Feykir


Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 7
17/2005 Feykir 7 Nafn: Merete K. Rabelle Argangur: '67. Fjölskylduhagir: Gift Steini Rögn- valdssyni og á þrjú börn. Bý á Hrauni á Skaga. Starf/nám: Bóndi/stúdentspróf og bændaskóli. Bifreið: Toyota Avensis. Hestöfl: Hefekki hugmynd en nóg. Hvað er í deiglunni: Skemmtilegasti tíminn, vorið með sauðburði og æða- varpi. Hvernig hefurðu það? Ljómandi gott. Hvernig nemandi varstu? Frekar þæg. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Gott veður, kaffi ígarðinum og að við dönsuðum gömlu dansana I stóru stofunni um kvöldið. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Hjúkrunarkona. Hvað hræðistu mest? Að rekast á rottur í hænsnakofanum heima í Danmörku! Hver var fyrsta platan sem þú keypt- ir (eða besta)? Midt om natten, eftir Kim Larsen. Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí? Æh ég veitþað nú ekki, syng nú ekki vel. Hverju missirðu helst ekki afí sjón- varpinu (fyrirutan fréttir)? Kroniken á sunnudögum. Þá verður Steiniað svara símanum! Besta bíómyndin? Á enga uppáhalds bíómynd en mér finnast íslenskar og danskar bíó- myndir yfirleitt góðar. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Eitthvað gott i gogginn, eins og vín- ber eða súkkulaði Hvað er ímorgunmatinn? Danskt rúgbrauð með osti og kaffi. Uppáhalds málsháttur? Á engan uppáhalds málshátt en einn sem ég hef ekki fundið á islensku kemur stundum upp í hugann: Hvad der kommer let, gár let! Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Knold og Tot. Hvert ersnilldarverkið þitt í eldhú- sinu? Búa til uppvask handar Steina. Hver er uppáhalds bókin þín? Ég mætti lesa meira en Frk. Smil- las fornemmelse for sne eftir Peter Hoeg er eftirminnilega og Börn regnbogans eftir Birgitta Halldórs- dóttir sem ég las í vetur var lika ágæt. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... .../'kaffi til mömmu og pabba. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Að ég er oft á síðustu mínútunni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Það ferekkertítaugarnirámér, all- ir er svo indælir! Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Er ekki með hugann við fótbolta. Hvaða íþróttamanni / dómara hef- urðu mestar mætur á? Engum sérstökum, en það er alltaf gaman að hafa góða íþróttamenn hvort sem þeir eru íslenskir eða danskir. Kim Larsen eða Shu-Bi-Dua? Kim Larsen stendur fyrir sínu, en Shu-bi-dua gera frábæra texta. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Nelson Mandela. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Góða bók, bjórkippu og Jóna gold epli. Hvað er best I heimi? Að fara á hestbak á heiðina á fall- egu sumarkvöldi. Að hvaða leiti eru íslendingar ólíkir Dönum? Danirplana allt- Islendingarekkert. Danir lifa til að geta borðað - íslen- dingar borða til að geta lifað. Danir safna frítíma - íslendingar safna peningum. íþróttafréttír Reiðkennsla hestamannafélaganna í Skagafirði Endað með töltkeppni og pizzuveislu á Svaoastöðum Þáttakendur í Stubbaflokki voru ekki allir háir í loftinu en gætu þá hægiega verið framtiðar knapar héraðsins, Sunna og Þórdís Þórarinsdætur rauðkiæddar og Elin Björnsdóttir. Unglingaflokkur. Fimm efstu i töltkeppni. Frá vinstri Þórey Magnúsdóttir.Hallfriður Óladóttir.lngunn Kristjánsdóttir.Sigurlín Magnúsdóttir og Ingunn Sandra. Lokapunktur á reið- kennslu barna og unglinga í Skagafirði var settur í reiðhöllinni Svaðastöðum sl. laugardag. Þá sýndu krakkarnir hvað þau hafa lært í hesta- mennskunni undan- farnar vikur og tóku við verðlaunapeningi. Auk þesss var keppt í tölti í tveimur flokkum og þar fengu fimm efstu að sjálfsögðu verðlaunapening. í lokin var svo heilmikil pitzu veisla fyrir krakkana. Á þennan viðburð mætti auk krakkanna fjöldi aðstandenda. Þeir komu að sjálfsögðu til að fylgjast með ungviðinu og hvetja það til dáða því þarna eru margir að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Mátti með sanni segja að á þessari samkomu skein gleði úr hverju andliti. Þaðeru hestamannafélögin þrjú í Skagafirði sem standa að kennslunni, en Anna Jóhannesdóttir á Hjalta- stöðum og Þórhildur Jakops- dóttir á Sauðárkróki hafa haft umsjón með starfseminni í vetur. Anna sagði í samtali við fréttamann að kennslan hefðu byrjað í lok janúar og verið aðra hverja helgi síðan. Um sextíu og fimm krakkar á aldrinum 5- f5 ára hafa stundað námið. Þeim er raðað í flokka eftir aldri en einnig tekið tillit til getu og þroska hvers og eins. Anna sagði ánægjulegt hvað mikill áhugi hefði verið fyrir þessu og líka að þarna væru að koma inn krakkar úr fjölskyldum sem ekkert hefðu tengst hestamennsku til þessa. Anna sagði að reiðkennarar í héraðinu hefðu annast kennsluna til skiptis en einnig hefðu unglingar komið að kennslunni og staðið sig með ágætum. Þess má svo að lokum geta að sveitarfélögin í Skagafirði styrkja þetta unglingastarf myndarlega og hafa gert síðan það var sett á laggirnar með tilkomu reiðhallarinnar Axel Kárason, sem leikið hefur með meist- araflokki Tindastóls í körfunni síðustu fimm árin, hefur skrifað undir eins árs samning við lið Skallagríms í Borgar- nesi. Axel mun stunda nám við Háskólann á Hvanneyri næsta vetur. Valur Ingimun- á sínum tíma. Einnig styrkti Kaupfélag Skagfirðinga lokahófið með því að gefa alla verðlaunapeningana. darson, þjálfari Skallagríms, segir Axel vera hvalreka á fjörur Skallagrímsmanna. Kári heiðraður Þing KKÍ fór fram um helgina á ísafirði en þar var þjálfari Tindastóls í körf- unni, Kári Marísson, sæmd- ur gullmerki KKI og er sann- arlega vel að því kominn. ÖÞ: Feðgar í fréttum Axel skiptir um lið smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is / óskilum Jakkaskipti urðu á Löngumýri siðasta spiladag fyrir páska, 22. mars. Ég kom heim með Ijós- drapplitaðan jakka með nælu í öðru kragahorninu. Vantar minn sem einnig er drapplitaður. Upplýsingar t síma: 453-5414, Kristin. Mjólkurkýr til sölu Til sölu nokkrar ágætar mjólkurkýr. Einnig 3 kvígur - burðurjúli, ágúst. Simi: 846 1283. Hryssur til sölu Tvær brúnskjóttar hryssur til sölu, 11 og 6 vetra. Upplýsingar i síma 453 8106.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.