Feykir


Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 07.12.2005, Blaðsíða 1
Starfsmenn Stiganda við vinnu sina. Páll Marteinsson, Þorgils Magnússon, Stefán Pálsson og Sigurður Smári Garðarsson. Mynd: AG. Áform um 300 starfsmanna álver kynnt í janúar_ Ákvörðun um staðar- val í byrjun mars Kanadíski álrisinn Alcoa ætlar að kynna um mánaðarmót febrúar/mars á næsta ári hvaða sveitarfélag því þykir fýsilegast fyrir væntanlegt álver fyrirtækisins á Norðurlandi. Um 300 manns munu starfa við álverið ef af byggingu þess verður. Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi, sem heimsóttu höfuðstöðvar Alcoa í Montreal, komu til landsins á sunnudag, eftir að hafa kynnt sér starfs- semi fyrirtækisins og undir- búningsvinnu fyrir mögulega byggingu álvers. Undirbún- ingsvinna hefur m.a. verið í höndum ráðgjafafyrirtækisins Nýsis og verkffæðistofúnar Hönnunar. Þeir staðir sem helst hafa verið nefndir fýrir álver á Norðurlandi eru Húsavík, Dysnes við Eyjafjörð og Brimnes í Skagafirði. Samstarfsnefnd hlutaðeigandi sveitarfélaga og fúlltrúar Alcoa munu kynna málin fýrir íbúum svæðanna í janúar. Febrúarmánuður verður síðan nýttur til að ganga endanlega frá skýrslu um staðarval en þar á Alcoa síðasta orðið. Fjárlaganefnd Alþingis_______ Hátæknisetur fær styrk Fjárlaganefnd Alþingis leggur á fjárlögum næsta árs að undirbúningur að stofnun Hátækniseturs á Sauðárkróki verði styrktur um 4 milljónir króna. Formaður Fjárlaganefnd- ar, Magnús Stefánsson, segir þetta viðleytni til að stynkja nýsköpun á landsbyggðinni. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri segir styrkinn mikla viðurkenningu á þeirri vönduðu undirbúningsvinnu sem hefur farið ffam hjá sveitarfélaginu. Hugmyndiná að Hátækni- setri á Sauðárkróki á burtfluttur Sauðkrækingur, Dr. Sveinn Ólafsson eðlisffæðingur, sem hefúr unnið náið með Atvinnu- og térðamálanefnd Skagafjarðar að verkefninu. Sjá nánar bls. 3 Veiðifélag Blöndu og Svartár_ Nýtt 700m2 veiði- hotel í Langadal Þessa dagana eru starfsmenn Stíganda á Blönduósi að Ijúka við að steypa gólfplötu undir nýtt veiðihús fyrir veiðimenn í Blöndu og Svartá í Austur Húnavatnssýslu. Veiðihúsið nýja verður 700 fermetrar að grunnfleti og búið öllum nútíma þægindum og væri nær lagi að nefna það hótel en veiðihús Eins og greint var ffá í Feyki í vor hafa veiðimenn kvartað undan því að hafa ekki veiðihús við ána en hingað til hafa lengra að komnir gestir yfirleitt gist á hótelinu á Blönduósi eða í gistihúsunum við Glaðheima. Veiðihúsið verður væntanlega fullbúið fýrir næsta sumar. Það stendur í landi Hólabæjar og verður úr því gott útsýni yfir Blöndu og Langadal. Innheimtustöð kynnt á Blönduósi Tekur til starfa í vor Innheimtumiðstöð sekta- og sakarkostnaðar á Blönduósi tekurtil starfa í vor. Áætlað er að 10-15 manns munu hafa atvinnu á hinum nýja vinnustað. Bjarni Stefánsson, sýslu- rnaður á Blönduósi, Kristján Þorbjörnsson, yfirlögreglu- þjónn ásamt Þorsteini Sverris- syni og Daða Jóhannessyni starfsmönnum verkffæðis- tofúnnar VKS kynntu umfang verkefnisins, stöðu rnála og næstu skref fyrir bæjarráði Blönduóss á dögunum. Ráðgert er að innheimtu- miðstöðin verði undir sama þald og sýslumaður og lög- regla en þar eru reyndar einn- ig bæjarstjórnarskriístofúr Blönduósbæjar. Ekki náðist í Bjarna Stefánsson, sýslumann, en hann er í leyfi. Ágúst Þór Bragason, formaðurbæjarráðs segir að verkefnið sé áhugavert og ánægjulegt. Verið sé að móta nýja verkferla og auka skilvirkni í innheimtu á sektar og sakakostnaði á landsvísu. Skagaströnd____________________ Embætti sóknarprests laust Embætti sóknarprests á Skagaströnd er laust til umsóknar en séra Magnús Magnússon, sem þjónað hefur prestakallinu hefur látið af störfum. Magnús tekur við embætti sóknarprests á Ólafsvík. Hann stóð fýrir kveðjumessu í Hólaneskirkju á sunndag en hann hefur þjónað sinni sókn við góðan orðstýr undanfarin fimm ár. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTeHfill chj>- Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun Æl bílaverkstæði Aöalgötu 24 550 Sauóárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.