Feykir


Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 5
01/2006 Feykir 5 laxveiðiám landsins. Þegar veiðitölur voru gerðar upp í lok september kom í ljós að á áttunda þúsund löxum hafði verið landað á bökkum húnvetnsku ánna, sem reyndist metveiði. Töluverðar sviptingar voru í sve itarstjórnarpólitíkinni í Skaga- firði í október en málin leystust þó með friðsamlegum hætti að lokum. Hið sama var því miður ekki hægt að segja um veðrið. Þar voru einnig töluverðar sváptingar en kludinn og ótíðin héldust í hendur. Þó hlýnaði heldur í veðri undir lok mánaðarins. Lagði til uppsögn Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði gerði tillögu um starfslok Ársæls Guðmundssonar, sveitarstjóra í fúndarboði til sveitarstjórnar. Ástæðan var sögð langvarandi þreyta í samskiptum oddvita vinstri grænna og sjálfstæðismanna. ÁUt fór þó vel að lokum og ekki kom til uppsagnar eftir að sveitarstjóri bað Gísla Gunnarsson afsökunar á óheppilegum ummælum í hans garð. Sameining felld Sveitarstjórnarmálin voru víðar í hrennidepli. Aðra helgi í október var kosið um sameiningu Húnaþings vestra og Bæjarhrepps í Strandasýslu, sameiningu Blönduós, Skaga- strandar, Skagabyggðar og Ása- hrepps og sameiningu Sveit- arfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Var sameining allsstaðar felld. Siglfirðingar samþykktu hins vegar að sameinast Ólafsfirðingum. Stóð í vegi Laugardaginn sem kosið var um sameiningu sveitarfélaga stóð 24 vetra gamall klár úr Hjaltadal í vegi fýrir lögreglubíl er flutti kjörgögn ffá Hólum til talningar á Sauðárkróki. Með snarræði tókst ökumanni að afstýra slysi en þó slóst haus hrossins utan í bifreiðina. Hún skemmdist lítið og þeim gamla var heldur ekki meint af. Yfirlögregluþjóninn á Sauðár- króki taldi lítinn vafa á að klárinn hefði með þessu verið að mótmæla sameiningarkosn- ingunum. Heita vatnið Skagafjarðarveitur, sömdu við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um tilraunaborun eftir heitu vatni í Hrollaugsdal. Niðurstaðan var ánægjuleg. Borholan skilaði nægu vatni fýrir hitaveitu á Hofsósi og í Sléttuhlíð en íjarlægð frá borstað til Hofsós er urn 13 kílómetrar. Keyptu hitaveitu Skagafjarðaveitur keyptu Hita- veitu Hjaltadals og boruðu í kjölfarið nýja holu í landi Reykja í Hjaltadal. Nýja holan skilaði nægu vatni fyrir aukan byggð á staðnum. Rjúpnaveiðin Veiðimenn fögnuðu margir hverjir þegar tveggja ára veiðibanni á rjúpu lauk þan 15. oktbóer. Veiðin fór rólega af stað en almennt voru menn á Norðvesturlandi sammála um að nóg væri af fúgli þetta árið. Kvennafrídagur Fjöldi kvenna lagði niður störf í tilefúi 30 ára afmælis kvenna- frídagsins 24. oktbóer. Konur á öllum aldri komu saman og fylktu liði. Körlunr var boðið að slást í för og tóku sumir áskoruninni. Hjartakast í beinni Símahrekkjusvín á FM 975 gengu svo hart að Skúla V. Jónssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls, að hann hné niður með hjartaverk í beinni útsendingu. Hrekkjusvínin báðu Skúla afsökunar enda kom mikið á þá þegar þeir áttuðu sig á alvarleika málsins. 