Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 1
Björgunarsveitarmenn fundu hrossin frá Hofstaðaseli i yfir þúsund metra hæö og þykir mildi aö ekkert þeirra skyldi slasast eöa drepast.
Björgunarsveitarmenn fundu 40 hross frá Hofstaðaseli að fjallabaki
Komu dösuð og
sárfætt til byggða
Leitarmenn frá Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi fundu á
mánudag 40 hross frá Hofstaðaseli í Viðvíkursveit, sem
fældust á gamlárskvöld og hlupu á fjöll. Hrossin flúðu upp
Giljárdal og fundust í 1000-1100 metra hæð á móts við botn
Vindárdals.
Að sögn Vésteins Vésteins-
sonar, bónda í Hofsstaðaseli í
Viðvíkursveit í Skagafirði, voru
hrossin dösuð og sárfætt þegar
þau komu í Hofstaðasel á
mánudag. Mikil mildi þykir að
hrossin skuli hafa skilað sér öll
óslösuð til byggða. Slóðin eftir
þau lá upp suðurhlíð Gljúfur-
árdals )'fir urðir og stórgrýti,
sem gangandi menn sneiða
jafnan hjá. Hrossin eru í eigu
heimilisfólks á Hofsstaðaseli og
flest tamin. Leiðangursmenn úr
Gretti lögðu á fjöll frá bænum
Dýrfinnustöðum í Akrahreppi
og fundu hrossin þar innaf að
fjallabaki. Kunnugir giska á að
þau hafi hlaupið að minnsta
Leiöangursmenn, meölimir í Björgunar-
sveitinni Gretti á Hofsósi: Þorsteinn
Axelsson, Skúfstödum.Jón Kjartansson,
Hlíðarenda, Karl Heiðar Friðriksson,
frá Grund í Svarfaðardal og Erlingur
Garðarsson, Neðra Ási.
kosti 15 kílómetra leið.
Hofstaðasel er í um stundar-
fjórðungs akstursfjarlægð frá
Sauðárkróki. Árleg tlugelda-
sýning björgunarsveitarinnar í
tengslum við áramótabrennu
hófst á Sauðárkróki um klukkan
hálfníu. Um klukkan hálftíu tók
heimilisfólk eftir að hrossin
voru horfin. Kyrrt var í veðri og
hljóðbært svo sprengidrunur
skotelda bergmáluðu milli
fjalla.
„F)TÍr tveimur árum gerðist
það sama,” segir Vésteinn. “Þá
stukku hrossin á girðingar í
myrkrinu og drógu á eftir sér
girðingadræsur og annað.“ Þau
voru í girðingu núna en við
skildum hliðið eftir opið í ljósi
reynslunnar. Vésteinn telur að
umræða þurfi að fara fram um
hver sé ábyrgur fýrir tjóni þegar
skeppnur fælast af völdum
skotelda. Hann segir að í seinni
tíð virðist sér senr hávaðinn hafi
stóraukist í flugeldunum, en
almennt eru menn sammála
um að sjaldan eða aldrei hafi
verið skotið jafir mikið upp á
Sauðárkróki og um þessi
áramót
Skýrsla HA fyrirLeið ehf. í Bolungarvík
Ný Svínvetningabraut
fjárhagslega arðsöm
Skýrsla sem Rannsóknar-
stofnun Háskólans á
Akureyri vann fyrir Leið
ehf. í Bolungarvík, félag
um einkafjármögunun
vegamannvirkja, leiðir í Ijós
góða fjárhagslega arðsemi
þess að leggja nýjan
veg norðan Svínavatns í
Austur-Húnavatnssýslu í
einkaframkvæmd.
Með tilkomu vegarins væri
unnt að stytta leiðina milli
Akureyrar og Reykjavíkur um
þrettán kílómetra. Að sögn
Jónasar Guðmundssonar,
stjórnarformanns Leiðar ehf. er
þessi hugmynd öðrum þræði
lögð ffam sem mótvægi við
hugmyndir um hálendisveg
yfir Stórasand eða Kjöl. Þá
liggi hagsmunir flestra íbúa
Norðvesturkjördæmis einnig í
því að stuðla að áffamhaldandi
uppbyggingu Hringvegarins.
Samkvæmt skýrslunni, sem
unnin er af Jóni Þorvaldi
Heiðarssyni, ætti vegurinn ætti
að geta borgað sig upp á ellefu
árum, miðað við 350 króna
meðalvegggjald fyrir hvern bíl.
Þá er jafhffamt lagt mat á
arðsemi svo nefnds 2+1 vegar
sem er þriggja akreina vegur
en hann er 300-400 milljónum
króna dýrari. Skýrsluhöfundar
vinna nú að því að kanna
þjóðhagslega hagkvæmni
vegarins, en að sögn Jónasar
bendir margt til að hún sé
meiri en fjárhagsleg arðsemi.
Skemmtanir um jól og áramót
Allt fór vel fram
Rólegt var um jól og ára-
mót hjá lögreglunni á
Sauðárkróki og fór allt
skemmtanahald vel fram
að sögn Björns Mikaels-
sonar, yfirlögregluþjóns.
Sömu sögu hafði lögregla
í Húnaþingi að segja.
„Þetta fór fór allt mjög vel
fram, við vorum tiltölulega
fáliðaðir en það kom ekki að
sök,” sagði Björn Mikaelsson.
Að sögn lögreglunnar á
Blönduósi fóru hátíðarhöld
urn jól og ármót vel fram og
lítið um óhöpp. Hljómsveit
Geinnundar lék fjTÍr fullu
húsi í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Var talið að um
400 manns hefðu verið á
dansleiknum og talsvert um
að skagfirsk ungmenni biygðu
undir sig betri fætinum og
fögnuðu nýju ári í Félags-
heimilinu á Blönduósi.
Aramótabrennur fóru
fram í góðu veðri. Fremur fátt
mætti af fólki á brennu og
flugeldasýningu Flugbjörgun-
arsveitarinnar í Varmahlíð.
Góð mæting var á ára-
mótabrennuna á Sauðárkróki
og brutust út fagnaðarlæti að
lokinni flugeldasýningu.
Typpatali Auðuns Blöndal
á Kaffi Krók 27. desember var
vel tekið. Var húsfýllir og
afsannaði Auddi hið forn-
kwðna að enginn sé spámaður
í heimabyggð.
Almenn raftækjaþjónusta
- frysti og kæliþjónusta
- bíla- og skiparafmagn
- véla- og verkfæraþjónusta
—ICTenfli!!
Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019
Bílaviðgerðir
hjólbarðaviðgerðir
réttingar og sprautun
ytMTi
bílaverkstæði
Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141