Feykir


Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 32/2005 Framkvæmdir við Sauðárkrókshöfn 13. ársþing SSNV á Siglufirði Upptökubraut í burðarliðnum Vinnuvél í Sauðárkrókshöfn. í síðustu viku hófst undirbúningsvinna við uppsetningu upptöku- brautar fyrir smábáta í Sauðárkrókshöfn. Áætlað er að setja itpp samskonar braut í Hofsósi. Með tilkomu upptökubrauta rætist gamall draumur margra smábátaeigenda og léttir þeim upptöku og niðursetningu báta sinna. Einnig er unnið að lengingu sandfangara við Sauðárkrók- shöfn unt 30 metrar í austur þannig að grjótgarðurinn er farinn að teygja sig vel út í Skagafjörðinn frá því hafist var handa við gerð sandfangara um miðja síðustu öld. Með framkvæmdunum er hugmyndin að lægja öldurnar i höfninni og innburð af sandi og möl. Verklok eru áætluð nú í september en verktakar eru Víðimelsbræður. Leiðari Úthlutun aflaheimilda Margar breytingar hafa verið gerðar á fiskveiðistjórnunarkerf- inufrá því að það var tekið app. Frjálst framsal vciðiheimilda er sú afdrifaríksta sem hefiir liaft íför ineð sér tilfærslu milli byggðarlaga, sérhœfmgu og hagrœðingu. Tvennt stendur uppúr. Annars vegar er búið að kvótasetja nær allar tegundir og smábátana einnig. Þannigeru allirkomnir inn í sama kerfið. Hins vegar hafa útgerðir keypt og selt afla- heimildir í á annan tugára ogeini raunverulegi gjafakvótinn er byggðakvótinn. Hreyfanleiki veiðiheimilda er helsti kostur og um Jeið helstigalli kerfisins. Enn liefur enginti getað benl á betri leið til stýringar en að miða við veiðireynslu og heimila framsal aflaheimilda. Reynslan afúthlutun byggðakvóta bendirað minnsta kosti ekki til að pólitisk handstýring sé betri kosturen núverandi fyrirkomulag. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgetandi: Feykir hf Skrifstofa: Aðalgötu2t, Sauðárkróki Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson amig@krokur.is Sími 455 7100 Áskriftarverð: 210 krónur livert tölublað með vsk. Lausasötuverð: 250 krónur með vsk. Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Blaðamenn: Úli Arnar Brynjarsson Pétur Ingi Bjömsson feykir@krokur.is Setning og umbrot: Hinirsömusf. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Simi 453 6001 Prentun: Nýprent ehf. Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Vilja bættar sam- göngur og fjarskipti Jakob Magnússon framkvæmdastjóri SSNV til vinstri og tveir fulltrúar Siglfirðinga á þinginu, Ólafur Kárason og Haukur Úmarsson. Mynd ÖÞ: Þrettanda arsþing Samtaka sveitarfelaga á Norðurlandi vestra (SSNV) var haldið í Siglufirði um síðustu helgi. Á þinginu voru að vanda fjölmörg málefni sveitarfélaganna tekin til umræðu. Má þar nefna samgöngu- rriál, fjármál sveitarfélaganna og sameiningu sveitarfélaga en nú styttist óðum í kosningar þar um. Þá voru fluttar starfsskýrslur verkefnisstjóra málaefna fatlaðra á NV. Heilbrigðiseftirlits NV. og yfirlit um störf Meningarráð SSNV. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, flutti framsögu- erindi um samgöngu og atvinnumál einnnig flutti Kjartan Ólafsson félagsfræð- ingur við Háskólann á Akureyri framsöguerindi sem bar >fir- skriftina Vöxtur - er meira alltaf betra? Ráðherran drap á helstu framkvæmdir sem á döfinni eru í vegamálum á starfssvæði samtakanna á næstu áruni s.s. Jarðgöng um Héðinstjörð, nýjan veg um Norðurárdai í Skagafirði og færslu þjóðvegar 1 í Hrútafirði. Einnig nefndi Sturla nýja veginn um Þverárfjall sem hefur verið mun meira notaður en fjnir- fram var búist við þrátt fýrir að enn sé hluti vegarins óupp- byggður og með malarslitlagi. Lét ráðherran þess getið að enn væri ekki tryggt fjárntagn til að Ijúka við veginn, aðeins að taka fyrri áfanga af tveimur. Þá kom Sturla inná flug- samgöngur og sagði m.a. að tekin hetði verið ákvörðun unt að ríkið st)Tkti flug á leiðinni Reykjavík - Sauðárkrókur og yrði sú tilhögun þar til jarð- göng unt Héðinsfjörð komast í gagnið. Það væru hinsvegar vonbrigði að flugið til FRÉTTARITARAR ÓSKAST Sauðárkróks hefði ekki verið vel nýtt. I lok þingsins voru sam- þykktar ályktanir. Þar var m.a. ályktun um að lokið verði við veginn um Þverártjall á árinu 2006. Að jafna aðgang stofn- ana, fyrirtækja og heimila að háhraðatengingu auk þess sem minnt er á nauðsyn þess að bæta farsímasamband. Að stjórnvöld standi við gefin loforð urn að ekki komi til hækkunar á raforkuverði. Að Menntamálaráðherra hraði gerð menningarsamnings \’ið sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Að lögð verði áhersla á nauðsyn þess að auka og efla samstarf ríkisvaldsins og sveitarfélaga á NV við leit að vænlegum iðnaðarkostum. Að efid verði starfsemi og aukin fjárframlög til Háskólans á Hólum og Farskólans - Símenntunarstöðvar og jafn- framt að staðinn verði vörður um starfsemi og uppbyggingu Fjölbrautaskóla NV. Að myndaðir verði vinnuhópar á svæðinu til að fylgja eftir ákveðnum hagsmunamálum og samþykktum sem gerðar hafa verið. Ennfremur var samþykkt ályktun um tekjustofna sveitarfélaga en verulega er talið skorta á að sveitarfélögin hafi nægar tekjur til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Ekki var stjórnarkjör á þessu þingi þar sem stjórn samtakanna er kjörin til tveggja ára í senn. Núverandi stjórn skipa Ársæll Guðmundsson Skagafirði sem er formaður, Adolf Berndsen Skagaströnd sem er varaformaður, Heimir Ágústsson Húnaþingi vestra, Ólafur Kárason Siglufirði og Þórdís Friðbjörnsdóttir Skaga- firði. ÖÞ: Bólstrun Kem á staðinn og geri verðtilboð í allar gerðir húsgagna, hef úrval af áklæðis- prufum. Sækiog kem með vöruna til þín að kostnaðarlausu. Bólstrun Gunnars Leifssonar Sími:4512367 og 8652103 Netfang: gl@simnet.is arnig@krokur.is sfmi 455 7105

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.