Feykir


Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 01/2006 Ólafur Þ. Hallgrímsson skrifar um Guðmund L. Friðfinnsson Aldarminning Guðmundur L. Fríðfinnsson ríthöfundur og bóndi á Egilsá i veislu i Bifröst á Sauðárkróki i tilefni af 90 ára afmæli sinu. Mynd: HP. Þann 9. desember síðast- liðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar L. Friðfinnssonar, rithöfundar og bónda að Egilsá. Hann var fæddur að Egilsá 9. desember 1905; einkabarn foreldra sinna, Friðfinns Jóhannssonar og Kristínar Guðmundsdóttur, sem bæði voru af eyfirsku bændafólki komin og fluttust að Egilsá hið sama ár og Guðmundur fæddist. Að loknu eins vetrar námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Bændaskólanum á Hólum tók Guðmundur við bús- forráðum á Egilsá af foreldrum sínum og bjó þar allan sinn aldur og stundaði ritstörf samhliða búskapnum. Kona hans var Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir frá Keflavík í Hegranesi, mikilhæf húsmóðir, en hún lést 20. maí 1982. Þau eignuðust þrjár dætur: Kristínu, er býr í Kópavogi, Sigurlaugu Rósinkranz, sem búsett er í Los Angeles, U.S.A, og Sigurbjörgu Lilju sem býr í Reykjavík. Um langt árabil ráku þau Anna og Guðmundur eitt stærsta barnaheimili landsins á Egilsá, samhliða búskapnum, byrjuðu smátt en stækkuðu við sig jafnt og þétt, og byggðu stórhýsi, stein- steypt, árið 1966, áfast við íbúðarhús sitt til afnota fyrir barnaheimilið. í því húsi var heimilið rekið í rúman áratug, uns rekstri þess var hætt, og flest urðu börnin í sumardvöl 85. Þau hjón voru einkar farsæl í sínu upp- eldisstarfi, mörg barnanna sem þar dvöldu, bundust þeim ævilangri tryggð. í dag er starfrækt á Egilsá heimili fýrir þroskahefta í hinu stóra húsi. Ritstörf hóf Guðmundur á fimmtugsaldri. Fyrstu bækur frá hans hendi komu út árið 1950, barna - og unglingabækurnar Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær, sem báðar hlutu lofsamlega dóma. Líklega var það ekki tilviljun, að báðar þessar bækur fjalla um börn og unglinga, því svo ríkt var barnið í Guðmundi alla ævi, og sjálfur sagði hann, að það hefði aldrei yfirgefið sig. Alls komu 16 bækur frá hendi Guðmundar á hálfrar aldar rithöfundarferli og fjalla um hin Ijölbreytilegustu efni. Þarmáfinna.aukunglingabóka, skáldsögur fyrir fúllorðna, ævisögur, smásagnasafn, ljóða- bók og leikrit og bækur um þjóðlegt efni. Barnaleikrit eftir Guðmund voru flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þá hafa birst eftir hann margar smásögur og ljóð í blöðum og tímaritum og nokkrar sögur las hann upp í útvarpi. Sjálfur sagðist hann hafa haft mest gaman af að skrifa leikrit. Eitt leikrita hans, leikverkið Berfætlingar, \’ar sviðsetthjáLeikfélagiAkureyrar veturinn 2001 í tilefni af 50 ára rithöfundarafmæli hans og hlaut jákvæða dóma. Síðasta ritverk Guðmundar var stórvirkið Þjóðlíf og þjóðhættir, sent kom út 1991, er Guðmundur var hátt á níræðisaldri, og ljallar um horfna þjóðlífshætti frá bernskudögum höfundar. Fyrir bók þessa hjaut Guð- mundur Davíðspennan, verðlaun Félags ísl. rithöfunda, en einnig var bókin tilnefnd sem ein af fimm fræðibókum tilísl.bókmenntaverðlaunanna. Guðmundur var því óvenju fjölhæfur og afkastamikill rithöfundur, sem jafnan stundaði ritstörfsín í hjáverkum með erilsömum bústörfum. Veturinn notaði hann )'firleitt til skrifta, en á sumrin tóku bústörf og barnaheimili upp tíma hans. Efniðvið skáldverka sinna sækir hann ofíast til sveitarinnar, landsins, þar endurspeglast margslungin, mannleg örlög og víða þjóðfélagsumrót þess tíma, togstreitan milli þess að fara, yfirgefa sveitina, eða vera kyrr, en ósjaldan má greina heimspekilegt ívaf um lífið og tilveruna og hin sönnu gildi lífsins. Margar bóka hans hafa náð almennum vinsældum. Stíll hans er lipur og skemmtilegur, víða bregður fyrir léttum húmor, en undirtónn oftast alvarlegur. Með ritverkum sínum tókst Guðmundi ekki aðeins að skipa sér í fremstu röð ísl. rithöfunda, heldur sýndi hann og sannaði, að hægt er að lifa auðugu menningarlífi, hvar sem menn eru búsettir á landinu, sé vilji og upplag til þess á annað borð. Því miður hlotnaðist Guðmundi ekki sú viður- kenning á opinberum