Feykir


Feykir - 13.07.2005, Qupperneq 7

Feykir - 13.07.2005, Qupperneq 7
27/2005 Feykir 7 íþróttafréttir Barna- og unglingastarf Argangur: 1963 Fjölskylduhagir: Giftur fimm barna faðir. Starf / nám: Hljóðmaður / Fjölbraut. Hestöfl: Já. Hvað er í deiglunni: Þarf að athuga það. Hvernig hefurðu það? Mjög gott. Hvernig nemandi varstu? Mjög góður. Hvað er eftirminnilegast frá ferming- ardeginum? Bíóferðin. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðirstór? Sýnilegur. Hvað hræðistu mest? Hunda. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Dark Side Of The Moon. Hvaða lag ertu líklegastur til að syn- gja í Kareókí? Fale rí fale ra. Hverju missirðu helst ekki af í sjón- varpinu (fyrir utan fréttir)? Dagskrálokum. Besta bíómyndin? Kúrekar Norðursins. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Pal- trow? Angelina Jolie og Angelina Jolie. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Pilsner. Hvað er í morgunmatinn? Herbalife. Uppáhalds málsháttur? Margur er knár þótt hann sé smár. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mesttil þín? Línan. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhú- sinu? Kveikja á útvarpinu (kvöldfréttir). Hver er uppáhalds bókin þín? Alfinnur álfakongur. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...til Tíbet. Hvað fer mest í taugarnar áþérí fari þínu? Jákvæðni, hefuroftkomið mérí vand- ræði. Hvað fer mest í taugarnar áþérí fari annarra? Neikvæðni. Enski boltinn - hvaða lið og hvers vegna? Arsenal - unnu tvöfalt 1971 minnir mig. Hvaða íþróttamanni / dómara hef- urðu mestar mætur á ? Alla Munda/Pálma Sighvats Heim íBúðardal eða Diskó Friskó? Heim í Búðardal (Hannes). Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Lennon. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Hljóðfæri - Band - hlutabréf. Hvað erbestíheimi? Er þetta ekki Feykir? Hvað er skagfirskt? Standa inn á karlaklósetti í Miðgarði í hóp með öðrum köllum og öskra eins og maður getur eldrauður í framan, komin með utanáliggjandi æðak- erfi af söngátökum í þeim furðulega tilgangi að einhverjar konur heyri í manni! (rangt staðarval) Kanntu góðan trommarabrandara? Hvað svo á ég að klappa? Golfmaraþon GSS Fimmtudaginn síðasta spiluðu ungir golfmaraþon á Hlíðarendavelli. Rétt eins og fótbolta- kapparnir lentu Stólarnir orðnir neðstir í 2. deildinni_ Skandall á Króknum Lið Tindastóls færðist á fimmtudagskvöldið í neðsta sætið í 2. deild- inni þegar liðið tapaði fyrir Leiftri/Dalvík með tveimur mörkum gegn sex. Leikurinn var framan af ágæt skemmtun en tvennt einkenndi þó leikinn öðru fremur; gríðarleg rigning og dómgæsla Áskels Þórs Gíslasonar sem eins og jafnan áður var vond. Leikurinn hófst við fínar aðstæður og á 6. mínútu gerði Snorri Geir Snorrason glæsilegt mark með góðri sendingu utan af kanti. Jón Örvar Eiríksson jafnaði á 10. mínútu með laglegu skalla- marki fyrir L/D og liðin skiptust á um að sækja. Áskell dómari hóf strax frá byrjun mikil spretthlaup urn völlinn til að sýna leik- mönnum gul spjöld, en þrátt fyrir það var leikurinn alls ekki grófur. Á 32. mínútu fékk Stefán Arnar Ómarsson að líta sitt annað gula spjald og var vísað af velli. Snorri Geir fékk í franthaldinu spjald fyrir að mótmæla dómnum og var það fimmta spjaldið sem Áskell gaf. Eftir þetta sóttu L/D stíft og Ingvi Hrafn Ingvason kom þeim yfir á 38. mínútu með skalla. Stólarnir mættu engu að síðar baráttuglaðir til síðari hálfleiks þrátt fyrir ógurlega rigningu en Helgi Þór Jónasson skoraði fyrir L/D á 48. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Ingvi Hrafn Ingvason fjórða markinu við. Varnarleikur Stólanna var ekki glæsilegur Hartbaristi leik frá þvl fyrrísumar. ir í úrhellisrigningu urn kvöldið en létu það ekki á sigfá. Til stóð að golfararnir gistu í tjöldum um nóttina á golfsvæðinu en það voru víst fáir sem létu sig hafa það eftir úrhellið. Hvað um það; leikn- ar voru 1600 holur í maraþoninu og að sögn Gunnlaugs Erlendssonar golfkennara þá gætu þetta talist vera um 10 þúsund högg. Um 40 krakkar tóku þátt í maraþoninu en ríf- lega 60 krakkar æfa golf á Króknum í sumar. á þessum kafla og ekki skánaði ástandið þegar Snorri Geir Snorrason fékk að Iíta sitt annað gula spjald fyrir ljótt brot. Þá fékk læknir Stólanna, örn Ragnarsson, einnig að líta rauða spjaldið. Eftir þetta reyndu Stól- arnir að stoppa í varnargötin og ýttu Mladin fram þar sem hann átti að reyna að halda boltanumoggefasamherjum sínum færi á að koma upp völlinn. Helgi Þór Jónasson bætti við fimmta markinu á 66. mínútu eftir þunga pressu en eftir þetta komust Stólarnir aðeins betur inn í leikinn og áttu nokkra ágæta spretti í átt að marki gest- anna. Á 75. mínútu fékk Uic Mladen gefins aukaspyrnu rétt fýrir utan vítateig L/D og skoraði glæsilega úr henni Stuðningsmenn Stól-anna vildu að sínir menn jöfnuðu nú leikinn í hvelli en því miður þá var það William Geir Þorsteinsson sem gerði sjötta mark L/D með þrumuskoti. Úrslitin 2-6. Hörmuleg niðurstaða fyrir Stólana sem eru nú orðnir neðstir í 2. deild og missa að auki tvo leikmenn í bann í næsta leik. Ekki þýðir þó að leggja árar í bát enda öll seinni umferðin eftir og vonandi færir sú umferð liðinu fleiri stig og færri heimsóknir frá Áskeli dómara. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Bíll til sölu Til sölu blár lW Passat Com- fortline árgerð 2001, ekinn 62þús Mjög vel með farinn. Verð 1.500.000 kr Nánari upplýsingar gefur Rúnar í síma 865-6000" Bakaraofn til sölu Bakarofn, plata með fjórum hellum, eldhúsvifta og raf- magnssteinagríll. Uppl. í sima 453-8106. Ýmislegt Vantar yfirbyggða jeppakerru, farangurskerru, á sama stað eru þrír hnakkar til sölu og gangur af 14“ sumardekkjum og 15“ nelgdum vetrardekkjum. Uppl. í síma 8697440

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.