Feykir


Feykir - 31.05.2006, Síða 5

Feykir - 31.05.2006, Síða 5
21/2006 Feykir 5 til forystu þann mann sem reyndist svona vel." - Nú hefúr þú kynnst nokkuð þessum pólitísku átökum í bæjarfélaginu og allri um- ræðunni um meintan yfirgang Kaupfélagsins og tilburði við að vera allsráðandi? „Ég veit ekki hvort ég á að vera að tjá mig nokkuð um það. Ég lenti reyndar í upphafi í nokkrum deilum við Kaup- félagið út af því að þeir vildu ekki selja okkur gærur; það var erfitt mál sem leystist farsællega fyrir okkur. En þetta voru miklir átakatímar, Eyjólfur kom norður til að skjóta hrútinn og ég varð vitni að þeim atburðum öllum og tók þátt í þeirri atburðarás. Ég hef hinsvegar aldrei haft neina fóbíu gagnvart samvinnuhreyfingunni, enda alinn upp að hálfu leyti á miklu samvinnuheimili hjá afa mín- um Jóni á Hofi sem var mikill samvinnumaður, formaður Kaupfélags austur Skagfirðinga og á kafi í þessari ffamsókn- arpólitík. ...það er styrkur fyrir Krókinn og Skagafjörð að hafa sterkt Kaupfélag... Það er styrkur fyrir Krókinn og Skagaíjörð að hafa sterkt Kaupfélag sem er vel rekið. Það kann að vera að þeir séu á stundum frekir til fjörsins og mættu stíga varlegar niður, en ekki væri betra ef þeir væru ekki til staðar. Svo gerist það um 1985 að mér er boðin staða framkvæmdastjóra Hagkaups en það fyrirtæki var þá í eigu Pálma móðurbróður míns og það var auðvitað tilboð sem ég gat ekki hafnað enda var ég þá dottinn út úr pólitíkinni. Ég hafði slæðst inn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum 1978 og 1979, lenti þar í þriðja sæti á eftir Eykon. En þegar kemur svo til prófkjörs 1983 þá var ég langneðstur, lenti í sjötta sæti en fékk þó víst flest atkvæðin en næstum öll í sjötta sætið. Og þar var nú allur endir bundinn á einhvern frama í pólitíkinni. Re)Tidar fékk þetta ekki á mig því ég ætlaði aldrei að verða pólitíkus enda alltof hvatvis til þess. Ég held ég hafi flutt allra vitlausustu jómffúrræðu sem flutt hefúr veriðá Alþingi." - Svo þú lentir inni á Alþingi. „Já, einu sinni eða kannski tvisvar. En ég lenti í orma- gryljunni sem var uppgjörið milli Geirs Hallgrímssonar og Gunnars Thoroddsen, eins og ég lenti líka í heima í kjördæm- inu þegar ég varð að gera upp á milli Pálma og Eykons. En mér fannst öll þessi stjórnarmyndun þeirra félaga vera eitthvert vandræðaslys." - Fórstu þá í jómffúrræðuna heitur í þeirri umræðu? „Nei það var nú ekki svo slæmt. Ég var búinn að semja fjandi góða ræðu um Ólafslögin sem ég ætlaði að flytja sem jóm- frúrræðu en lenti í því af kjánaskap og hvatvísi að taka þátt í utandagskrárumræðu um dreifingu sjónvarpsefnis. Þannig var að það var umræða um dreifingu sjónvarpsefnis og ráðherra getur um það í sinni ræðu að það séu eitthvað 360 bæir sem nái ekki sjónvarps- sendingum og það þurfi að byggja eitthvað 50 eða 60 endurvarpsstöðvar til að laga þetta og með óskaplegum kostnaði. Og þegar 19 þing- menn höfðu tjáð sig um málið og allir á sama veg þá stóð ég upp og bað um orðið. Þarna hélt ég í gáleysi mína jóm- frúrræðu og hún var stutt og efnið var ábending til ráðherra umaðnúværi kominnýtækni sem væri nelnd video. Og með þessari tækni væri auðvelt að taka upp sjónvarpsefni og það væri spurning hvort ekki væri ráð að kaupa 360 videotæki handa þessum bæjum og senda þeim svo valið sjónvarpsefni svona