Feykir


Feykir - 13.07.2005, Síða 2

Feykir - 13.07.2005, Síða 2
2 Feyfcir 27/2005 Menningarsjóður Höfðahrepps Trékyllisvík á Ströndum Hallbjjöm fær styrk úr Menningarsjóðnum MenningarsjóðurHöfða- hrepps ákvað nú á dög- unum að veita Hallbirni Hjartarsyni, verslunar- manni á Skagaströnd, styrk að upphæð 300 þús. krónur. Eins og fram kemur á Hú- nahorninu, vefmiðli Austur- Húnvetninga er styrkurinn veittur vegna óbilandi þraut- seigju Hallbjörns við að halda úti hinu einstaka Kán- trýútvarpi og jafnframt fyrir að hafa skapað þá sérstöku Kántrý-ímynd sem veitt he- fur Skagaströnd sérstöðu og skapað einkenni í men- ningarlífi. Þá er Hallbirni einnig veittur þessi mennin- garstyrkur vegna þeirrar tón- listar senr hann hefur skapað og veitt bæði íbúum Skagas- trandar og öðrum íslendin- gum ótaldar ánægjustundir. í stuttu samtali við Feyki, sagðist Hallbjörn hafa átt von á flestu öðru en að hljóta syrk sem þennan, sérstaklega í ljósi þess að í upphafi hafi fáir haft trú á því sem hann væri að gera. Þetta væri því mikil uppörvun fyrir hann sem gæfí honum góðan meðbyr, ekki hvað síst þar sem þessi viðurkenning komi úr hans heimabyggð. Aðspurður segist Hallb- jörn ætla að nota styrkinn að mestu til að endurbæta aðstöðu til útsendinga í Skagafirði, en hann mun taka upp þráðin þaðan sem frá var horfið í ágúst í fyrra þegar tækinn til útsendin- garinnar biluðu. Þá mun hann flytja sig um set frá Hofsósi í nýja og be- tri aðstöðu í Reiðhöllinni á Sauðárkróki, en útsending- ar þaðan munu fara í loftið innan tíðar. Á honum sé því engan bilbug að finna og ætl- ar hann að halda áfrarn þenn an veg svo lengi sem guð lof- ar. Leiðari Stundwn vaknarsú hugmynd að Skagftrðingar séu mjöghógvœrir, þó þaðgeli uð vísufnrið rí wuum reg við önnur tœkifœri, seni er náttúrulega önnursaga. Hérhafa viðhaldistgöniulgildi lenguren víða annars staðar rí landsbyggðinni og ckki rístœða að þegjn yftrþví, jufnvel þó einhverjum þyki það hversdagslegt og ckki uintalsvert, sem bendir ótvírœtt á ineðfivdda hógvœrð. Staðreyndin erað hérhalda velli margar dreifbýlisatvinnugreinar, sem því tniður hafa horfiðfrá öðrum stöðum og þeirfyrir vikið mikið fátækari. Allri vinnu fylgir inenning og lífshœttir sem glatast þegar starfsemi leggst niður. Hcr erþessu öðruvísi farið, nœgir að ttefna k'aupfélag Skagfirðinga scm heldur tippi fiskveiði, mjólkurvinnslu, kjöt- ogfiskvinnslu ogstendur með blóma. Vissulega hefurþurft að laga þessa þœtti að breyttu umhveift, en slíkt hefur œtíð orðið að gera á öllum tímum. Þetta lukkaðist í Skagafirði en því miður ekki annars staðar, slíkl cr á mörgum stöðum eifitt og annars staðar mikið böl. Því segi ég þetta að ntenn stæra sig ekki svo mjög af þessu oggeri þeir það hafa mín eyru ckki numið þœr umræður. En til allrar lukku erum við ekki raddlaus íþeim kór sem syngur uni ágæti eigin byggðarlags á tyllidögum allt i kringum ísland. Allir vita að hér eru bcstu hestar og knapar og reiðaðstaða sú besta á landinu. Einnig að livergi í heimi stendur kórsöngur incð mciri blóma. Réttara væri að segja að kórsöngur okkar er háværastur í Hciini - cn það er önnursaga. HJ Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum IFeykir Útgetandi: Feykirhf Skrifstola: Aóalgötu21, Síiuðárkróki Biaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Sími 455 7100 Biaðamenn: Úli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson Stella Hrönn Jóhanns- dóttir feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Áskriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasötuverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinirsömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Minnisvarði afhjúpaður Laugardaginn 9. júlí sl. var að viðstöddu fjölmenni afhúpaður í Trékyllisvík á Strönd- um