Feykir


Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 7
45/2005 Feykir 7 Guðmundur I/altýsson skrifar Vísnaþáttur 418 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Hjörleifur Jónsson, frá Gilsbakka, sem á fyrstu vísuna að þessu sinni. Barmur, vangi, hjarta, hönd, hug minn fangað getur, sem mér angi akurlönd eftir langan vetur. Margur hlaðinn er um of allra handa trússum. Ástina veður upp í klof og uppfyrir - á hússum. Um hið ágæta húnvetnska skáld úr Langadalnum, Guðmund Frí- mann, mun Rósberg eitt sinn hafa ort þessa glettu. Vel á við þann myrkratíma sem nú er, næsta vísa Hjörleifs. Vonir bjartar bregðast, því bilar hjartans styrkur. Það er hart að þola á ný þetta svarta myrkur. Að lokum þessi sanngjarna bæn Hjörleifs. Þetta er orðinn þungur róður þolinmœðin dró í naust. Það er dýrmcett, Guð minn góður, að geta dáið hjálparlaust. Gaman er næst að rifja upp þessa ágætu vísu Jóns Árnasonar, skálds frá Víðimýri. Engan kvíða ég á mérfmn eða stríð í sinni, þó hafi tíðum heimurinn horní síðu minni. Meira skal rifjað upp sem teng- ist höfundum úr Skagafirði. Það mun hafa verið ráðherrann Her- mann Jónasson sem orti þessa. Ýmsirfara illa á því og skal þar að vikið. Kvennafar ogfyllirí flestir spara of mikið. Enga skímu augað sér ekkert rímar lengur. Gvendur Frímannn orðinn er eins og símastrengur. Ýmsir kannast við hina snjöl- lu vísu Rósbergs um vin sinn Heiðrek skáld frá Sandi, sem ort er þegar hann á fullorðinsárum tók bílpróf og fór að aka bíl. Heiðrekur á sínum Saab suður bœitm æddi. Sutna tneiddi, sutna drap, suma bara hrœddi. Á svipuðum nótum er limra sem kemur hér næst, en ekki veit ég eftir hvern hún er. Gæti dottið í hug að skólastjórinn, Sigurður Ó. Pálssson, hefði ort hana. Væri gaman að heyra frá lesendum ef þeir kannast við limruna. Tildrög þeirra yrkinga voru þau, að hinn mikli athafnamaður á Eskifirði, Aðalsteinn Jónsson, eignaðist bíl og fór að aka um kaupstaðinn við misjafna hrifningu bæjarbúa. Utn bœinn Aðalsteinn ekur en ótta það sumutn vekur, að hann bisnesinn kann en beygjurnar hatm eftir misjöfnu minni tekur. Steinbjörn Jónsson, frá Háafelli, var eins og þeir vita senr eldri eru og kannski fleiri, snjall hagyrð- ingur. Eitt sinn er hann hitti forna vinkonu varð þessi til. Röddin tnild og höndin hlý, hennar sem ég dáði. Etm er sól og sutnar í svip og augtmráði. Á þeim árstíma senr nú ríkir á vel við að rifja næst upp þessa vísu Steinbjörns. Herðirfrost ogföltta hagar fjölliti krýnast snjá, vorsins götnlu góðu dagar gengnir eru hjá. Mikill sannleikur felst í þessari vísu Steinbjörns, sem hann mun hafa ort er hann var staddur í kirkjugarði. Feyskjast bein ogfúttar hold flestra týnd er saga. Þessi gljúpa gróðurmold geytnir liðtta daga. Eins og áður hefur komið fram í þessum þætti leitar hugurinn oft í hringhendur Rósbergs G. Snædal. Þessar munu vera eftir hann. Hlýjar kettndir ylja önd eldar tendrast, því að, Mítta brenttdi hœgri hönd handtak endurnýjað. Ef mig misminnir ekki hef ég einhvernsstaðar lesið að veturinn 1952-1953 hafi verið afburða góður. Um þá sælu hafi hinn snj- alli Lúðvík Kemp ort svo til vinar síns Eiðs á Skálá. Sunnanblœrinn kyssir kinn. Hvar mun tíðin betri? Ekki lagði Eiður tnintt af á þessutn vetri. Önnur vísa er til í svipuðum dúr og held ég að Lúðvík Kemp sé þar að tala við Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum. Stefán einttig allvel leit út, þess sagan getur. Hér var frábcer fiörubeit flesta daga í vetur. Gaman er að enda með þessari fallegu bæn Þorsteins Ásgríms- sonar áður bónda á Varmalandi í Skagafirði. Veitt það gleði gceti hér guttti braga slyngi, efþú settdir aftur mér eina úr Húttaþingi. