Feykir


Feykir - 19.10.2005, Síða 3

Feykir - 19.10.2005, Síða 3
39/2005 Feykir 3 Fréttaskýring um byggingariðnað í Skagafirði_ Mikið byggt og vöntun á iðnaðarmönnum í gær hófust framkvæmdir við grunn að einbýlishúsi við Iðutún 10. I baksýn erverið að vinna við parhús i sömu götu, sem byggler af Byggðabóli ehf. Byggingariðnaður hefur staðið í blóma í Skagafirði undanfarin misseri og þeir húsbyggjendur og fleiri sem Feykir ræddi við segja að mikill hörgull sé á iðnaðarmönnum. Mestur skortur hefur verið á pípurum, en einnig eru miklar annir hjá múrurum. Menn eru sammála um að bætt aðgengi að lánsfjármagni til íbúðabygginga hafi haft veruleg áhrif. Að sögn Jóns Arnar Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði eru verkefnin bæði á vegum einstaklinga, fyrirtækja, og félagsamtaka eins og vel heppn- uð íbúðablokk Húsnæðis- samvinnufélags Skagafjarðar. Einnig hafa Búhöldar hsf. undanfarin misseri byggt á því svæði sem þeim var úthlutað við Hásæti og Forsæti. Þeir eru núna á þessu ári að ljúka síðustu fjórum íbúðunum þar og hafa fengið úthlutað við Laugartúnið lóðum undir tíu íbúðir til viðbótar í parhúsunr. Þar eru þeir þegar Iryrjaðir að byggja tvö hús eða fjórar íbúðir. Á Sauðárkróki hafa staðið yfir framkævmdir á vegum fyritækja og einstaklinga. Vörumiðlun byggir yfir starf- senri sína á Eyrinni inni á lóð KS. Eiskiðjan stækkar vélasalinn og eykur ffystirýmið hjá sér við Eyrar\'eg. Neðan við verslunina Hlíðarkaup er verið “að vinna land” - fyrirhugað er að færa frarnar götuna fyrir framan búðina. Við það breytist lítillega lóð Hlíðarkaups. Markmið þessara framkvæmdum er að auka öryggi vegfarenda og aðgengi að versluninni. Einstaklingar hafa byrjað á fjórurn nýjum einbýlishúsunr á Sauðárkróki á árinu og auk þess er nokkuð um minni byggingar, s.s. sólskála og bílageymslur. Byggðaból ehf er að byggja parhús við Iðutún. Töluverð eftirspum er eftir lóðum undir íbúðarhús á Sauðárkróki og til að svara henni var ákveðið að hefja ffamkvæmdir við Laugar- tún og Iðutún og ljúka \'ið þær götur í fúlla lengd. Þær frarn- kvæmdir standa vúr. Lóðir fyrir íbúðarhús, einbýli og parhús sem lausar eru, eru aðallega í Túnahverfi. Við Iðutún og Gilstún eru Iausar lóðir fýrir parhús. Einbýlishúsalóðir eru til byggingarhæfar við Iðutún, Gilstún, Eyrartún, og Fellstún - auk þess sem til eru slíkar lóðir í Kvistahlíð. Þá fékk Friðrik Jónsson ehf úthlutað bygging- arsvæði ofan við Laugartún að norðan og er verið að hanna byggingar þar á til að leggja inn til samþykktar. Yfir 60 íbúðir á Hólum Mesta þenslan í íbúðabygging- um er án ef við Háskólann á Hólum í Hjaltadal en þar hafa verið lagðar nýjar götur og íbúðir byggðar í tugatali. Þrá ehf hefur nú nýverið skilað af sér rúmlega 40 íbúðum í fjöl- býlishúsum og nú í sumar voru hafnar framkvæmdir við 3 fjöl- býlishús til viðbótar með sam- tals 22 íbúðum. I Varmahlíð hafa allar aðalframkvæmd- ir verið á vegum Skaga- fjarðarveitna en á Steinstöðum hefur húsnæði grunnskólans verið breytt í ferðaþjónustuhús fyrir heils árs rekstur. I Hofsósi er nýlokið framkvæmdum við sparkvöll en á bænum Hofi, sem stendur norðan við Hofsána, ofan þjóðvegar, er í byggingu stórt íbúðarhús. Einnig standa yfir framkvæmdir við gerð listamannaseturs á jörðinni Bæ á Höfðaströnd. í sveitum Skagafjarðar eru víða töluverðar framkvæmdir, þær helstu og dýrustu eru við fjós en þar sem bændur eru að eru að stækka auka mjólkurframleiðslu og breyta, ogbyggjayfirgeldneitin. Má þar sem dæmi nefna nýbyggingar á Akra-torfúnni í Blönduhlíð og víðar. Ein reiðskemma er í byggingu í Sæmundarhlíð og tvær til viðbótar bíða samþykktar - þær báðar á að reisa “út að austan”. Þá er verið að stækka verulega nrinkabú bænda í Héraðsdal. Nokkur íbúðarhús eru í byggingu í dreifbýli og er þar bæði um að ræða nýbyggingar og viðbyggingar og endurbæ- tur á eldra íbúðarhúsnæði, ferðaþjónustuíbúðir og frí- stundahús. Þá hefur lagning hitaveitu í sveitina milli Sauð- árkróks og Varmahlíðar haft mjög jákvæð áhrif á íbúðar- húsabyggingar á þessu svæði. Byggin hefur verið að þettast á þessu svæði og rná þar sem dæmi nefna tvö ný einbýlishús í landi Messuholts og önnur tvö á Syðra Skörðugili. netkönnun Hvaða sjónvarpsgrín er að gera sig best þetta haustið? Strákarrtir - ég fíla Sveppa, Audda og Péturí ræmur! 112.8%) Kaila Kaffi - ioksins almennilegt íslenskt sitcom! (11.9%) Spaugstofan - skemmtilegasta stofa landsins! (36.4%) K. Stelpurnar - magnaður grínþáttur! (17%) The Simpsons - Hómer og kompaní er toppurinn! (14.8%) Silvía Nótt - þú veistgekt fyndin og æðisleg! (7.1%) molar Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls Aðalfundur knattspyrnu- deildar Tindastóls verður haldinn í Vallarhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki, fimmtudaginn 27. október kl. 20. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundar- störf. Leiðrétting Á baksíðu 37. tölublaðs Feykis var frétt um breytingar á verði mjólkurkvóta. Þau leiðu nristök urðu að í fyrirsögn var kvótaverð sagt hafa hækkað en eins og sjá mátti ef fréttin var lesin hefur verð mólkurkvóta lækkað að undanförnu. málstofa Ferðaþjónusta: stefnumótun og samstarf í tengslum við vinnu að stefnumótun ferðaþjónustu í Skagafirði hefur Ferðamála- deild Hólaskóla ákveðið að bjóða ferðaþjónustuaðilum og öðrum íbúum Skagafjarðar sem áhuga hafa á ferðaþjónustu til opinnar málstofu haustið 2005. 25. október Helgi Gestsson, forstöðumaður Ferðamálaseturs Islands. heldur fyrirlestur kl. 15. Stefnumótun: hvað þarf að hafa í huga? Málstofa er haldin í kennslustofu ferðamáladeildar á 2. hæð í skólahúsinu og stendur frá 15:00 - 17:00. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla Sjá nánará www.holar.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.