Feykir


Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 3
01/2006 Feykir3 Hörður Ingimarsson tók saman Kristnihald á Mælifelli Kyrrð og tign hvíldi yfir Mælifelli á 80 ára afmæli kirkjunnar 5. júní sl. Blíðviðrið skóp notalega umgjörð og fólkið í sveitinni gekk í helgidóminn og þétt var setið. En eru göturnar heim að Mælifelli að gróa upp? Baráttan um brauðin kraumar undir og þar er ekkert dúnalogn. Prestskapur í sveitum á undir högg að sækja, skólar loka, mannlífi hnignar. Kirkjan og skólarnir hafa verið kjölfestan í sveitunum síðustu áratugi. ltreyttar samgöngur og bættar leysa stundum upp gamlar menningarheildir og hefðir sveitanna og hvað kemur í staðinn? Hvað vill þjóðin? Hvað viljum við ég og þú? Viljum við ekki trausta búsetu í dreiíðum byggðum íslands? Kristin kirkja er einn hyrningar- steinanna. I ræðu séra Ólafs Hallgrímssonar á afmælisdegi kirkjunnar í sumar sem leið spurði hann hvort hið forna kirkju- og frægðarsetur á Mælifelli væri einhvern veginn að gleymast og verða úr leið? En látum séra Ólaf hafa orðið og skoðum úrdrátt úr ræðu hans. Hing. „Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið urn gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálunr yðar hvíld. Jeremía 6:16 Hingað heirn að Mælifelli lágu gamlar götur. Þær hlykkjuðust hér upp Reiðholtið og heim á kirkjustaðinn, tjölfarnar götur eftir hesta- og mannafætur. Fólkið lagði leið sína hingað á messudögum og aðra daga, fjölmennti til rnessu, átti góðar stundir, hittist, blandaði geði, spurði frétta og þáði svo góðgerðir, áður en heim var haldið. Þannig voru messudagar á íslenskum sveitaprestssetrum í gegnurn aldirnar, sannkallaðir hátíðisdagar, prestssetrið mið- punktur sveitarinnar. En ofar allri hátíð var sú ljúfa skyldurækni að sækja kirkjuna sína, þá nressað var, rækja trúna, ekki endilega af því menn væru þeim mun trúaðri þá en nú, heldur af virðingu við trú og kirkju og siði feðranna. Mikil er sagan, sem hér hefur gerst á fornhelgu kirkju- setri heilags Nikulásar, vernd- ardýrlings Mælifellskirkju. Frá mörgu gætu steinarnir á Mælifelli sagt, hefðu þeir málið. Hér upplifðu menn bjarta hamingjudaga, þegar sól skein í heiði og allt lék í lyndi, en einnig stundir þyngstu sorgar, þegar hinsta förin var gerð hingað heim. Það gerist á sérhverjum kirkjustað. En það birti alltaf aftur fyrir mátt trúarinnar. Mikil er sagan hér á Mælifelli. í dag komum við saman og fögnum 80 ára afmæli þeirrar kirkju, sem nú stendur á Mælifelli og vígð var 7. júní 1925. Áttatíu ár er ekki langur tími í kristnihaldi á þessum stað, sem staðið hefur óslitið líklega frá upphafi kristni í landinu. Engu að síður er ástæða til að staldra við, gera sér dagamun, rifja upp gömlu minnin og hver sé hamingjuleiðin. Núverandi Mælifellskirkja er ekki ýkja stórt hús, enda byggð á erfiðum krepputíma og minnkuð frá því sem teikning gerði ráð fyrir. En hún er stílhreint og vinalegt hús, og myndverk dr. Magnúsar Jónssonar og Hauks Stefánssonar gefa henni sterkan svip. Við eigum vissulega erfitt með að gera okkur í hugarlund, hversu mikið átak það var fýrir fámennan söfnuð að reisa þessa kirkju á erfiðum tímum, reisa allt hér úr rústum eftir staðarbrunann haustið 1921, bæ og kirkju. Þar rnæddi vissulega mikið á sóknar- prestinum, sr. Tr)'ggva H. Kvaran, og hans fjölsk)'ldu. Við höfum sungið sálminn hans hér í dag í virðingu og þökk fýrir arfleifð hans. En kirkja er þó meira en hús. Hún er fýrst og fremst fólkið í söfnuðinum, við öll sém skírð erum í nafni Jesú Krists hins krossfesta og upprisna og honum helguð. Við erum kirkjan. Flest er breytt frá því sem áður var fýrir áttatíu árurn, er þessi kirkja var reist. Reiðgöturnar hingað heim að Mælifelli eru ekki farnarlengur. Það er löngu kominn bílvegur og bílaplan, búið að fýlla upp í gilið sem var einkenni Mælifellsstaðar um aldir, þar sem fólk tiplaði á steinbrú yfir bæjarlækinn milli bæjar og kirkju. Nútekurþað sóknarfólk aðeins fáar mínútur að skreppa til kirkju hingað að Mælifelli, sem tók margar klukkustundir fyrrum. Samt er eins og fólk hafi minni tíma en áður var, eða finnist það hafa minni tíma, þrátt fyrir tæknina. Margt