Feykir


Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 15

Feykir - 14.12.2005, Blaðsíða 15
Hjalti Pálsson frá Hofi skrifar - Fyrri liluti Dagbók frá Pétursborg 7. -11. október 2005 L Hluti af Gosbrunnagarðinum og Peterhofhöllinni. I forgrunni er stærsti brunnurinn sem þeytir vatninu upp i 20 metra hæð og sýnir Samson rífa í sundur kjafta fsænska) Ijónsins. Dagana 7.-11. október s.l. fór 14 manna hópur í kynnisferð til Pétursborgar í Rússlandi. Flest voru það Skagfirðingar og þeir sem ekki voru það í upphafi ferðar voru orðir það um það er lauk, a.m.k. að einhverju leyti, þó að þeir viðurkenni það kannski ekki núna. „Upphaf þess fundar var í þeim dúr", eins og segir í kvæðinu, að ég fór á þorrablót Lýtinga og Akrahreppsmanna í Miðgarði s.l. vetur. Þar hitti ég mann sem ég hafði kynnst fyrir áratugum, Vindheimadrenginn Pétur Óla Pétursson sem búið hefur í Pétursborg í áratug eða svo. Hann stakk þá upp á því að ég reyndi að smala saman litlum hópi og við kæmum í heimsókn til hans til Pétursborgar. Hann skyldi sjá um að skipuleggja ferðina að öllu leyti, við bara kæmum. Föstudagur7. október Suður á Keflavíkurflugvöll kl snemma og í loftið 20 mínútum fyrir átta. Stefnan á Helsinki í Finnlandi þar sem við lentum eftir rúmlega þriggja tírna flug og þriggja tíma seinkun á klukku, lentum rúmlega 2 að staðartíma. Þar beið Pétur Óli eftir okkur á vellinum og við gengum í rútu sem hann hafði tiltæka handa okkur. Síðan ekið austur til Rússlands um enda- lausa skóga. Er við nálguðumst landamærastöðina ókum við framúr löngum lestum flutningabíla sem margir voru með nýja bíla á sliskjum og munu þeir hafa skipt hundruðum. Kvað Pétur þá oft verða að bíða dögum sarnan á landamærunum eftir afgreiðslu. En þessi háttur væri frekar hafður við innflutning bíla en skipa þeim upp í höfninni í Pétursborg. Skildist að það væri vegna stjórnarfyrirkomulags hafharinnar en Pétur skýrði það ekki nánar. Stansað var og snæddur málsverður Finn- landsmegin en síðan farið gegnum landamærastöðina, fyrst þá finnsku en síðan þá rússnesku og er um 2 km einskismannaland milli þeirra. Rússlandsmegin þarf gegnum stranga vegabréfaskoðun þar sem enginn brosir en alvaran ríkir og hæfir hvorki flím eða galskapur. Flutningabílar biðu þarna tugum eða hundruðum saman á hliðarplönum og fjöldi einkabíla en rútur frá forgangsmeðferð. Ferðalagið frá Helsinki til Pétursborgar er unr 400 km og tók sú ferð með öllu meira en 6 klst. og eitt tímabil svo að í heild er klukkan fjórum tímum seinni í Pétursborg en á fslandi. Pétur notaði tímann og ffæddi okkur um ýmislegt í háttum og fari Rússa og hugsanagang þeirra. íslendingar eru aldir upp við býsna einsleitar hugmjmdir um Rússa og Rússland. Pétur gat þess að líklega myndum við fara heim með svolítið breyttu hugarfari í garð Rússa ffá því sem við hefðum þegar við komum. Hann vissi alveg hvað hann var að segja. Sem dæmi unr hugmyndir fslendinga hversu allt væri ffumstætt í Rússlandi fengum við að heyra af hjónum einum sem komu í heimsókn og hlustuðu á venjulega fræðslu hjá Pétri á leiðinni austur. Konan spurði varfærnislega hvort það væri nokkur klósettpappír