Feykir


Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 12

Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 12
12 Feyidr 47/2005 Séra HjálmarJónsson í spjalli við Feyki_________ Árin fyrir norðan voru góð ár -segir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur sem segist sáttur við guð og menn Séra Hjálmar í Dómkirkjunni í Reykjavik. “Ég er óumræðilega þakklátur fyrir prestsskaparárin 20 fyrir norðan. Pað eru ár sem koma ekki aftur, nýtt tekur við. Og það nýja er öðruvísi, en ágætt." Hvernig minnist þú þinna fyrstu ára sem prestur í Húnavatnssýslu? „Ég minnist þeirra sem sam- félags við gott fólk og að þar var skemmtilegt að vera flesta daga. Það var eins konar framhald á háskólanáminu. Viðbrigðin eru mikil ifá þvi að vera skóla- drengur en vera allt í einu kominn í embætti í samfélaginu, sem miklu skiptir. Straxfundum við það hjónin að við vorurn á nteðal vina í Húnaþingi. Enga skugga hefur á það borið. Séra Pétur Ingjaldsson pró- fastur á Skagaströnd sagði að það væri náttúrulega fólkið sem kenndi prestinum að trúa. Ég var á sínum tíma ekki alveg sammála því. En eftir á að hyggja er töluvert til í þessu. Maður kemur inn í fastmótað samfélag sem hefur sínar venjur og siði í trúareíhum sem öðrum. Og trúin stendur djúpurn rótum rneðal fólksins í landinu. Hún er hluti af lífstaktinum. Ég hitti einn ágætan bónda í Svínavatnshreppi, sem sagði við mig: „Ef þú messar hæfilega oft þá mætum við vel í kirkju en ef þú messar oftar en góðu hófi gegnir förurn við að skiptast á að koma.” Hann var svo hreinskilinn að segja mér að ganga inn í það sem fyrir var og vera samstiga fólkinu sem ég var settur til að þjóna. Mér finnst það yfirleitt ganga vel. Ég hef alltaf fundið gott sam- starfsfólk í þeim söfnuðum sem éghefþjónað.” Hvað réði þeirri ákvörðun að þú fluttir þig yfir á Sauð- árkrók? „Mig langaði til að takast á við umfangsmeiri störf. Sauðár- krókur er margfalt stærra prestakall og ég vildi einfaldlega takast á við ineira starf. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það. Dvölin með Húnvetningum var samt afskaplega góður tími.” Er munur á Húnvetningum og Skagfirðingum? „Nei, ekki get ég nú sagt það, munurinn er lítill þegar ég lít til baka. Mér finnst sem prestskapur minn fyrir norðan sé ein samfella. Munurinn, ef einhver er, kemur helst í ljós þegar við erum að grínast, kannski bara í léttum hrepparíg, en samfélag við Húnvetninga og Skagfirðinga er gott og gefandi.” Þú fórst í stjórnmálin sem eru óvægin á köflum. Voru það viðbrigði? „Ég tók áskorun um að taka þriðja sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins árið 1991. Stjórnmál eru málefhi samfélagsins og ekkert er þar undanskilið. Þar eru ákveðin málefni sem verið er að fylkja sér um og fylgja fram í samvinnu við annað fólk. Viðbrigðin voru svo sem ekki mikil í þessu, en nokkur heima í prestakallinu. Ég fann fyrir holskeflu andúðar eftir að ég hafði ákveðið að taka sæti á lista. Sumir telja vissulega að stjómmál séu af hinu illa og ekki sé hægt að ganga til liðs við stjórnmálaflokk án þess að vera um leið að yfirgefa köllun sína, svíkja það sem manni er e.t.v. heilagt. Því var vissulega haldið ffam að prestskapur og pólitík gætu ekki farið saman. Annars vegar var þetta í nösunum á fólki en hins vegar voru það pólitískir andstæðingar sem héldu þessu ffam. Það var alveg eðlilegt