vikulega! Ég var búinn að reikna út hvað þetta kostaði og það voru einhverjar“ prómillur“ af kostnaði við endurvarps- stöðvarnar. Og þetta féll í mjög misgóðan jarðveg. Ég man að Ragnhildur Helgadóttir taldi þetta bestu ræðu sem hefði verið flutt á þingi, en daginn eftir las ég í Morgunblaðinu pistil eftir Stefán Friðbjarnarson sem fjallaði um þessa umræðu og í lokin stóð þar: -Einnig tók til máls Jón Ásbergsson. - Svona fór nú með jómffúrræðuna." - Þú hefur ekki lent í neinum umtalsverðum átökum í bæjarmálunum á Króknum? „Nei.Þetta skólamál hafði verið lengi í umræðunni og orðið vel undirbúið af forvera mínum í formannsstarfinu Guðjóni heitnum Ingimundarsyni. En auðvitað þótti okkur sjálfstæð- ismönnum gott að geta þakkað okkur það þó um það hafi alltaf ríkt ákaflega góð sátt og samstaða. Ég man ekki eftir neinum átökum í bæjarmálunum, þetta voru góðir tímar og uppgangur í bæjarfélaginu og allir unnu vel. Einstöku sinnum fékk maður að heyra að maður væri utan- bæjarmaður og þar með ekki alveg „original“ en það risti ekki djúpt og ég held að yfirleitt hafi fólk verið velviljað þeim sem aðfluttir voru. Ég var aldrei gefinn fyrir að flokka menn til hægri eða vinstri og alls ekki í eðli mínu að vera stríður í þá veru. En svona þegar maður var kominn í kosningaham þá var spólan auðvitað sett í gang. Mér finnst ég ennþá eiga þarna fyrir norðan góða vini og kunningja sem voru ekki neinir fylgjendur íhaldsins í pólitík. Svo er ég í Hagkaup í átta ár. Þegar ég byrja þar þá er bygging Kringlunnar í uppsiglingu og þeir feðgar og eigendur Pálmi og Sigurður Gísli vildu beina sjónum sínum að því verkefni og fá mann til að sjá um rekstur verslunarinnar meðan á því stóð. Þetta voru spennandi tímar og mikil uppsveifla í fyrirtækinu; gaman að taka þátt í öllum þessum rekstri og maður lærði margt. En þetta var auðvitað fjölsk)Jdufýrirtæki þar sem ég var bara frændinn en ekki einn af eigendum og fyrirsjáanlegt að þetta unga frændfólk mitt sem allt var starfandi við reksturinn myndi taka við. Svo þegar mér bauðst þetta verkefni hérna þá blasti við spennandi tækifæri og ég vildi gjarnan skipta um vettvang áður en að því kæmi að ég yrði fyrir. Og hérna er ég búin að vera í ein tólf ár. Þetta var auðvitað nokkur breyting en þó sé ég að mér nýtist að nokkru sú reynsla að hafa rekið lítið útflutningsfyrirtæki norður á Sauðárkróki og geri mér í ljósi þess grein fyrir því betur en ella að sumt tekst betur en annað og sumt jafnvel mistekst og fyrir því geta verið fullkomlega eðlilegar orsakir, en hlutirnir hafa breyst verulega frá þeim tíma. ...ég man að Raanhildur Helgadottir taldi þetta bestu ræðu sem hefði verið flutt á þingi... Til dæmis var ég að rifja það upp að ég sá ekki telex fyrr en 1979,ogþettavarbyltingakennd tækni þá til að hafa samband við umheiminn, en tilheyrir nú fornminjum og er til sýnis á söfnum Ég held að við höfúm ennþá þurft að hringja til útlanda gegnum „miðstöð“ þegar ég var að byrja hjá Loðskinni. - Sérðu fyrir þér í gegnum þetta starfvið alþjóða- tengingar og markaðs- upplýsingar einhver ný tældfæri fýrir okkur og þá eldd síst okkar dreifðu byggðir sem ævinlega eru í einhverri varnarbaráttu? „Ég veit ekki hvað skal segja. Hér innan veggja Útflutnings- ráðs höfúm við verið með mjög öflug fræðsluverkefni. Þar höfúrn við verið að