Feykir


Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 7

Feykir - 04.01.2006, Blaðsíða 7
01/2006 Feyldr 7 Rabb-a-babb Árgangur: 1953. Fjölskylduhagir: Giftur Herdísi Klausen hjúkrunarfræðing og á fjögur börn. Starf/nám: Stúdent frá MA "73 og íþróttakennari frá ÍKÍ "76. Bifreið: Huyndai Tucson "05. Hestöfl: 164. Hvað er í deiglunni: Horfast í augu við verkefni nýs árs. Hvernig hefurðu það? Ég hefþað fínt. Hvernig nemandi varstu? Mjög góður í byrjun en var farinn að sitja aftast er leið á menntaskólaárin. Hvað er eftirminnilegast frá ferm- ingardeginum? Þegar var nær liðið yfir mig við al- tarisgönguna. Það hefur sjálfsagt verið Sjérríið Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? íþróttakennari eða bóndi! Hvað hræðistu mest? Ekkert sérstakt. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Abbey Road. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Ekkert. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Enska boltanum. Besta bíómyndin? Sonur þrumunnar. Ég sá seinni hálfleikinn 8 sinnum og er alltaf að bíða eftir að hún verði en- dursýnd svo ég geti horft á fyrri hálfleikinn. Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce og Angelina, ekki spurn- ing. Hvað fer helst í innkaupakörf- una sem ekki er skrifað á tossa- miðann? Úff, það er svo ótalmargt. Hvað er ímorgunmatinn? Skyr.is eða ristað brauð með osti og skinku. Uppáhalds málsháttur? Betri er einn fugl í hendi en tveir á flugi. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Loki. Hvert er snilldarverkið þitt í el- dhúsinu? Ég er þokkalegur í eldhúsinu en mér finnst maturinn hjá Heddý betri. Hver er uppáhalds bókin þín? Allir góðir reyfarar. Efþú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ... í Karabíska hafið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Skipulagsleysið. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Að sjálfsögðu Birmingham, framtíðin erþeirra. Hvaða íþróttamanni hefurðu rnestar mætur á? Michael Jordan, hann var ótrúlegur. Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Að sjálfsögðu Heim í Búðardal. Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnarað þínu mati? Martin Luther King. Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Farsíma, mat og eldunartæki. Hvað er best í lieimi? Að það ríki friður. íþróttamaður Skagafjardar________ Svavar Atli útnefndur Svavar Atli Birgisson körfuboltamaður úrTinda- stóli var útnefndur íþrótta- maður Skagafjarðar árið 2005 í hófi í Ljósheimum þann 28. desember síðast- liðinn. Svavar var einnig valinn íþróttamaður Tindastóls árið 2005 en á síðasta tímabili spilaði Svavar sitt besta tímabil með liði Tindastóls. Hann var einn albesti Ieikmaður landsins og stigahæstur allra íslendinga í úrvalsdeildinni ásamt því að spila félaga sína uppi og berjast eins og ljón í vörninni. Sannarlega mikill fengur fyrir Tindastól að halda í Svavar þrátt fyrir að liðið leiki einni deild neðar í vetur en síðasta vetur. I öðru sæti varð Þórarinn Eymundsson hestamaður úr Stíganda. Þórarinn átti mjög gott keppnisár. Hann keppti á fjölda móta og stóð sig undantekningalaust vel. í lok ársins var Þórarinn tilnefndur sem Gæðinga- knapi ársins á landinu. Þórarinn er einnig Hesta- íþróttamaður Skagafjarðar árið 2005. I þriðja sæti varð Kári Steinn Karlsson frjálsíþrótta- maður úr Tindastóli. Kári Steinn er án nokk- urs vafa einn alefnilegasti frjálsíþróttamaður landsins. Á árinu var hann besti langhlaupari landsins og vann fjóra íslandsmeistara- titla og keppti í landsliðinu. Með landsliðinu keppti hann á Smáþjóðaleikunum og í Evrópubikarkeppni. Á Norðurlandamóti unglinga í víðavangshlaupi lenti hann í 3. sæti. Sundlarar og Kennarar fremstir í flokki Jólamót Molduxa Jólamót Molduxa fór fram með friði og spekt í íþróttahúsinu á Sauðár- króki að kveldi 30. desember2005. Færri tóku þátt en vonast var til en fjölmargir áhorfendur fylgdust þó með íþróttahetjunum og unggæðingunum spretta fjörlega fyrstu sporin. Sigurvegar á mótinu reyndust í opnum flokki vera Sundlarar, aðrir voru BB og þriðju voru sparkmennin í Og hann brenndi af. Liðin í fjórða til sjötta sæti voru neðar en þau þrjú efstu. í hinum virðulega lávarðaflokki báru Kennarar sigur úr bítum, Molduxar voru spakir en ekki slakir í öðru sæti en Dvergar ráku Iestina í því þriðja. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is TAXI laugardagskvöldið 14. janúar 2006 www.heilsufrettir.is/sigrungrims, Ragnar Guðmundsson frákl.22-02. simi 864 0538 Gilstún 24 Stulli og Dúi sjá um að allir skem- Heimasími 453 5785 mti sér. Gsm 897 6085 Mætum vel Hvert á land sem er! - greiðslukort ekki tekin. Bíll til sölu Nefndin Toyota Corolla 1300, árgerð 1995, ekinn 165 þúsund kílómetra, sparneytinn bill. Hvellur Upplýsingargefa Björgvin eða Nú byrjum við með stæl á nýju Herbalife Margrét i síma 453 5609. ári og dönsum i Félagshei- Byrjum árið á undirstöðunni. mili Rípurhrepps i Hegranesi Herbalife næringarvörur hjálpa mér. Hvað með þig. 1

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.