vett- vangi, sem hann vissulega verðskuldaði sem rithöfundur. ítrekaðar tilraunir til að fá hann settan í heiðurslaunaflokk listamanna báru ekki árangur sökum andstöðu í mennta- málanefnd Alþingis. Líklega galt hann þess að búa of langt frá Faxaflóasvæðinu. Síðari árin stundaði Guðmundur skógrækt á jörð sinni og skipaði sér þar með í flokk þeirra hugsjónamanna, sem vildu gera skógrækt að arðbærri atvinnugrein í landinu. Hann var ræktun- armaður í eðli sínu, ég held að sú árátta hafi verið honum í blóð borin. Um árabil meðhöndlaði hann ungar barnssálir og kom ýmsum til þroska, en honum var ekki síður metnaðarmál að græða sár landsins og skila því betra og fegurra í hendur af- komendum. Ræktun lands og lýðs var honum hvort tveggja mikið áhugamál. Fyrstu trjáplöntunum plantaði hann á 4. áratugnum í stóran skrúðgarð heima við bæinn á Egilsá, garð sem ntjög lengi hefur vakið athygli vegfarenda sem urn Norðurárdal fara, en þar rnunu nú vera að finna ein hávöxnustu tré í Skagafirði. Á Egilsá blasa nú við fagrir skógarreitir, og uppi í hlíðinni suður og upp ffá bænum eru að vaxa úr grasi þúsundir trjáplantna, sem innan nokkurra ára rnunu klæða hlíðina skógi, fagur vitnisburður um framsýni og atorku hugsjónamannsins, Guðmundar á Egilsá. Yfir öllu blær lífs og friðar. Kynni okkar Guðmundar á Egilsá hófust fljótlega eftir komu mína í Skagafjörð fyrir rúmum tveim áratugum. Málin æxluðust þannig, að ég aðstoðaði hann lítils háttar við gróðursetningu nokkur vor. Minnilegar verða mér samverustundir frá þeim blíðsumarsdögum. Margt bar á góma og ævinlega fannst mér ég fara ríkari af hans fundi. Hinstu rök tilverunnar voru honum hugleikin, og fáum hefi ég kyn nst, sem voru auðmj úka ri gagnvart almættinu og handairerkum þess. Guðstrúin var honum sífelld endurnæring og styrkur til daglegra starfa, og vart mun hafa liðið sá dagur að kvöldi, að hann íhugaði ekki einhver orð hinnar helgu bókar. Sóknarkirkju sína á Silfrastöðum rækti hann af kostgæfniogvarsafhaðarfúlltrúi Silfrastaðasóknar um langt árabil. Guðmundur var í senn sveitamaður og heimsborgari. Hann var bundinn dalnum sínum og sveitinni sterkum böndum, þarsem hann lilði og starfaði alla ævi. Þar var hann rótfastur og hnikaðist hx'ergi, var kyrr, þegar aðrir fluttu burt. „Hann notaði ekki veginn hinumegin í dalnum til að elta fólkið burt”, eins og skáld- bróðir hans, Indriði G. Þorsteinsson, komst að orði. Úr jarðvegi sveitalífsins voru verk hans sprottin eins og höfundurinn sjálfur. Þar fann hann anda sínum ætíð næg viðfiingsefni. Aldurinn bar hann svo vel, að undrum sætti. Sjálfur komst hann svo að orði í blaðaviðtali, að ellin færi kurteislega að sér. Það mun mörgum ekki hafa þótt ofmælt. Enginn sem til þekkti, hafði á tilfinningunni, að þar færi háaldraður maður, svo ungur var hann í anda og frískur á fæti allt fram undir hið síðasta. Þótt honum væru vissulega fornu minnin kær, festist hann aldrei alfarið í hinu liðna, en fylgdist jafnan \’el með öllum hræringum samtímans, innanlands sem utan, hafði á þeim ákveðnar skoðanir, sem hann gat rætt við hvern þann sem að garði hans bar. Það fann enginn fýrir kynslóðabili, þar sem hann átti í hlut. Síðasta árið dvaldi Guðmundur að mestu á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðár- króki og naut þar hinnar bestu aðhfynningar. Þar lést hann að morgni 4. des 2004 og skorti þá aðeins fimm daga upp á 99. afmælisdaginn. Utför hans fór fram frá Silfrastaðakirkju 17. desember að viðstöddu fjölmenni og í óvenju björtu og fögru vetrarveðri, sem vissulega minnti á lífshlaup hans allt. Er gengið var ffá gröfinni í heimagrafreitnum á Egilsá, þar sem hann var lagður til hinstu hvílu við hlið eiginkonu sinnar undir greinum hinna volduga trjáa, þá hygg ég, að öllum hafi verið ofarlega í huga, að hér var genginn einn af merkustu sonum Skagafjarðar, speking- ur með barnshjarta, maður er átti margvíslega tóna á sinni hörpu, en sló aldrei falskan tón á þá hörpu, heldur aðeins fagurt lag. Guðmundur á Egilsá auðg- aði líf okkar með lífi sínu og verkum. Guð blessi minningu hans. Ólafur Þór Hallgrímsson, Mœlifelli

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.