Feykir


Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 04.05.2005, Blaðsíða 3
17/2005 Feykir 3 Kosningaskjálfti kaupfélagsstjóra Gísli Gunnarsson skrifar í síðasta tölublaði Feykis var greint frá aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga og frá þeim gleðilegu tíðindum að rekstur KS hafi aldrei gengið eins vel og á síðastliðnu ári. Því hljóta allir Skagfirð- ingar að fagna. Auk þess að vera vel stjórnað byggir rekstur slíks fyrirtækis á því, að það samfélag sem á bakvið það stendur sé öflugt og vaxandi. Þar skiptir miklu sú umgjörð sem stjórnvöld setja, svo og að innri uppbygging sveitarfélagsins sé í góðu lagi. Þannig fer saman hagur fyrirtækis og sveitarfélags. Því kom það mér verulega á óvart að kaupfélagsstjóri skuli nota aðalfund KS til að skeyta skapi sínu á sveitarstjórn- armönnum í Skagafirði, eins og fram kom í ræðu hans og birtist á forsíðu Feykis. Þar segir kaupfélagsstjóri að hann hafi lagt á það áherslu við sveitarstjórnirnar í Skagafirði, að taka upp samstarf við fyrirtæki um framþróun í atvinnulífi og að marka stefnu varðandi raforkuframleiðslu í héraðinu. Hvorugt hafi gengið eftir. Þarna fer kaupfélagsstjóri með rangt mál. Þetta hefur gengið eftir, þó það sé reyndar ekki kaupfélasstjórans að segja sveitarstjórnarmönnum fyrir verkum. Ég hélt að allir Skagfirðingar vissu að Skatastaðavirkjun hefúr verið sett inn á aðalskipulag sveitarfélagsins og þannig mörkuð metnaðarfull stefna varðandi raforkuframleiðslu. Varðandi atvinnumál þá hafa sveitarstjórnarmenn verið boðnir og búnir til samstarfs \'ið ýmiss konar uppbyggingu, og má í því sambandi nefiia þátt sveitarfélagsins varðandi uppbyggingu á Hólastað og í húsnæði Fiskiðjunnar við höfnina. Hins vegar þegar leitað var eftir aðstoð KS til varnar því að Akureyringar keyptu Loðskinn var enginn vilji til þess, þó svo að KS leggi til yfir 100 þúsund gærur, sem nú eru fluttar úr héraði til fullvinnslu. Þó að kaupfélagsstjóri viti ekki af neinni stefnu varðandi raforkuframleiðslu víkur hann engu að síður að Skata- staðavirkjun og fer mikinn. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að Héraðsvötn ehf. fái rannsóknar- og virkjunarréttinn við Skatastaði, en Landsvirkjun ekki. Gangi það ekki eftir flokkast það sem tilræði við Skagfirðinga að mati kaupfélagsstjóra, og segir að þeim ráðamönnum hér sem stuðli að því að Landsvirkjun fái virkjunarréttinn beri að segja af sér trúnaðarstörfum fyrir Skagfirðinga. “Ég vona að enginn sveitarstjórnarmaður leggist svo lágt að sitja á svikráðum varðandi þessi mál” - segir kaupfélagsstjórinn! Ég trúi því ekki að kaup- félagsstjóra sé ekki kunnugt um, að það eru ekki sveit- arstjórnarmenn sem veita virkjunaraðilum rannsóknar- og virkjunarleyfi. Það er Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra sem það gerir, svo hæg ættu að vera heima- tökin. Eða er kaupfélagsstjóri að segja að þeir sveitar- stjórnarmenn sem þáðu fund- arboð Landsvirkjunar í V arma- hlíð sl. vetur séu tilræðismenn sem sitji að svikráðum? Eða flokkast ég undir þessa skilgreiningu kaupfélagsstjóra vegna þess að ég átti fund með stjórnendum Landsvirkjunar, þar sem ræddir voru möguleikar þess að rafmagn frá Blöndu yrði nýtt í Skagafirði um leið og ég áréttaði að það rafmagn sem fengist frá Skatastaðavirkjun yrði nýtt til atvinnusköpunar í Skagafirði, hver svo sem fengi virkjun- arréttinn? Sveitarstjórnar- menn í Skagafirði eru vissulega tilbúnir að fúnda með Héraðsvötnum ehf. ef slíkt stæði til boða. Kaupfélagsstjóri talaði ekki um tilræði eða svikráð þegar