Feykir


Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 3
29/2005 Feykir 3 Fluga með sýningu í Reiðhöllinni 19.- 21. ágúst Landbúnaðarsýning á Sauðárkróki Fyrir dyrum stendur að halda landbúnaðarsýningu á Sauðárkróki 19. -21. ágúst. Það er Fluga hf, félagið sem á og rekur Reiðhöllina Svaðastaði, sem er í forsvari fyrir sýningunni en búgreinafélögin í Skagafirði svo og Leiðbeiningamiðstöðin ehf koma að undirbúningi og framkvæmd ákveðinna þátta. Aðdragandi þess að halda á að nýta Reiðhöllina meira og þessa sýningu er ekki langur betur og þá sérstaklega að en forsvarsmenn Flugu hf. sumrinu og ein hugmyndin hafa velt fýrir sér möguleikum sem upp kom var landbúnaðarsýning. Þegar svo Félag kúabænda í Skagafirði leitaði eftir að fá að halda kúasýningu í Reiðhöllinni þá var ákveðið að stíga skrefið alla leið og koma á laggirnar landbúnaðarsýningu sem stæði undir nafni. Jafnframt stendur hugur manna til þess að festa slíka sýningu í sessi annað hvert ár hér í Skagafirði. Gerður var samningur við fyrirtækið Mark markaðsmál ehf urn að selja hugmyndina til þjónustuaðila bænda og hefur það gengið ágætlega og munu nokkrir tugir fyrirtækja kynna þarna vörur sínar og þjónustu s.s. búvélasalar, tryggingafélög og bankar svo eitthvað sé nefnt. Sýningin hefst á föstudegi og stendur til sunnudags og verður eitt og annað í boði þessa daga. Föstudagurinn er hugsaður fyrir bændur sem vilja gefa sér góðan tíma til þess að spá og spekúlera í það sem þarna er í boði en yfir helgina verður meira umleikis. Af dagskráatriðum má nefna kúsýningu, kálfateymingar, íjárhundasýningu og hrúta- dóma einnig munu Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Hólum bjóða upp á fræðsluerindi. Síðsumarssýning kynbótahrossa á Norðurlandi vestra Síðsumarssýning kynbóta- hrossa á Norðurlandi fer frarn þessa daga á Sauðárkróki og verða dórnar frá þriðjudegi til fimmtudags en það ræðst af fjölda hrossa hve langan tíma þarf til dómstarfa en yfirlitssýning hefst um hádegi áföstudag. Nánari upplýsingar er að finna á horse.is. Jafnframt standa hesta- mannafélögin i Skagafirði fýrir hestamóti þessa helgi á félagssvæði Léttfeta á Sauðár- króki. Þarna verður gæðinga- keppni, tölt- og skeiðkeppni og er keppnin opin öllum sem áhuga hafa; nánari upplýsingar um hestamótið verður að finna á netmiðlum hesta- manna. Af framan sögðu er ljóst að rnikið verður um að vera þessa daga á Sauðárkróki og það sem í boði er bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Að lokum má geta þess að aðgangseyrir fýrir fullorðna er kr. 1.000,- fyrir alla dagana og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auglýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu Utankjörfundaratkvæöagreiösla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjaröar hefst laugardaginn 13. ágúst 2005 og er unnt aö greiða atkvæöi utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt, sendiráðum, fastanefn- dum hjá alþjóðastofnunum og ræöismönnum íslands. Um atkvæðagreiðsluna og kjörskrá gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna, eftir því sem við á. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil orðið „já“ ef hann er hlynntur tillögu samstarfsnefndar eða „nei“ ef hann er mótfallinn tillögunni. Nánari upplýsingar um fyrirhugaðar sameiningarkosningar er að finna á vefsíðum Félagsmálaráðaneytisins www.felagsmalaradaneyti.is og Sveitarfélagsins Skagafjarðar www.skagafjordur.is Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði Síðsumarssýning kynbótahrossa á Norðurlandi Haldin í tengslum við landbúnaðarsýningu og gæðingakeppni helgina 19.-21. ágúst á Sauðárkróki Yfirlitssýning og verðlaunaafhending ferfram föstudaginn 19. ágústog hefstkl: 12:00. Dómar fara fram dagana þar á undan. Síðasti skráningardagur í kynbótasýninguna er föstudagurinn 12. ágúst Skráning og upplýsingar í síma: 455-7100 Leiðbeiningamiðstöðin netkönnun Enska tuðran pumpast í gang nú í ágúst ýmsum til gleði en öðrum til ama. Hvaða lið hamparmeistaratitlinum í maí 2006? Montnu trílljónamæringarnir í Chelsea 1(5.1%) Evrópudolluræningjarnir í Liver- pool! (33.9%) Hinir geðprúðu piltar í Manch- ester United! [50.2%) Vieira-lausu vælukjóarnirí Arsenal! [5.1%) Hið goslitla lið Tottenham Hotspur! [1.2%) Vonandi ekkert afliðunum hér að ofan! (4.7%) Hægt erað taka þátt í könnunum sem birtast i Feyki meðþviað fara inn á Skagafjörður.com og kjósa þar. ítrekað skal að könnunin er meira til gamans og taka skal niðurstöðurnar með fyrirvara. molar Þungaflutningar fara illa með þjóðveg 1 Þjóðvegur l er sumstaðar að fletjast út og verða ónýturer Iraft eftir Kristjáni Þorbjömssyni, yfirlögregluþjónn á Blönduósi. Segir hann vegi landsins illa farna af þungaflutningum og það sé óviðunandi að bjóða vegfarendum upp á þrönga og varhugaverða þjóðvegi, meðan menn leika sér með milljarða til jarðgangafram kvæmda. Kristján segir jafnframt veg- inn engan veginn uppfylla þær öry'ggiskröfur senr eiga að teljast sjálfsagðar í dag. Hann segir aukna þungaflutninga hafa haft álrrif bæði á vegina og umferð- ina. www.huni.is Mjög góð veiði í Blöndu Mjög góð veiði hefúr verið í Blöndu síðustu vikurnar og óhætt að segja það að veiðin í ár verði betri en árið í fyrra cn þá veiddust 1386 laxar. Núna eru komnir 1200 laxar á land og enn er rúmlega mánuður eftir af lax- veiðiárinu. Ekki verður sama sagt urn aðrar ár í Húnaþingi. I Víðidalsánni eru einungis komnir 730 laxar en allt árið í fýrra komu 1745 laxar á land og ó\4st er að sama magn korni á land þetta árið. Miðfjarðará átti 2228 laxa á land í fyrra en fáir laxar eni komnir á land í dag eða 666 laxar. 1 Laxá á Ásum hafa 314 laxar kornið á land en ekki er klárt hve margir laxar kornu á land í fyrra. www.huni.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.