200 veðurtepptir Urn 200 ferðalangar urðu að gista í Vestur Húnavatssýslu í aftaka norðanáhlaupi á 30. og 31. nóvember. Björgunarsveit- armenn og lögregla höfðu í nógu að snúast. Athygli vakti að veðrið var mjög staðbundið og þess vegna erfitt að spá fyrir um það að sögn Veðurstofu. Snjókoman í nóvember og desember var ekki alslæm. Skíðasvæðið í Tindastóli var líkt og önnur skíðasvæði opnað í nóvember og undir lok ársins kornu af og til stylltir og bjartir dagar milli umhleypinga. Korn undirsnjó Kornræktarráðunautur á Leið- beiningamiðstöðinni á Sauðár- króki staðfesti í nóvember að korn væri óslegið á 10 bæjum í héraðinu, samtals um 40 hekt- arar. Þrátt fyrir ótíð tókst að þreskja korn af 310 hekturum af þeim 350 hekturum sem sáð var til. Geisladiskar Karlakórinn Heimir gaf út nýjan geisladisk með aðventu- lögumviðupphafvetrarstarfsins. Þá kom út hjá Skífúnni nýr diskur með Óskari Péturssyni, tenórsöngv'ara ffá Álftagerði í Skagafirði. Bækur Aldinn höíðingi úr Vatnsdal, Gísli Pálsson, bóndi á Hofi, gaf út Atviksorð, ljóðmæli Her- manns heitins Pálssonar. Þeir voru bræður Gísli og Hermann en Gísli hefúr gefið út fjölda bóka. Rokland, nýjasta skáldsaga Hallgríms Helgasonar kom formlega út á Sauðárkróki. Krókurinn er sögusvið bók- arinnar, aðalpersónan Böðvar Steingrímsson kennari kemur ekki kunnuglega fyrir sjónir en ljóst að margar persónur úr bæjarlífinu er fengnar að láni. Þar á meðal Herra Hundfúll, pistlahöfudur á skagafjordur. com. Er vakin athygli á að hann skrifi bæjarslúðrið og ffamkalli jafnframt ljósmyndir fyrir bæjarbúa. Skömmu eftir útkomu bókarinnar hætti umrædd ffamköllunarþjónusta starfssemi. Alcoa-Bachelorinn Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi fjölmenntu til Kanada til fundar við ráðamenn Alcoa samsteypurnnar sem fyTÍrhugar byggingu álvers á Norðurlandi. Ferðin var liður í gagnasöfnun fyrir endanlega ákvörðun um staðarval álvers. Alcoa var í gríni uppnefnt kanadíski bachelorinn. 11.000 volt Það þykir með ólíkindum að starfsmaður RARI Ká Blönduósi skuli hafa náð sér að fullu eftir að hann fékk í sig 11 þúsund volta spennu er hann var við starf við bæinn Finnstungu í Blöndudal. Haut hann 2.-3. stigs bruna á fæti en slapp að öðru leyti ómeiddur. Óhapp Ekki fór jafn vel þegar starfsmaður á Hólum í Hjalta- dal brákaði hryggjarlið og kjálkabrotnaði er hann féll af hestbaki. Maðurinn gekkst undir aðgerð á Landsspítalnum sem tókst vel. Byggðastofnun Svört skýrsla birtist á vegurn iðnaðarráðuneytisins um ffam- tíðarstarfssemi Byggðastofn- unar. Stjórn stofnunarinnar mótmælti og sagði sumsstaðar ekki byggt á réttum forsendum. Iðnaðarráðherra lagði áherslu á að ekki yrði dregið úr starfssemi stofnunarinnar á Sauðárrkóki. Húnavatnshreppur Kosið var til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi í Austur Húnavatssýslu í desember. I leiðinni var kosið um nýtt nafn á sveitarfélagið og valdi meirihlutinn Húnavatnshrepp. Það voru Bólstaðarhlíðar- hreppur, Svínavatnshreppur, Torfalækjarhreppur og Svein- staðahreppur sem sameinuð- ust. Innheimtumiðstöð Blönduósingar fögnuðu ákv- örðun urn Innheimtumiðstöð sektar- og sakarkostnaðar, sem kynnt var að tæki til starfa í vor. Áætlað er að 10-15 starfi við hið nýja fyrirtæki. Árið í heild Mál manna var að um áramótin hefði verið sett nýtt met í sprengingum enda seldust flugeldar upp í Skagafirði. í heild sinni var árið viðburðaríkt en flestir vonast eftir betri tíð á nýju ári. Samkvæmt netkönnun Skaga- tjörður.comvareftirminnilegast frá árinu "stríðsástandið í sveitarstjórn Skagafjarðar", þar á eftir komu föll Tindastól í körfú og knattspyrnu en að auki nefndu nokkuð margir leiðinlegt veður og 100 afmæli mótorhjólsins sem þótti takast með eindæmum vel. ÁG og ÓAB Sauðárkrókur LANDVINNSLA BOLFISKVINNSLA : FLÖKUN : LAUSFRYSTING : PÖKKUN : ÞURRKUN Framtíöaratvinna FISK Seafood landvinnsla á Sauöárkróki getur bætt viö sig fólki í almenn fiskvinnslustörf, um framtíöarstórf er aö ræöa. Upplýsingar gefur Tómas Árdal á staðnum eða í síma 455-4411

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.