Feykir


Feykir - 31.05.2006, Síða 2

Feykir - 31.05.2006, Síða 2
2 Feykir 21/2006 jfæx j Æ/jf Frumlegir skipuleggjendur ráðstefnunnar ásamt Guðjóni Bergmann. Reyklaus.is______________ Nemendur á Hólum í öðru sæti Nemendur6.7.og 8. bekkjar Grunnskólans að Hólum í Hjaltadal höfnuðum í 2. sæti í keppninni, reyklaus.is, sem er árlegur viðburður 7. og 8. bekkjar, haldin á vegum Tóbaksvarnarráðs íslands, nú Lýðheilsu- stöðvarinnar. Framlag krakkanna á Hólum var ráðstefna sem var haldin 5.apríl n.k. og bar yfirskriftina „Reyklaus fram- tíðarsýn fyrir Skagafjörð11. Ráðstefnan fjallaði um reyk- ingar og kvilla sem fylgja í kjölfar þeirra, auk framtíðar- sýnar krakkana á Skagafjörð sem reyklaust sveitarfélag. Ráðstefnan er sprottin af þeirri hugmynd að nemendur læri að vinna saman að þverfaglegu verkefni, en það þýðir að fléttað er saman kennslu í ýmsum fögum. í þessu tilviki voru það fög eins og lífsleikni, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt, íslenska, stærðfræði og myndmennt. Heiðursgestur á ráðstefn- unni var Guðjón Bergmann. Leiðari Að loknum kosningum Eru sveitarstjórnarmenn miskátir eftirþví hvernigþeir upp- skáru. Hins vegar landsmenn flestir þvífegnir að þœr eru afstaðnar og ný dœgurtnál rœddyfir kafftbollutn. Nú eiga sveitarstjórnarmenn, óháð framboðum ogsveitar- félögum, að vinna santan sem einn maður að hagsmunum sinnar heimabyggðar. Tilþess voru þeir kjörnir. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgetandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu21, Sauðérkréki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Porkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir ogJón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmadur: Árni Gunnarsson amig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðantenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Simi 4557175 Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250krónurmeð vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Úrslitsveitarstjórnarkosninganna á Norðurlandi vestra Framsóknarflokkur sig- urvegari í Skagafirði Þaðvargóð stemning i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki á kosninganóttina enda skiluðu fjórir framsóknarmenn sér inn i sveitarstjórn. Framsóknarflokkurinn var sigurvegari kosninganna í Skagafirði, hlaut 34,5% atkvæða og fjóra menn kjörna. Á síðasta kjörtímabili var Framsókn með 3 fulltrúa en sinn fjórða unnu þeir af Vinstri grænum. VG fengu 276 atkvæði eða 11,6% og einn mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einnig fylgi en náði þó þremur mönnum inn, hlaut 693 atkvæði eða 29,2%. Fráfarandi meirihluti samanstendur af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Frjálslyndir og óháðir fengu 197 atkvæði eða 8,3%. Pálma Sighvatz, sem var efstur á lista þeirra vantaði 8 atkæði upp á að ná kjöri og hefði hann þá fellt Sigurð Árnason fjórða mann Fram- sóknar. Samfylkingin bætti við sig fygi en ekki nægilega miklu til að ná inn tveimur fulltrúum en Vanda Sigurgeirsdóttir, annar maður á listanum var í baráttusæti. Samfylkingin fékk 392 atkvæði og alls 16,5%. Auðir og ógildir kjörseðlar voru 50 en á kjörskrá voru tæplega 3000 manns. Eftirtaldir frambjóðendur náðu kjöri: 1. (B) Gunnar Bragi Sveinsson 2. (D) Bjarni Egilsson 3. (B) Þórdís Friðbjörnsdóttir 4. (S) Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 5. (D) Páll Dagbjartsson 6. (V) Bjarni Jónsson 7. (B)EinarE. Einarsson 8. (D) Katrín María Andrésdóttir 9. (B) SigurðurÁrnason Akrahreppur í Akrahreppi var ekki listakosning og ríkti því talsverð spenna um útkomuna. Niðurstaðan var sú að fjórir af fimm aðalmönnum voru endurkjörnir í hreppsnefnd en Jón Sigurðson á Stóru Ökrum var kjörinn í stað Margrétar Óladóttur á Flugumýri. Varð niðurstaðan eftirfarandi Aðalmenn 1 AgnarH. Gunnarsson, Miklabæ 2 Þorleifur Hólmsteins, Þorleifsstöðum 3 Svanhildur Pálsdóttir, Stóru Ökrum 4 Þórarinn Magnússon, Frostastöðum 5 Jón Sigurðsson, Stóru Ökrum Skagabyggð í Skagabyggð kusu 43 af 63 á kjörskrá og varð niðurstaðan eftirfarandi: Aðalmenn 1 Rafn Sigurbjörnsson Örlygsstöðum II, bóndi 2 Baldvin Sveinsson Tjörn, bóndi 3 Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Vtra-Hóli I, kennari 4 Magnús Guðmannsson, Vindhæli, bóndi 5 ValgeirKarlsson Víkum, bóndi Höfðahreppur Skagastrandarlistinn undir forystu Adolfs H. Berndsens vann nokkuð öruggan sigur í s veitarstjórnarkosningunum á Skagaströnd. Listinn sem bauð ffarn undir listabókstafnum S, fékk 60,4% atkvæða og þrjá kjörna fulltrúa af fimm í sveitarstjórn. Lýðræðislistinn, er bauð ffarn undir lista- bókstafnum L, fékk 39,6% at- kvæða og tvo kjörna fulltrúa. Kjörnir aðalmenn í sveitarstjórn Höfðahrepps til næstu fjögurra ára eru: 1. (S) Adolf H. Berndsen 2. (L) Sigríður Þórunn Gestsdóttir 3. (S) Birna Sveinsdóttir 4. (S) HalldórG. Ólafsson 5. (L) Erla Jónsdóttir Blönduós E-listinn, Blönduóslistinn sigraði sveitarstjórnarkosninga rnar á Blönduósi. Náði hreinum meirihluta, en naumlega þó eða 51,78% greiddra atkvæða og (jóra bæjarstjórnarfulltrúa af sjö. Jón Örn Stefánssson, annan mann á Á - lista Bæjarmálafélagsins hnjúka vantaði 19 atkvæði til að fella 4 mann E - lista. E-listinn var sigurvegari á Blönduósi, náði meirihluta en naumlega þó.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.