Feykir


Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 10.08.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 29/2005 HilmirJóhannesson skrifar Að ganga Osbeygjuna Þegar leti og ómennska eru að ná heljartökum á öllum mínum áætlunum og sófinn breiðir mjúkan værðarfaðm á móti mér, stappa ég í mig stálinu og geng Ósbeygjuna. Ég og Ósbeygjan pössum ágætlega saman, hún hæfilega stutt og ég mátulega latur. Þetta er allt mjög nútímalegt, fyrst sest ég í bílinn og ek fjóra kílómetra til að ganga tvo og hálfan og aka síðan heim. Þessar göngur er vonlaust að kalla útrás en slíkt er vinsælt að taka sér fyrir hendur síðasta tímann. I öllum þeinr flóknu útskýringum og fyrirtækja- fléttum sem fylgja hinum nýju atvinnuvegum okkar, hef ég aldrei skilið nokkurn skapaðan hlut, stend gjörsamlega á gati. Gengin verður gömul þjóðleið úr Svarfaðardal yfir Heljardalsheiði. Lagt verður upp frá Atlastöðum í Svarfaðardal kl. 09.00 en sætaferð verður þangað frá Hólum kl.07.00 fyrir þau sem það kjósa. Reiknað er með átta stunda rólegri göngu. Farartálmar eru ekki á leiðinni en fólk verður aðstoðað yfir Kolbeinsdalsá. Nauðsynlegt er Ekki vantar að allavega fræðingar og fréttamenn lesa langa lista um hvernig þetta fýrirtæki á í hinu og hitt á í öðru og annað á í þessu og síðan eiga þau öll í einu sem er ekki á markaði, þessvegna veit enginn hver eignahlutföllin eru í því fýrirtæki. í mínum eyrum verður þetta eins og þulan um Einbjörn, Tvíbjörn og þá bræður alla, hitt skil ég vel að þegar rófan slitnar verður mikið - POMSARAPOMS! Ég sé einnig í hendi mér að þessir sveinar ganga ekki Ósbeygjuna, á þeirra stefnuskrá eru metnaðarfyllri ferðalög. Þrátt fýrir að ég hafi hlustað grannt eftir útskýringum á einum þætti í þessari ævin- týralegu stórgróðasögu er þar allt þoku hulið og ekki mínu skilningsleysi um að kenna, heldur hyldýpisþögn um þann að þó að vera vel útbúinn og vel skóaður. Fararstjórar yfir Helju verða prestshjónin Einar Sigurbjörnsson og Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Hin gangan verður farin frá Flugumýri í Blönduhlíð yfir að Hvammi í Hjaltadal sem er forn biskupaleið. Áætlað er að leggja af stað frá Flugumýri kl. 8 en biskupa- leiðin er nokkuð erfið yfir- þáttinn í stórfiskaleiknum sem líklega er skuggahliðin. Þegar lesnar eru svimandi hagnað- artölur sem skipta tugum og hundruðum milljarða á örfáum mánuðum er aldrei sagt hver borgar brúsann. Vissulega er það snilldin tær ef hægt er að græða án þess að aðrir tapi, hvað get ég vitað nema þetta sé mögulegt, mín hagfræði er öll í skötulíki. Sanrt sem áður er sá grunur áleitinn að einhver tapi milljörðunum þegar við græðum þá, slíkt er ekki ofvaxið mínum skilningi. Einnig læðist í huga rninn spurningin um það, hvenær kemur að skuldadögum? Þegar lánadrottnarnir vilja fá þóknun fyrir veitta fýrirgreiðslu, eða þá að þeir sem tapað hafa fara á stúfana að rétta sinn hlut og endur- heinrta eitthvað af því sem skolast hefur á milli í stórsjóum græðginnar. Það væri vissulega best ef í þessu dæmi væru engir lána- drottnar og engir sem tapa, allt sé þetta dugnaði og hagsýni að þakka, það væri best, langbest. En ef það er nú ekki raunin gæti farið fyrir einhverjunr líkt og séra Sigvalda hér urn árið: „Nú held ég að sé tími til kominn að biðja Guð að hjálpa sér.” Hjá okkur er líka annað ævintýri að gerast, það er frekar - innrás - og sést hér hvað íslenskan er gagnsæ og fjölnota. Það eru möguleikarnir sem opnast okkur í fjölmiðla- farganinu, nú fáum við gagn- virkt sjónvarp með símasam- bandi sem opna möguleika á svo mörgum tengingum að ferðar en ætti þó ekki að vera vönu göngufólki ofviða. Gengið verður í yfir þúsund metra hæð þar sem hæst er farið. Fararstjórar verða Þórarinn Magnússon og Sara R. Valdimarsdóttir á Frosta- stöðum. Áætlað er að göngufólk úr báðum ferðum verði komið komið heim í Hóla fyrir aftansöng kl. 18. mér óar við, því þessi ár sem ég á ólifuð duga engan veginn til þess að skilja eða læra á tæknina. Þetta er svo flókið og fullkomið að það er orðið úrelt áður en þeir sem konru því á framfæri geta tileinkað sér það - hvað þá hinir. I þessurn ólgusjó, útrása, innrása og alheimsvæðingar, þar sem jörðin er alltaf að minnka, er þó ánægjulegt að verða vitni að