flokkssystkini hans í Framsóknarflokknum stóðu fýrir sölu á Rafveitu Sauðárkróks úr héraði. Eignarhald okkar á því dreifikerfi var forsenda þess að sveitarfélagið gerðist aðili að Villinganesvirkjun á sínum tíma. Hvenær eiga stóru orðin við? Sem félaga í KS mislíkar mér það, að kaupfélagsstjóri skuli nota aðalfundi félagsins í pólitískum tilgangi. Maður sem talar svo niður til lýðræðislegra kjörinna sveit- arstjórnarmanna í Skagafirði, bæði austan og vestan vatna, getur varla verið að óska eftir samráði eða samvinnu við sveitarstjórnirnar. Enda eru skilaboðin þau, að þeir sem ekki eru sannnála kaupfél- agsstjóra eigi að segja af sér. Ritstjóri Feykis hefði átt að velja annað efni á forsíðu blaðsins. Ég óska Skagfirðingum gleðilegs sumars og óska Kaupfélagi Skagfirðinga hagsældar, íbúum héraðsins til heilla. Gísli Guimarsson, forseti sveitarstjómar svf. Skagafjarðar. Kaupfélag Skagfirðinga Fjórir heiðraðir Frá vinstri Haraldur Hjálmarsson, Efemia Björnsdótir, Sigriður G.Sigurðardóttir og Inga Valdis Tómasdóttir. Mynd ÖÞ: Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga sl. lau- gardag afhenti Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri fjórum starfsmönnum viðurkenningu félagsins fýrir langt og farsælt starf í þágu félagsins en þeir höfðu þá all- ir starfað hjá KS í 25 ár. Þau sem þessa viðurkenningu hlutu eru á myndini hér fyrir ofan. Héraðsmót UMSS í hestaíþróttum Mótið fer fram á Sauðárkróki dagana 7. og 8. maí. Forkeppni hefst kl: 10:00 á laugardag en úrslitn fara fram á sunnudaginn og hefjast kl: 13:00. Hestaíþróttaráð Skagafjarðar Feyki vantar blaðamann — æskilegt að viðkomandi hafi góða tölvukunnáttu Upplýsingar veitir Árni Gunnarsson ritstjóri Feykis í síma 455 7100 eða arnig@krokur.is Feykir netkönnun Hvern eftirtalinna hefurðu fílað best upp á síðkastið? BobbyFisher, íslenska heimsmeistarann! (10.7%) José Mourinho, þjálfara Chelsea! (13.2%) Reyni Traustason, blaðamann og prufusmyglara! (9.4%) George Bush, forseta Banda- ríkjanna! (5.1%) Jónínu Ben, rannsóknarkonu viðskiptalífsins! (23.9%) Auðunn Blöndal, til að nefna einn óþekku Strákanna! (32.9%) Viðskiptajöfurinn, einhvern þeirral (4.7%) Hægterað taka þátti könnunum sem birtastí Feykimeð þvi að fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skalað könnunin er meira tilgamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Ráðið í stöðu framkvæmdastjóra Forsvars Stjóm tyrirtækisins Forsvars ehf. á Hvammstanga hefúr ráðið Gunnar Halldór Gunnarsson í stöðu framkvæmdastjóra frá og með 1. júní nk. Gunnar Halldór er fæddur 1958 og er viðskiptaffæðingur B.Sc. frá Tækniháskóla fslands 2005. Hann lauk prófi ffá Stýriman- naskólanum í Reykjavík 1982 og starfaði um árabil sent stýri- maður á íslenskum skipum. Hann stofnaði og rak firirtækið Nýjar víddir ehf ásamt lleirum. Hann hefúr starfað að kynning- armálum hjá Orkuveitu Reykja- víkur ffá árinu 2001. Fráfárandi ffamkvæmdastjóri Forsvars ehf, Karl Sigurgeirs- son verður í hálffi stöðu hjá fyrirtækinu, einkum við umboð Sjóvá og önnur þjónustustörf. Hinirsömusf. opna framköllun og verslun Hinir sömu sf. á Sauðárkróki hafa opnað framköllunarþjón- ustu og verslun með tengdar vörur að Kaupangstorgi 1, þar sem Bókabúð Brynjars var til húsa. Fyrst um sinn verður lögð áhersla á ramrna, prentpappír og vörur tengdar framköllun og ljósmyndun. Foropnun var síðastliðinn mánudagkl. 13:13. Þar eð eigendur Hinna sömu eru báðir á fertugsaldri er 40% afsláttur á framköllun fyrstu vikuna.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.