minnisvarði um þrjú fyrstu fórnarlömb galdrafársins á Vest- fjörðum á 17. öld. í tilefni afhjúpunarinnar var haldið að aftökustaðnum þar sem Rakel Valgeirsdóttir, safnvörður hjá Kört rninja- safni og þjóðfræðinemi, flutti hugvekju um ástandið í íslen- sku þjóðlífi á 17. öld og Ólína Þorvarðardóttir, skólameist- ari Menntaskólans á ísafirði, flutti erindi um hin svoköll- uðu Trékyllisvíkurmál. Það var Valgeir Benedikts- son hjá Minja- og handverks- húsinu Kört í Trékyllisvík sem átti hugmyndina af því að reisa þennan minnisvarða, en hann sarndi textann á minnismerkinu og lagði fram tillögur að myndskreytingum og útliti sem listafólkið Ómar Smári Kristinsson og Nina Ivanova í Æðey í ísafjarðar- djúpi útfærðu. Þykir minn- isvarðinn sérstakur, en hann er stór steindrangur skre)t- tur minningarskildi þar sem myndir og texti var unnin í tölvu og síðan brenndur í ál. Örtygur Hálfdanarson ræðir við konu dr. Hetga Schweizers á sýningunni. Byggðasaga Skagafjarðar Einstakar þjóðminjar Þann 19. júní s.l var opnuð Ijósmyndasyning i Minjahúsinu, sem ber nafnið Glöggt er gests augað - íslandsmyndir ferðalanga frá fimm löndum. Þar eru sýndar um 200 ljósmyndir og teikningar sem ferðalangar tóku og gerðu á ferðum sínum um ísland frá 1836 og fram um 1980. Myndirnar eru úr safni Örlygs Hálfdanarsonarbókaútgefanda og frá ijölskyldu Dr. Bruno Schweizer, en hann ferðaðist um landið á árunum milli stríða. Örlygur og afkomendur Brunos afhentu Skagfirðingum myndasöfnin til varðveislu við opnun sýningarinnar en heildarfjöldi ljósmyndanna er um 20.000. Meðal annars eru í safninu ljósmyndir Daniel Bruun, sem ferðaðist um ísland um og eftir aldamótin 1900 og myndir Páls Jónssonar bóka- varðar og ferðamálafrömuðar, en nryndasafn hans er gríðarmikið að vöxtum. Að sögn Unnars Ingvars- sonar héraðsskjalavarðar er um að ræða stórmerkilegt myndasafn og að flestu levti einstakt. “Skagfirsku söfnunun er sýndur mikil heiður með því að afhenda þeim til varðveislu þetta ljósm)Tidasafn auk þeirra gripa sem Örlygur átti í sínum fórum. Okkar bíður nú það hlutverk að gera þessi söfn aðgengileg fj'rir almenning og er ljósmyndasýningin í Minjahúsinu fyrsta skrefið í því. Hugmyndin er síðan að gera hluta þessa safns aðgengilegt á Netinu”. Viðstödd opnun sýningar- innar voru m.a. Dr. Helgi Schweizer, kona hans og dóttir, en Helgi er sonur Brunos. Hann gaf fyrir sitt leyti myndir föður síns til Skagafjarðar og sagði m.a. í ávarpi að hann væri afar ánægður með það að myndirnar yrðu varðveittar hér til framtíðar. Dr. Bruno Schweizer var fáum íslendingum kunnur til skamms tíma. Árið 2003 gaf bókaforlagið Örn og Örlygur úr stórvirkið Úr torfbæjum inn í tækniöld, einstakar bækur um lífið á íslandi á árunurn rnilli stríða. I þriðja bindi þess verks eru margar af ljósmyndum haris. „Bruno Schweizer var stórmerkur fræðimaður. Hann stundaði rannsóknir fýrst og frernst á sviði málfræði en einnig þjóðfræði og þess vegna lá leið hanstil Islands, fýrstárið 1935” segir Unnar Ingvarsson. „Ljósmyndirnar eru einstakar þjóðminjar, kannski eru Ijósmyndir hans 1 hópi merkilegustu ljósmynda sem teknar voru hér á landi á fýrri hluta 20. aldar. Hann hafði mjög nærnt auga fyrir þeim breytingum sem íslenskt þjóðfélag var að ganga í gegnum svo hann myndaði og mældi það sem fyrir augu bar af mikilli nákvæmni. Á Islandi kvæntist hann íslenskri konu, Þorbjörgu Jónsdóttur og tengsl hans og fjölskyldu við ísland voru alltaf sterk. Eftir að hann fór ffá íslandi stundaði hann m.a. rannsóknir í Tírol og er nú verið að vinna að því að gefa út mikið ritverk um þær með tilstyrk Guggenheim stofnun- arinnar í Bandaríkjunum.” Sýningin í Minjahúsinu verður opin alla daga í sumar frá kl: 14:00-18:00.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.