Feykir


Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 31.08.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 32/2005 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Það mikla geymir minningin Þann 1. júní sl. voru hundrað ár liðin frá fæðingu Ingibjargar á Löngumýri, þeirrar mætu konu. Það hafa ýmsir minnst hennar og að verðleikum, því Ingibjörg var stórbrotin hugsjóna- manneskja, ekki síst í þjóðlegu tilliti. Ég heimsótti hana aldur- hnigna og blinda á dvalar- heimilinu Skjóli í Reykjavík og sat hjá henni góða stund. Þá sagði hún mér ýmislegt sem mér þótti merkilegt að heyra. í næsta herbergi við hana á Skjóli sat Björg vinkona hennar og samverkakona. til íjölda ára og var vel við hæfi að þær fylgdust að til æviloka. Ég hafði ákveðið erindi við Ingibjörgu og leysti hún úr því með þeint hætti að ég mátti vel við una. Fann ég glöggt er ég fór af hennar fundi, að það hafði gert mér gott að heyra hana og sjá. Margrét Jónsdóttir sem var góð vinkona mín og arftaki Ingibjargar að starfinu á Löngumýri, gaf mér á sínum tíma bókina “Ingibjörg á Löngumýri" og las ég hana mér til ánægju og uppbyggingar. Að þeim lestri loknum skrifaði Nú er fólk b)Tjað að rífa upp úr kartöílugörðunum og þá er rétt að koma með nokkrar uppskriftir að einhverju öðru en soðnum kartöflum þó þær séu góðar út af fyrir sig, eins og fyrsta uppskriftin ber merki. Pestó kartöflur 400g litlar kartöflur (smælki) 200g smjör 3mskpestó saltog pipar Kartöflurnar eru þvegnar vel og soðnar. Síðan er sntjörið brætt á pönnu, pestóinu bætt út á, vatnið sigtað frá kartöflunum ogþeim bætt út á pönnuna, kn'ddað með salti og pipar eftir smekk. Ta-ta! Tilbúið. Þetta getur staðið sem kartöfluréttur einn og sér eða sem meðlæti með fiski. Kartöflugratín ég þessa \asu fremst í ritið undir heiti bókarinnar: Margt þú vannstsem virða ber, velþú hélstú málum. Nemendur við nám hjá þér hcerðu göfgi í sálum. Margrét sagði mér margt frá Ingibjörgu og af starfi þeirra Bjargar á Löngumýri. Þegar Ingibjörg lést sendi ég Margréti nokkrar vísur þar sem ég kom inn á þá erfð sem hún hafði tekið að sér og þær hugsjónir sem við hana tengdust. En auðvitað þekkti Margrét sjálf best þá sögu og sannarlega þurfti hún engrar brýningar við til framhalds þeirra mála. Það fór þó svo að hennar naut ekki lengi við því hún var kölluð af sviðinu fyrirvaralaust skömmu síðar. Mun andlát hennar hafa komið sárt við marga því Margrét var sérstök manneskja og þegar samgróin Löngumýri og því starfi sent þar tör fram. Höfðu allir búist við því að hún ætti þar mörg starfsár ólifuð, en margt tér oft á annan veg en vonir standa til. Það varð því ekki ýkja langt ámilli IngibjargarogMargrétar, þessara tveggja ágætiskvenna sem hafa tengt nöfn sín svo Nýjar kartöflur niðursneyddar 1/4 litri rjómi 1 poki rifinn gratín ostur 1/2 tsk múskat 3msk. hvítlauksolia (t.d. frá Pottagöldrum) Salt og pipat Maður byrjar á því að finna sér eldfast form, meðalstórt, og smyr það með hvítlauks- olíunni og stráir múskatinu í botninn. Þvi næsttekurmaður niðursneyddu kart-öflumar og hálf fýllir fatið. Síðan er kryddað með salti og pipar og fýllir fatið með kartöflum og kryddar aftur með salti og pipar. Rjómanum hellt yfir kartöflurnar og ostinum stráð )'fir, bakað í ofni í 40 mín við 180 gráður. Þetta er ntjög gott meðlæti með lambakjöti og getur einnig staðið eitt og sér sem réttur og má þá gjarnan bera fram með salati. órjúfanlega við Löngumýri. í bókinni “Ingibjörg á Löngumýri" fær maður dýpri skilning á persónunni Ingi-björgu Jóhannsdóttur og þeim hugsjónum sem hún stóð fýrir á sinni lífsleið. Það væri íslandi ávinningur að eiga sem flesta með hennar hugarfari. Og nú þegar 100 ár eru liðin frá fæðingu hennar, er eðlilegt að tengja frumorta vísu þeim tímamótum: Hundrað ára heiðursminning horftr við mér dáðafull. Hún á sálar sigurvitining sem erá við hreinsað gull! Þeir sem fara um veginn og sjá heim að Löngumýri, mættu víkja huga smástund að því starfi sent þar var unnið og íhuga þjóðhagslegt gildi þeirra blessunaráhrifa