Feykir - 11.05.2005, Blaðsíða 5
18/2005 Feykir 5
héraði. Það var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum
á aðalfundi kaupfélagsins að
skora á stjórnvöld að veita
heimaaðilum rannsóknar-
og virkjunarrétt varðandi
Skatastaðavirkjun.”
- Nú er það öllum Ijóst
að kaupfélagið kemur
víða við í atvinnumálum
héraðsins. Því hljóta að
koma upp atvik þar sem að
skiptar skoðanir eru um
það hvernig kaupfélagið
kemur að málum. Eitt af
þeim eru málefni Sparisjóðs
Skagafjarðar. Hvernig
sérð þú fyrir þér framtíð
Sparisjóðsins?
„Það má öllum vera ljóst að
auka þarf verulega eigið fé
sparisóðsins til þess að hann
eigi rekstrargrundvöll. Eigið fé
sparisjóðsins er um 30 milljónir
sem þýðir mjög
takmarkaða
starfsmöguleika
sjóðsins. Til
samanburðar
má geta þess
að eigið fé
Sparisjóðs
Mýrasýslu í
Borgarnesi
er um kr. 1,5
milljarðar. Því
er forsenda fyrir
vexti sjóðsins
að eigið fé verði
aukið verulega
og í mínum
huga er það mjög mikilvægt að
þátttakendur í þeirri aukningu
verði fýrirtæki og einstaklingar
í Skagafirði. Ekki er óvarlegt
að auka þurfi eigið fé sjóðsins í
um 300-400 milljónir á næstu
þremur árum.
Hins vegar er Ijóst að
dýrmætur tími hefur tapast
þar sem aðilar hafa ekki komið
sér saman um framtíðarsýn og
sjóðurinn ekki náð að þróast
á sama tíma og mikill vöxtur
hefur verið í fjármálastarfsemi
í landinu. Því tel ég brýnt
að sem víðtækust samstaða
náist um stofnfjáraukningu
og vöxt sjóðsins til að vinna
að Skagfirskum hagsmunum
til framtíðar og auka hér
fjárhagslegt sjálfstæði og skapa
störf. Því vona ég að úr rætist
varðandi þann áherslumun
sem verið hefur í málinu sem
fyrst.”
- Nú er ljóst að forsenda
velgengni í byggðamálum
er m.a. öflugt atvinnulíf.
Hvernig metur þú stöðu
Skagafjarðar í þeim efnum?
„Eins og áður hefur komið
fram hefur rekstrarumfang
KS vaxið mjög á síðustu
árum og efnahagsleg styrking
þess er veruleg. Ég vona að
það sama eigi við um aðra
atvinnustarfsemi í héraðinu.
Því ættu fyrirtækin að hafa
verulega burði til að auka
starfsemi sína enn frekar
á næstu árum og fjölga
atvinnutækifærum.
Landfræðileg lega héraðs-
ins og auðlindir þess gefa
alla möguleika á því að hér
verði blómleg byggð og
kraftmikið atvinnulíf á næstu
árum. Skagafjörður, sem
er mikið framleiðsluhérað
bæði til lands og sjávar,
byggir þróttmikið og vel
menntað fólk. Fjarlægðin á
aðalmarkaðsvæði landsins
og stærstu útflutningshöfh
er alltaf að styttast og á enn
eftir að styttast. Því ætti
samkeppnisstaða okkar í þeim
efnum að vera
nokkuð góð.
Hins vegar
þarf fleira að koma
til, til að byggð vaxi
og at\'innulíf nái
til að dafha. Eitt
af þeim atriðum
er góð þjónusta
á þeim þáttum
sem er á höndum
sveitarfélaganna.
Grundvöllur slíkrar
getu til framtíðar er
traustur og góður
rekstur. Ég get ekki
neitað því að ég hef
verulegar áhyggjur af því að
eiginfjárstaða sveitarfélagsins
Skagafjarðar rýrnar milli
áranna 2002 og 2003 um 200
milljónir og gert er ráð fýrir
áframhaldandi rekstrarhalla
í framlagðri fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins fyrir næstu ár,
en rekstrarniðurstaða ársins
2004 hefur ekki verið birt.
Það er skoðun mín og
rnargra annarra sem velt hafa
þessum málum fyrir sér að eina
raunhæfa aðgerðin til að bæta
rekstrarstöðu sveitarfélagsins
er aukin atvinnustarfsemi
sem leiðir af sér auknar tekjur
fyrir sveitarfélagið. Því hef ég
undanfarið talað fyrir því að
atvinnulífið og sveitarfélögin
taki upp náið samstarf um
það með hvaða hætti sé hægt
að snúa þessari þróun til betri
vegar, því sama lögmál gildir
um sveitarfélög, fýo-irtæki og
einstaklinga að langvarandi
taprekstur með tilheyrandi
skuldasöfnun leiðir til ógæfu.
Þetta er eitt af brýnustu
verkefnunum á næstu árum.”
„En framtíðarsýn
mín persónulega
varðandi þessi
mál erað eins-
taklingum og
fyrirtækjum
í Skagafirði
gefist kostur á
að vera hluthafar
í uppbyggingu
raforkuvera í
héraði"
SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR
Leikskólakennarar
Leikskólann Glaöheima, Sauöárkróki vantar leikskólakennara
fyrir næsta skólaár, viökomandi þarf aó geta byrjaö l.ágúst n.k.
Fáist ekki leikskólakennarar kemur til greina aö ráöa fólk með aöra
uppeldismenntun eða reynslu.
Laun samkvæmt kjarasamningum F.L. og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 31.maí n.k.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í
síma 4556120 eöa á netfanginu gladheim@skagafjordur.is.
Skagafjörður
RÁÐHÚSIÐ SKAGFIRÐINGABRAUT 21 SAUÐÁRKRÓKUR SIMI 455 6000
SAUÐÁRKRÓKSSÓKN
Aðalfundur Sauðárkrókssafnaðar
verður haldinn þriðjudaginn 17. maí kl. 20:00.
Fundurinn hefst með bænastund í Sauðárkrókskirkju
en venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 20:30
í Safnaðarheimilinu.
Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju
Hvítasunnudagur
Messakl. 14:00.
í messunni verða þrjú ungmenni fermd
og eitt kríli borið til skírnar.