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttir Tindastóll - ÍS 80-70_________ Stúdentar lítil hindrun Tindastóll fékk ÍS í heim- sókníSíkiðásunnudaginn og alltof fáir áhorfendur sáu ágætan leik sem var raunar aldrei spennandi en ágæt tilþrif kanalausra Tindastólsmanna glöddu augu. Lokatölur urðu 80- 70 fyrir Tindastól en ungu leikmennirnir fengu að spreyta sig að mestu síðasta stundarfjórðung- inn Stúdentum til skap- raunar. Stólarnir náðu ágætu forskoti um miðjan fyrsta leikhluta og þegar nokkuð var liðið á annan leikhlutann var forskotið um 15 stig. Þá glutruðu Stólarnir forskotinu með kæruleysi og takmark- aðri varnan'innu og kórón- uðu Stúdentar þann kafla með glæsilegri flautukörfú Jóa bróður Lalla Árna en kappinn skaut ffá miðlínu. Staðan í hálfleik 42-38. Stólarnir voru snöggir að lagfæra stöðuna í upphafi síðari hálfleiks. Reyndar minnkuðu Stúdentarmuninn í 42-40 en síðan gerðu Stólarnir næstu 23 stigin og kláruðu leikinn. Guttunum var þá skipt inná og stóðu þeir sig með ágætum. Stúdentar að vísu minnkuðu muninn, settu niður nokkrar 3ja stiga körfúr en létu stákana fara nett í taugarnar á sér og gerðust nokkuð grófir. Stólarnir léku ágætlega sem lið á sunnudaginn, Svavar sterkur að vanda og Isak, Bjarni og Maggi voru góðir. Það vakti nokkra lukku að Halldór Halldórsson lék í rúmar 10 mínútur en þá hafði Halldóri Halldórssyni ritara tekist að skrá á soninn 5 villur - ágætis nýting það! 1. DEILD KARLA íKÖRFUBOLTA íþróttahúsið ó Sauðórkróki TINDASTÓLL 80 ÍS 70 Stig Tindastóls: Ekki Ijóst! KS - súrmjólkurtvímenningurinn æsispennandi Bridsarar berjast Lokaumferð í KS - súrmjólkurtvímenn- ingnum hjá Briddsfélagi Sauðárkróks var spiluð í síðustu viku. Hart var barist á toppn um og gerðu margir tilkall til efsta sætis. Lokastaðan efstu para varð þessi: 1. Ásgrimur Sigurbjörnssort og Jón Örn Berndsen 49 stig 2. Ágúst Sigurðsson og Ótafur Sigmarsson 47 stig 3. Guðni Kristjánsson og Skúli V. Jónsson 42 stig 4. Sólveig Bóarsdóttir og Stefán Bemdsen 15 stig 5. Gunnar Þórðarson og Kristján Snorrason 14 stig 6. Jón Sigurðsson og Gísli Rúnar Jónsson lOstig Guðni og Hellulands- Skúli áttu gott kvöld og velgdu efstu mönnum undir uggurn. Náðu þeir með góðum endaspretti þriðja sætinu. Rúnar Vífilsson spilaði síðasta kvöldið við Ásgrím fyrir Jón Örn frænda sinn sem var fjarverandi. Tókst Rúnari með nákvæmri spilamennsku að verja topp- sætið. Nýrkani á nýju ári? Haywood hættur David Haywood, erlendi leikmaður Tindastóls, er farinn til síns heima og mun ekki spila meira með Tindastóli í vetur. Þrátt fyrir að David hafi staðið sig ágætlega í vetur, þá vantar liðinu sterkari mann inn í teignum, sérstaklega varnarlega. Stólarnir verða því kanalausir í þeún leikjum sem eftir eru ffam að jólum. Unnið er að því að finna annan erlendan leikmann sem mun mæta á nýju ári. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is TAXI Ragnar Guðmundsson Gilstún 24 Heimasími 453 5785 Gsm 897 6085 Hvert á land sem er! Til sölu Til sölur er húsbóndastóll sem nýr. Liturbrúnn með leðri á slitflötum. Verð 27 þúsund. Upplýsingarí síma 453 5785 Kápa tekin I misgripum! Tilsöluer eins árs sjónvarps- skápurfrá TM-Húsgögnum kirsu- berjaklæddurspónn. Skápurinn hefurað geyma spóluhillur/cd hillur, glerskápur fyrir hljómflutn- ingstæki tvöfaldur skápur undir sjónvarpi. Hann er 150 cm á hæð og eitthvað svipaðurá breidd. Kostaði nýrfrá TM-húsgögnum 19.900,- fæstá 7000,- áhugasamir hafisamband á ulfur@simnet.is. Á sama stað vantar 20" ódýrt sjónvarp verðurað vera hægtað tengja leikjatölvu við það,

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.