Feykir


Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 6
6 Feyfdr 17/2005 Undir Borginni___________ Fordómaplágan Ég get ekki nógsamlega þakkað fyrir það hvað ég er lánsamur, að búa í landi þar sem skorin hefur verið upp herör gegn fordómum , hvaða nafni sem þeir nefnast. Ég hef því miður alla tíð verið talsvert sýktur af þessum fjanda og finn oft sárt til þess hvað ég get verið fordómafullur í garð annarra og ekki batnar það þegar ég verð þess var að ég er stundum fordómafullur gagnvart sjálfum mér. En nú er eiginlega búið að lýsa yfir allsherjarstríði gegn fordómum í hinu upplýsta nútíma-samfélagi okkar. I>að er þegar fengin breið samstaða í menningargeiranum gegn þessum vágesti og bráðlega verða eflaust allir komnir í hin heilögu herklæði hvað þetta höfuðþarfamál varðar. Þróunin í því vandasama verki að skilgreina fordóma hefur orðið mjög hröð að undanförnu. Þegar ég var að alast upp var yfirleitt ekki talað um aðra fordóma en þá sent virtust ríkja hjá sumum varðandi aðra kynþætti. Slíkir fordómar fólust einfaldlega í því að menn sáu t.d. svart þegar svertingja bar fýrir augu. En nú er skilningur manna á fordómum kominn á miklu hærra greiningarstig og þar með hefur eðlilega aukist hugsun fyrir því að taka verði á þessu vandamáli. Þegar fýrir liggur að fordómar hafa verið greindir og sérmarkaðir hérlendis í tuga efekki hundraðatali, þá er ekki seinna vænna að taka til hendinni. Ósköp eigum við mikið að þakka því menntaða og vísindasinnaða fólki sem hefur náð því að koma okkur, sem erum ekki eins þroskuð til vitsmunanna, almenningi þessa lands, í skilning um þá plágu sem fordómarnir auðvitað eru. Það er þegar ljóst að í náinni framtíð verður fjölmörgu hámenntuðu fólki falið það verkefni að leiða baráttuna gegn fordómunum. Og það er deginum ljósara að slíkir forustuaðilar verða að hafa góð laun því þjóðin getur ekki verið þekkt fýrir annað en að borga vel fýrir eigin sálarheill. Fordóntaplágan er ekkert smáræðisvandamál, ef einhver skyldi halda það. Stöðugt koma frarn nýjar upplýsingar sem renna stoðum undir þá kenningu sumra færustu fjölmiðlamanna þjóðarinnar, að hér sé urn einn versta fylgikvilla mannkynsins að ræða. Fjölmiðlamenn hafa hins- vegar, afeinhverjum óþekktum ástæðum, ekki viljað taka undir aðra kenningu varðandi vandamálið sem hljóðar á þá leið, að fordómar séu þess eðlis að þeir nærist hreinlega á athyglinni sem þeir fái og vaxi því í réttu hlutfalli við umfjöllun! Mörg eru nteinin í þessu efiii. Það er t.d. búið að uppgötva að það geta verið bullandi fordómar í gangi innan einstakra fjölskyldna í afstöðu meðlimanna til hvers annars! Sums staðar eru dæmi um slíkt sem jafnast á við verstu kynþáttafordómana í henni gömlu veröld. Fordómar milli ky'nja eru orðnir svo yfirgripsmiklir að það er farið að ræða það á vissum stöðum í höfuðborginni að það þurfi sérstaka stofnun til að glíma við þá hlið málanna. Og sumir sérfræðingar í s ^ V v Bókhald Bókhaldsþjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og félagasamtök Tökum að okkur almennt bókhald, færslur, uppgjör, launaútreikninga, framtalsgerð, stjórnun verkefna og framkvæmdastjórn fyrir rekstaraðila Góð þjónusta