á hótelun- um þarna fýrir austan. Jú, jú, svaraði Pétur. Ja, við Björn minn tókum nú með okkur ldósett- pappír, svona til vonar og vara. Jæja, svaraði Pétur, ég ætla bara að vona að þið hafið gætt þess að hafa hann tvöfaldan, því að þið verðið að sjálfsögðu að senda KGB afrit. Ferðahópurinn við minnismerkið um 900 daga umsátrið. Fremst standa, talið frá vinsti: Hjalti Pálsson á Sauðárkróki, María Pálsdóttir Vogum i Kelduhverfi og maður hennar Þórarinn Þórarinsson, Guðrún og Sigurjón Vilhjálmsson, búsettí Kópavogi og Guðmundur Han- sen frá Króknum. Aftan við frá vinstri: Guðrún Rafnsdóttir Sauðárkróki, Jóhann Guðmundsson frá Hlíð og kona hans Erla Daviðsdóttir en bak við þau sér kollinn á Sigurði Páli Haukssyni og Sauðárkróki og séra Guðbjörgu Jóhanensdóttir í miðjunni en þau voru með okkur á mánudeginum dag, Ásgeir Ásgerisson og Hjördis kona hans, búsett i Reykjavík, Kristmundur Sigurðsson Haga i Gnúpverja- hreppi, Ólafur Bjarni Finnbogason i Kópavogi og Ragnar Björnsson frá Hólum. 47/2005 Feykir 15 Pétursborgerekkiíkjagömul, einungis 300 ára. Upphaf hennar er rniðað við 27. maí 1703 þegar Pétur mikli lagði hornstein að virldnu í mynni Nevu. Borgin stendur á 42 eyjurn og mátti kallast óðs manna æði að reyna að byggja borg á þessum stað í óshólmum árinnarNevuogábyggingartíma hennar voru allir skattlagðir sem til borgarinnar komu. Þeir urðu að koma með steina með sér. Það kallaðist steina- skatturinn. Borgin hét upp- haflega Peters-burg, upp á þýsku, og var höfuðborg keisaradæmis Rom- anoffættarinnar sem ríkti í Rússlandi þrjár aldir, ffá 1613 til 1917. Á árunum 1914-1925 hét borgin Petrograd því að Niku- lási II keisara þótti óhæfa að borgin hétu svo þýsku nafni þegar Rússar voru í stríði við Þjóðverja en effir dauða Leníns var borgin skirð Leningrad honunr til heiðurs enda hófst Byltingin þarna. Síðar var það 1991, eftir fall kommúnismans, að borgin var affur skírð sínu upphaflega naffri, Sankti Petersburg effir pétri postula- stofnanda sínum og merkasta leiðtoga, Pétri fýrsta sem ríkti 1682-1725 og fékk auknefnið „mildi'1. Auk þeirrar gagnlegu ffæðslu sem Pétur þuldi okkur um Romanoffkeisarana nefhdi hann líka nokkra hluti sem við þyrftum að varast. T.d. þ)Tftum við sérstaklega að gæta okkar ef við sæjum sígauna. „Og hvernig þekkir maður sígauna", spurði einhver. „Það fer ekkert á milli mála, og þeir geta bara hvenær sem er sprottið upp í gangstéttunum", svaraði Pétur. Við komurn til Pétursborgar um tíuleytið og voru þá margir orðnir slæptir. Ákvörðunar- staður var Hótel Moskva á bakka Nevu. Stórt og ágætt þriggja stjörnu hótel með 770 herbergjum, byggt fýrir ólympíuleikana í Moskvu 1980 en þá fór öll siglingakeppni leikanna ffam í Leningrad eins og borgin hét þá. Laugardagur 8. október Laust fýrir kl 10 í rnorgun tók Pétur okkur út í bíl og nú var ekið um miðborgina þar sem hann kynnti fýrir okkur nokkuð af hinum fjölmörgu glæsi- byggingum og sögustöðum borgarinnar og kl 11 fórum við í Vetrarhöllina sem m.a. hýsir Hermitagesafnið er telur 2,5 milljónir listaverka að því er hann sagði okkur og seint yrði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.