kynna fólki markaðverkefni og kenna því markaðssókn. Ég hef séð fyrirtæki verða til í framhaldinu og þau verða máttarstólpa í sínum byggðar- lögum. Ekki vegna þess að þau hafi fengið frá okkur fjárhagslegan stuðning, heldur bara þekkingarmiðlun. Og bara núna um daginn var verið að veita Útfluningsverðlaun for- seta Islands og þessi verðlaun hlaut fyrirtækið 3X-Stál EHF á ísafirði. En þeir komu strákarnir þaðan inn í verkefni hjá okkur skömmu fyrir síðustu aldamót, kjarkmiklir strákar sem sáu að þau verkefni sem þeir höfðu sérhæft sig í að sinna dygðu þeim ekki og hérna soguðu þeir til sín eins og svampar alla þá þekkingu sem við gátum látið þeim í té og náðu því að nýta sér hana með þessum frábæra árangri. Þetta er bara lítið dæmi. ...íslenski hesturinn er alveg stórkostlegur ambassador þessarar þjóðar erlendis... Auðvitað eru engar sjáan- legar forsendur til þess að það sé vænlegra að reka smíðafyrir- tæki á ísafirði en bara hér í Reykjavík. En rækjuiðnaðurinn var þeirra bakland og sú þekk- ing sem þjónustan við hann hafði skapað nýttist þeim til annarra og stærri verkefna. Og núna kunna þeir að leita þau uppi. Ég held að svona fyrirtæki geti orðið til hvar sem er." - En nú hefur lengi verið rætt um að skortur á þolinmóðu fjármagni standi í vegi fyrir þróun á mörgum verkefhum sem sýnilega verða tímafrek áður en þau fara að sýna ábata. Er ekki eitthvað til í þessu? „Vafalaust eitthvað. En fyrst og fremst þarf þekkingu, djörfúng og frumkvæði. Fjármagnið leitar alltaf uppi góða stjórn- endur. Ef þeir sem peningana eiga treysta á stjórnendurna þá er þetta allt miklu auðveldara. En auðvitað leitar fjármagnið nú ekki beinlínis sjálfkrafa út á landsbyggðina." - Hvað segirðu um þessa að ýmsra mati pólitísku stefnu að stjórnvöld leggi upp áætlanir um atvinnumál hinna dreifðu byggða og að endingu loldst þetta fólk inni í einhverskonar væntingum um að stjórnvöld leysi öll þeirra atvinnumál með þessu eða hinu móti og haldi svo bara að sér höndum? „Auðvitað hafa tímarnir breyst og allt umhverfi viðskipta og atvinnu farið að bera svip alþjóðavæðingar. Hver hefði trúað því fyrir fáum árum að íslensk skuldabréf og gjaldmiðill yrðu eftirsótt á erlendum fjármálamörkuðum, og banda- ríska hagkerfið fengi aðsvif ef íslenska hagkerfinu skrikaði fótur? Og þessi svokölluðu ruðningsáhrif vegna stóriðju- ffamkvæmdanna hafa vissulega orðið nokkur en þó langtum minni en spáð hafði verið. Ég sé það auðvitað ekki fyrir mér að það rísi álver í hverju byggð- arlagi; fólk verður að vera opið fjTÍr nýjum leiðum og leita uppi ný sóknarfæri. Það er líka ýmislegt spenn- andi í gangi hjá okkur, til dæmis er hesturinn okkar, íslenski hesturinn, alveg stórkostlegur ambassador þessarar þjóðar erlendis og hreint ævintýri að fylgjast með vinsældum hans. Þar hafa líka verið að verki flinkir menn og konur sem eftir að hafa unnið með hann erlendis hafa kynnst markaðn- um og lagað sig eftir honum. Oft er þetta fólk með alla þræðina í eigin höndum, það ræktar hestinn, temur hann og þjálfar og vísar honum síðan beint til kaupandans. Þarna hefúr allt gengið upp. Ég held að við eigum að geta verið bjartsýn þjóð ef við höfum vit á að nýta okkur þá kosti sem við eigum í stöðunni á hverjum tíma." Árni Gunnarsson frá Reykjum

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.