af þeirra hálfu, þeir fundu hljómgrunn í þvf og ég lái þeim það ekkert að nota sér það. Ég valdi það sjálfur að ganga á svið stjórnmálanna. Ég hefði getað valið að vera lítt umdeildur. Mér leið ákaflega vel í starfi prests og prófasts. En ég vildi prófa þennan vettvang. Vildi ekki sitja hjá þegar kom að því að taka þátt í landsmálun- um. Og mér féll ágætlega. Ekki var ég að þessu til að auðvelda mér lífið. Ekki heldur til þess að komast til áhrifa, ekki til að fá meiri athygli. Ástæðan var einföld: Ég \ildi vinna fjnir mitt samfélag á hinu pólitíska sviði. Stjórnmál eru afar mikilvæg fyrir þjóðina og lýðræðishug- sjóninermikilvægastahugsjónin í hinu veraldlegu samhengi. Það er þetta sem ég hafði hugsjón fyrir, þótt ég yfirgæfi prestkallið um tíma og tæki sæti á Alþingi kæmi annar til að þjóna. Ég hafði engar áhyggjur af því að ekki kæmi maður í manns stað, það hefur aldrei verið prestslaust á Sauðárkróki. Hitt er annað mál að mér finnst skjóta ákaflega skökku við þegar fólk telur að stjórn- málin séu svo andstyggileg að það sé ekki nokkrum heiðar- legum rnanni bjóðandi að sinna þeim. Að vilja sinna stjórnmál- um er að lýsa sig fusan til að sinna mikilvægu málefiii f\rrir sitt samfélag. Það var til dæmis í undirbúningi prófkjörs Sjálfstæðisflokksins 1994 að upp kom umræða í sóknar- nefnd hvort ekki væri hægt að hindra það að presturinn væri að vasast í pólitík. Þá flutti Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri stutta ræðu um skyldur og ábyrgð hvers og eins gagnvart samfélaginu. Einn og sérhver væri sjálfráður að því - og bundinn eigin samvisku - hvernig hann léti til sín taka. Mér er þetta eftirminnilegt vegna þess að það kom ffá manni sem ég gat varla talið meðal minna stuðningsmanna. Gott fólk og drenglundað er alls staðar. Ég get mæta vel skilið það, einkum nú eftir á, að fólki hafi fundist það óþægilegt að presturinn væri í eldlínu stjómmálanna. En ég er hins vegar þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að taka þátt. Ekki er það nú verra að hafa verið þátttakandi á miklu uppgangsskeiði í íslensku þjóðfélagi. Ég hafði reyndar töluvert blandast inn í stjómmál á Sauðárkróki og í kjördæminu, sat í skólanefnd og var í Fræðsluráði Norðurlands vestra. Margt fleira af verald- arvafstri féll til. Við stofiiuðum t.a.m. þetta ágæta blað nokkrir ungir menn upp úr 1980. Þrír úr hópnurn fóru svo með efnið í fyrsta blaðið norður á Akureyri til að láta prenta það, auk mín Jón meistari og Stebbi Árna. Hann lést nú í nóvember fyrir aldur fram, gæðadrengur, magnaður húmoristi og félagi. Við vorum að semja sumt á leiðinni norður. Á útgáfu- deginum, vorið 1981 voru fféttir um það í morgun- útvarpinu að Hekla hefði byrjað að gjósa um nóttina. Jón skólameistari taldi þetta aug- ljóst tákn urn tímamótaáhrifin af þessu blaði. Hann samdi óðara slagorð sem birtist í blaðinu: “Hekla feykir glóðum og heiðrar blaðið á útgáfudegi.” Ég samdi vísu, einnig á leiðinni: Menning eykur okkur hér erþað veikutn styrkur. Blaðið Feykir fréttir ber, forðast reyk og myrkur. Svo voruin við fyrsta vetrardag um haustið að fara með efni blaðsins norður þegar því var lýst yfir að Heklugosinu væri lokið. Þá orti Hilrnir Jóhannesson sem var einn rit- stjórnarmanna og efhilegur penni: Sumar og vetur satnan frjósa, svelluð eru bæjarhlöðin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.