sem leiddu um land allt frá skóla Ingibjargar. Góðir nemendur bera ætíð í huga þakklátssemi til sinnar þroskastöðvar. Það hefur sannast á námsmeyjunum frá Löngumýrarskóla. Ég vil ljúka þessum pistli með einfaldri vísu um merka hugsjónakonu sem fæddist fýrir einni öld, og vann sannarlega mikið þjóðþrifastarf á sinni ævi: Öll erfögur œvistjarnan, orðin mörgþáfátt eitt skýri, - á sér varða óbrotgjaman Ingibjörg á Löngumýri. Rúnar Kristjánsson Kartöflusalat 4-500 g soðnar kartöflur í bitum 1 stk laukur (saxaður) 2 stk tómatar (saxaðir) 50 g sýrðar gúrkur (saxaðar) 4-5 msk majones 2 msk sætt sinnep 1 msk sykur 2 msk edik Öllu nema kartöflum er hrært saman í skál og smakkað til með salt og pipar. Ath. ef þér finnst vanta rneira bragð er gott að bæta við meiri sykri og ediki eftir smekk. Að lokuni er kartöílunum bætt út í. Salatið verður að standa í kæli í a.m.k. 6 klukkustundir Kveðja, Jón Daníél Feykir hefur fengið Jón Daníel á Kaffi Krók til að sjá um matarhorn í Feyki og er upplagt að áskrifemlur setji upp kokkhúfuna og reyni sig við uppskriftir Jóns. Hrá- efnið sem Jón Dan notar er hægt að nálgast í Skagfirðingabúð. M 1 N N I N G SÆMUNDUR ÁRNI HERMANNSSON fæddur 1 l.maí 1921 - látinn 12. ágúst 2005 Kveðja frá Lionsklúbbi Sauðárkróks Dagurcr að kveldi kominn, æviskeið á enda. Sæmun- dur Arni Hermannnsson hcfur kvatt og heldur nú til nýrra heimkynna. Við sem eftir stöndum þökkum samfylgdina og ánægjulegar stundir. Sérstakar þakkir færa félagar í Lionsklúbbi Sauðárkróks fr'rir frurn- herjastarfið. Sæmundur var einn aðal- hvatamaður að stofnun Lionsklúbbs Sauðárkróks fý'rir rösklega fjörutíu árum. Lionshreyfingin var þá lítt þekkt hér um slóðir og það var talsvert átak fyrir þá þrjátíu braut- ryðjendur, með Sæmund Árna í broddi fýlkingar, að kynna Lionshreyfinguna og afia henni stuðnings meðal almennnings, en það var lykilatriði lil að ná árangri í því menningar- og líknarstarfi sern Lion- shre)Tingin grundvallast á. Sæmundur var laginn að fá menn til að vinna nteð sér, það var hans sterka hlið. Áhuginn var ótvíræður og menn voru fúsir að vinna fyrir hann. Hann var óþreytandi að mæta á fundi og var einsdæmi að hann hafði 100% mætingu á fundi í Lionsklúbbnum allan þann tíma sem hann starfaði, allt þar til heilsa hans brast. Sæmundur gengdi öllum trúnaðarstörfum í Lions- klúbbi Sauðárkróks og var heiðraður fyrir mikil og óeigingjörn störf fyrir Lionshreyfmguna með því að gera hann að Melvin Jones félaga, sem er æðsti heiður sent klúbburinn veitir. Síðustu árin sem Sæmun- dur lifði dvaldist hann á Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki. Eftir að hann kom þangað hætti hann að geta starfað með klúbb- num og var þá gerður að heiðursævifélaga. Að leiðarlokum kveðjum við lionsmenn þennan góða félaga og vottum eftirli- fandi eiginkonu hans, Ásu Helgadóttur og fjölskyldu hans allri, dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa min- ningu hans. F.h. Lionsklúbbs Sauðárkróks Magnús H. Sigurjónsson Skagafjörður___________________ Hofsstaðakirkja aldar- gömul um þessar mundir Sunnudaginn 4. septem- ber verður þess minnst að Hofsstaðakirkja hefur kallað fólk til helgra tíða í eina öld. Tímamótunum verður fag- nað nteð guðsþjónustu, sem hefst kl. 14 og að henni lokinni verður borið fram súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar. Hofsstaðakirkja var reist árið 1905 nokkru norðar en hún stendur nú. Árið 1985 var hún flutt um set og um leið steyptur undir hana kjall- ari og innréttað safnaðarheim- ili. Kirkjan var þá orðin illa farin af veðrum og vindurn en sóknarnefnd og safnaðarfólk lyftu Grettistaki við endur- bætur hennar. Kirkjan hefur einnig ætíð notið umh)'ggju og gjafmildi lýTrverandi og núver- andi sóknarbarna. Hugur þeirra í verki er ómetanlegur stuðningur. Hofsstaðakirkja er ein af ljórum kirkjum i Miklabæjar- prestakalli. I sóknarnefnd kirkjunnar eru nú Trausti Kristjánsson, Ingibjörg Klara Helgadóttir og Rósa María Vésteinsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.