tekur upp tímann, margt er í boði og mörgu að sinna. Við verðum að velja og hafna. Messu- dagurinn er ekki lengur sá þýðingarmikli samkomudagur í sveitinni sem hann áður var og prédikunarstóllinn ekki sami fjölmiðill og áður. Það eru komnir aðrir fjölmiðlar til sögunnar og taka ótæpilega upp tíma okkar. Manneskjan er sjálfri sér lík, hún gleðst og hryggist, hlær og grætur, hún þráir lífsfyllingu og frið í sál. „Hjarta vort er órótt, uns það finnur hvíld í þér,” mælti Ágústínus kirkjufaðir forðum. Það hefur ekki breyst, þrá mannshjartans mun ekki breytast þrátt fýrir allt. Og Guð er hinn sarni. En finnst þér þú eiga erindi við hann? Stundunr hefur mér komið í hug nú síðustu árin, hvort göturnar hingað heim að Mælifelli séu að gróa upp, eða öllu heldur hvort vegurinn sé of lítið farinn af sóknarfólki á messudögum eða í annan tíma. Að hið forna frægðarsetur, Mælifell, hafi verið einhvern veginn að gleymast og verða úr leið. Vist snúum við ekki hjóli tímans, hverfum ekki aftur til þess sem einu sinni var, til liðins tíma. Kirkjan, við öll, verðum að halda áfram göngunni frarn á veginn, hvort okkur er það ljúft eða leitt, aðlagast nýjum tímum. Það hefur kirkjan jafnan gert og mun gera. En öll framtíð byggist á fortíð, að við slítum ekki rótina sem tengir okkur við hið liðna, trú og menningu, heldur leggjunr rækt við trúararfmn, okkur sjálfum og samfélagi okkar til heilla og blessunar, spyrjum um „gömlu göturnar” og förum þær, því þær hafa verið hamingjuvegur kynslóðanna. Það krefst vilja, fyrirhafnar og ákvörðunar, að við tökum afstöðu, veljum og höfnum, leggjum rækt við trúna. Hér uppi á vegg getur að Iíta slitur úr altarisklæði úr kirkjunni sem brann, saumað af frú Elínborgu Pétursdóttur. Á því er þetta gamla vers: Helgu altari hnegjumstað, heyrnaðþyrstum herra Kristi, svala þú í þessum stað. Gömlu göturnar hingað heim að Mælifelli eru enn hamingjuleið. Það hefur ekki breyst þrátt fyrir allt. Gott er að vita af einhverju sem ekki breytist, einhverjum sem ekki breytist, Jesú Kristi, sem er og verður hinn sami að eilífu. Mættum við öll finna og fara hamingjuleiðina. Það væri besta gjöfin sem þið, safnaðarfólkið, gætuð gefið kirkjunni ykkar á 80 ára afmælinu og ykkur sjálfum um leið. Blessun og hjartans þökk býr í hugum okkar á þessum degi til þessa guðshúss, sem opnað hefur dyr sínar fyrir svo mörgum. Þökk sé góðum Guði. Lofað sé heilagt nafn hans.” Ólafur Hallgrímsson / Hörður Ingimarsson netkönnun Hvað er yndislegast við jólin? Að heimsækja afa og ömmu - pabba og mömmu! (17.4%) Jólamessan með fjölskyldunni og öllum hinum! (5.1%) Þegar ég opna síðasta hólfið í jóladagatalinu! (0.6%) Að kveikja Ijósin á jólatréinu! (1.6%) llmurinn og síðan bragðið af hátíðarmatnum! (31.8%) Að opna jólapóstinn og kíkja á kortin! (3.9%) Pakkarnir, brosin, hláturinn og kossarnir! (39.5%) molar Myndatexti rangur Beðist er velvirðingar á því að rangur myndatexti var undir mynd vegna fréttar af Byggingafélaginu Búhöldum á Sauðárkróki í afmælisblaði Feykis. Á myndinni voru þeir Þórður Eyjólfsson formaður Búhölda og smiðirn i r Þóri r og Svavar. Rangi myndatextinn gaf hins vegar til kynna að Jóhannes Kjarval hafi málað altaristöflu sem þótti vera sögufölsun. Hilmir Jóhannesson var auðvitað snöggur til og gerði vísu af þessu tilefni. Frelsarar ennþá finnast heims um hvel, Feykir margt um slíka skýrði vel. Sögufölsun sannlega ég tel að segja þessa þrjá frá ísrael. Að komast í flugvél ...er heitið á nýrri heimildar- mynd um líf fólks í flóttamannabúðum á Balkanskaga og íslenska flóttamannaverkefnið, sem sýnd verður á RÚV næsta þriðjudagskvöld Myndin er að segja má hálf skagfirsk, höfundar eru Árni Gunnarsson, Sauðárkróki og Þorvarður Björgúlfsson, kvikmyndatökumaður sem framleiðir myndina. Myndin er samtímaheimild er veitir innsýn í líf og kjör flóttamanna á Balkanska- ga út frá einstaklingunum sjálfum. Leitast er við að útskýra með dæmisögum hvernig venjulegt fólk verður fórnarlömb stríðsátaka og endar án framtíðar í flótta- mannabúðum. Jafnframt er varpað ljósi á framkvæmd flóttamannaverkefna á íslandi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.