því að hégóm- leikinn er að aukast, þrátt fýrir að ísland fýlgi kúrfunni og hafi lækkað urn níu rnetra. í heila viku var því lýst í fjölmiðlum hvernig hæð Hvannadalshnjúks var mæld og síðan þurfti tv'o ráðherra á tröppum Stjórnarráðsins til að skýra þjóðinni frá niður- stöðunni! Ef þetta er ekki heimsmet í hégómleika, of- metnaði og athyglissýki þá hef ég misskilið allt málið og er jafn vitlaus og fréttamennirnir sem létu plata sig til að taka þátt í þessari skrautsýningu. Annars vil ég ekki tala um pólitík því hún er svo auðvirðileg að engar lygasögur er hægt að segja af þeim bænum, en það loðir lengi við mig að blaðra um hluti sem ég hef ekki vit á og gildir einu þó að ég viðurkenni þennan löst, ég misstíg mig alltaf á tung- unni. En það er huggun harmi gegn að ég tala sjaldan af mér, því frekar en að segja satt held ég kjafti. Laturfékk ég lítinnfetig, á lífsins vegi ströngum. Ósbeygjuna aðeinsgeng, uni við það löngum. Hilmir Jóhannesson Óskað er eftir að göngu- fólk tilkynni þátttöku til Hólabiskups, annað hvort í síma 453 6300 eða með tölvupósti, biskup@holar.is. Nú er um að gera sitja ekki heima, heldur taka fram gönguskóna og njóta útivistar og fegurðar landsins í góðum félagsskap. www.kirkjan.is/holar > Ólafshússmótaröðin í golfi 11, Hliðarenda- goifvelli við Sauðárkrók. 11. ágúst > Knattspyrna á Blönduósi M.fl. karla - 3. deild, Hvöt - Neisti Hofsósi, kl. 19.00. > Fornleifarölt kl. 17.00 á Hólum. 12. ágúst > Steaknight á Kaffi Krók, kl 18-22. > Málþing um náttúrusiðfræði á Hólum í tilefni af Hólahátíð. Stjórnandi er Þorvarður Árnason 13. ágúst > Gönguferð með Ferðafélagi Skagfirðinga. Gengið niður Vesturdal með viðkomu á Hraunþúfuklaustri og fleiri byggðaminjum. > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11. > Dagskrá á Hólum í Hjaltadal. Fornleifarölt kl 13.00. Pílagrímagöngur heim að Hólum í tilefni af Hólahátíð; gengið yfir Heljardalsheiði, yfir Hjaltadalsheiði og frá Flugumýri. Gengið í Gvendarskál kl. 13.00. Guðsþjónusta við Gvendaraltari. Tónleikar í Hóladómkirkju kl. 17.00. Norski kvartettinn In fjord. Helgistund í Hóladómkirkju kl 18.00, tekið á móti pílagrímum. 13. - 14. ágúst > Króksmótið í knattspyrnu á Sauðárkróki. > Opin gæðingakeppni á Vindheimamelum á vegum hestamannafélaganna í Skagafirði, Léttfeta, Stíganda og Svaða. 14. ágúst > Shoot out, firmakeppni í golfi á Hlíðarenda- golfvelli við Sauðárkrók. > Hólahátíð. Hátíðarguðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 11.00. Kaffihlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni kl. 15.00. Hátíðarsamkoma kl. 16.30, frú Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp og Kammerkór Akraness flytur tónlist > Fjölskyldudagur á hestaleigunni, Lýtingsstöðum í Skagafirði. > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Fariðfrá Varmahlíö kl. 11. > Helgistund í Blönduóskirkju. 15. ágúst > Skotfélagið Ósmann með opinn skotvöll- inn, við Sauðárkrókfrá kl 18-21 16. ágúst > Kastmót í frjálsum íþróttum, minningarmót Þorleifs Arnarsonar, hefst kl 19.00 á Vor- boðavelli við Blönduós. > Barnadagar á Hólum, dagskráin hefst kl. 15.00. 17. ágúst > Ólafshússmótarööin í golfi 12 á Hlíðar- endagolfvelli við Sauðárkrók. söfn & sýningar Á NORÐURLANDIVESTRA Glaumbær - opið alla daga frá 9-18 Minjahúsið á Sauðárkróki - opið alla daga frá 14-17 Víðimýrarkirkja - opið alla daga frá 9-18 Vesturfarasetrið - opið alla daga frá 11-18 Vatnalífssýningin á Hólum - opið alla daga frá 10-18 Samgönguminjasafn Skagafjarðar - opið aiia daga i3-iö Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - opið alla daga frá 10-17 Byggðasafnið á Reykjum - opið alla daga frá 10-18 sundlaugar Á NORÐURLANDIVESTRA Sauðárkróki > sími 453 5226 Varmahlið > sími 453 8824 Hólar í Hjaltadal > simi 455 6333 Blönduós > sími 452 4451 Húnavellir > sími 452 4370 Hvammstangi > sími 451 2532 Steinsstaðir i Skagafirði > sími 453 8812 Sólgarðar í Fljótum > sími 4671033 Skagaströnd > sími 452 2806 upplysingar@skagafjordur.is Hólahátíð um helgina Pílagrímagöngiir á Hólahátíð Hólahátíð er um næstu helgi. Laugardaginn 13. ágúst verða í tengslum við Hólahátíð, í fyrsta skipti gengnar pílagrímagöngur heim til Hóla úr tveimur áttum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.