2.250 laxar á land og 300-400 silungar. Miðfjarðará opnar 15. júní. Fyrsta mánuðinn er heimilt að veiða á spún, maðk og flugu, en eftir 15. júlí er eingöngu heimilt að veiða á flugu. í Víðidalsá er hins vegar eingöngu heimilt að veiða á flugu. Metveiði í Hrútu og Síká Sömu sögu er að segja af þriðju stóru laxveiðiánni í Vestursýslunni, Hrútafjarðará og Síká þar er nú einunigs heimilt að veiða á flugu. Leigutaki Hrútafjarðarár og Síkár er fyrirtækið Strengir hf. sem er í eigu Þrastar Elliðasonar. Að sögn Eyjólts Gunnarssonar, formanns veiðifélagsins hafa heimamenn lagt áhersu á að rækta upp ána og samstarfið við Þröst gengið vel en Þröstur er meðal annars þekktur fyrir starf sitt að uppbyggingu Rangaár. Meðalveiði undanfarin ár í Hrútu og Síká hefur verið 250 laxar en svo virðist sem ræktunarstarfið sé að skila sér. Metveiði var í ánum síðasta sumar en þá veiddust samtals 610 laxar á þrjár stangir en að auki veiðist nokkuð af vænni bleikju á neðsta svæðinu. Þröstur og Eyjólfúr vildu ekki gefa upp hvað greitt er fyrir leiguna á Hrútu og Síká en sögðu að ekki væri um sambærilegar tölur og verið væri að greiða fyrir hverja stöng Víðidalnum og Miðfirðinum.. Aðspurður um hvort hækkunin á Víðidalsá hafi áhrif á leiguverð laxvæiðiáa á landsvísu svarar Þröstur Elliðason játandi. Hann segir hins vegar að þetta sé þróun sem sé hvorki honum né almennum stangveiðimönnum að skapi verðið sé einfaldlega orðið allt of hátt. Aðrir sem Feykir ræddi við sögðu að ekki væri rétt að tala um of hátt verð. Verðið væri einfaldlega það sem markaðurinn væri tilbúinn að greiða á hverjum tíma. Gljúfúrá liggur á mörkum Austur- og Vestur Húnavatnssýslna. Stangaveiðifélag Austur Húnavatnssýslu er með hana á leigu en seldar eru tvær stangir í ánni. Gert ráð fyrir að hún verði boðin út næsta sumar. Leigan er nú rúm 1.700 þúsund krónur. Að auki leggur stangveiðifélagið til 6 þúsund sumaralin seiði sem verðleggja má á um 200.000 þannig að leigugjald er nálægt 1800-1900 þúsund. Hér hefur verið stikJað á stóru um laxveiðiárnar í Vestur Húnavatssýslu en í næsta blaði færum við okkur N'fir í Austur Húnavatnssýslu en þar eru Lax- á og Árni Baldursson einnig áberandi; með Laxá á Ásum, Blöndu og Hallá á Skaga.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.