fagfólks á sanngjörnu verði Hafðu samband! Leiðbeiningamiðstöðin Aöalgötu 21 > Sími 455 7100 > Fax: 455 7101 fordómum hafá látið hafa það effir sér, þó án ábyrgðar, að það sé nánast öruggt að í öllum mannlegum samskiptum megi finna einhvern vott af fordómum. Til eru að vísu menn sem hafa viljað halda því fram, að fordómar hafi alltaf verið til og muni alltaf vera til meðan menn draga andann á þessari jörð, en þar er ekki um að ræða lærða menn nteð gráður og titla, heldur aðeins bændur ofan úr dölunt eða sjómenn við ystu strendur. Það tekur auðvitað enginn ntark á slíkum mönnum og sú umsögn er auðvitað algerlega fordóma- laus! Finn mann hef ég fýrirhitt sem var svo svartsýnn að hann taldi að ekki væri hægt að sigrast á fordómunum nema með því einu að gjörhreinsa jörðina af kvikindi því sem á máli vísindanna er kallað Honto Sapiens! Allt er þetta hið versta mál og von að mörgum ógni sú hætta sem fýrir hendi er. Tíðarandinn er því kominn í krossferð gegn fordómunum og svei ntér þá ef suntir eru ekki þegar hervæddir til hins ítrasta. Það fer ekki milli mála að hámenntað nútímafólk vill ekki þurfa að sligast undir fargi fordómanna, það lítur svo á að þó að slíkt hafi viðgengist í gamla daga gangi það ekki lengur. Annað hafi náttúrulega verið uppi í fýrri tíð þegar menntunarstig fólks og mannlífs-skilningur var nánast enginn og frumstæð afstaða til ýmissa mála ráðandi. En þetta aumingja fólk á þeirri aumingja tíð vissi víst ekki betur! En þökk sé fýrir breytingar til bóta, velmenntað, víðsýnt og vísindasinnað fólk í dag, stendur fyrri kynslóðum þessa lands skiljanlega langtum framar að öllu atgervi. Það þarf því að fá skilyrði til að starfa að því að leysa samfélagið úr viðjum fordómanna - og það verður að fara í það verk af fullum krafti. Ég geri það því hér með að tillögu minni, að stofnað verði sér-ráðuneyti gegn fordóma- plágunni eins og hún leggur sig, að kynjafordómum með- töldum. Ég sé fyrir mér að þar muni þurfa að ráða til starfa svona til að byrja með um það bil 30 sálfræðinga, 20 presta, 10 geðlækna, 25 sérfræðinga í áfallahjálp, 20 félagsfræðinga, 1 hagfræðing og 100 lögffæð- inga. Æskilegt væri að í þessunt hópi væru svo sem 15 manns með doktorsgráður, álitsins vegna. Þetta ráðuneylislið þarf svo að samþjálfa sem frani- varðarsveit í baráttunni gegn fordómunum og hið skýra markmið verði náttúrulega að skapa hér fullkomlega for- dómalaust samfélag. I þessu nýja ráðuneyti þarf svo auðvitað að ríkja ffá byrjun sá víðsýni andi, sem sýndi sig t.d. afskaplega vel á síðasta flokksþingi Framsóknar- manna, undir dillandi maga- dansi tjölmenningarinnar! apríl2005 Rúnar Kristjánsson Söfnuðu til styrktar Hörpu Lindar Frábært framtak Þessar ungu stulkur efndu til Söfnunar í andyri Skagfirðinga- búðar fyrir skólasystir sína Hörpu Lind Einars- dóttur. Harpa Lind er búin að vera frá skóla í vetur vegna veikinda. Vinkonur hen- nar söfnuðu áttaþúsund- krónum sent lagðar voru inná sérstakan söfnunar- reikning sem opnaður var í Landsbankanum fyrir nok- kru. Stúlkurnar heita Signý Kristbjörnsdóttir, María Ósk Sigurðardóttir og Björg Eva Steinþórsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.