Feykir


Feykir - 31.05.2006, Side 6

Feykir - 31.05.2006, Side 6
6 Feykir 21/2006 hefur fræðslu urn kristna trú, vináttu og virðingu að leiðaljósi að hafa gulrætur til að halda fólkinu við efnið. Okkar gulrætur eru aðallega tvær, sólarhrings ferð á Löngumýri við upphaf aðventu og svo helgarreisa í Vatnaskóg að vori. Veg og vanda afmótum þessum hefur fræðslufulltrúiSkagafjarðarog Húnavatnsprófastsdæmis sr. Sigurður Grétar Sigurðarson, eða Siggi prestur sem menn og málleysingjar elska;) Aldrei hefúr mótið verið fjölmennara: 140 börn auk leiðtoga og frækinna upp- vaskara sem mæðrunr sínum og feðrun til undrunar eru sjálfboðaliðar við uppvaskið. I ár voru hópar frá Hofsós og Hólaprestakalli, Ólafsvík, Grundarfirði, Hvammstanga og Sauðárkróksprestakalli. Mótið felur í sér samveru barna, presta og leiðtoga, við leik og fræðslu. Kvöldvökur, bátsferðir, bænastundir í kapellu, útileikir, kassabílar, íþróttir, guðsþjónustur auk samveru með bæn kvölds og morgna. Fræðsluefni mótsins í ár voru valdir textar úr fjallræðunni. Öll komu heim reynsl- unni ríkari, nokkur tókust á við heimþrá, flest eignuðust nýja vini og vinkonur en öll fengu tækifæri til að leika sér og leyfa prestinum sínum að rninna sig á elsku Guðs. Einhverjir prestanna sváfu að vísu í sólarhring eftir heim- komuna, við nefnum engin nöfn en það er á hreinu að hún svaf með bros á vör! Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur á Sauðárkróki. Stubbarnir voru ekki ókátirmeð dvölina i Vatnaskógi. Sauðárkrókskirkja Stubbar í starfi og Guðbjörg áttu nokkuð æ-læner ? Nei ég átti ekki rétta litinn en ég brosti út í annað og horfði með gleði yfirhópinn. Þreytt og ánægð börn eftir vel heppnaða ferð í Vatnaskóg í Hvalfirði, undraveröld fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Það er orðið árlegt að Stubbarnir tíu til tólf ára klúbbur Sauðárkrókspresta- leik kalls leggi land undir fót og haldi á vormót TTT-klúbba í Vatnaskógi. Stubbarnir eru rótgróin starfsemi á Sauðárkróki, áttunda starfsárinu var að ljúka og hefur klúbburinn ávallt verið vel sóttur enda stendur sóknarnefnd kirkjunnar vel að baki starfinu auk stykja úr Héraðsjóði Skagafjarðarp rófastsæmis. Gott er í starfi sem Alliríbátana og björgunarvestin. Enginn er verri þó hann vökni. Stúdentarsetja upp stúdentshúfurnar. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 72 brautskráðir Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra var slitið í 27. sinn föstudaginn 26. maí. Að þessu sinni brautskráð- ust 72 nemendur frá skól- anum. Af þeim voru 44 nýstúd- entar, 3 nemendur af starfs- braut, 5 húsasmiðir, 1 vél- smiður, 2 sjúkraliðar, 2 nemendur af viðskiptabraut, 1 af uppeldisbraut, 1 af vél- stjórnarbraut 2. stigs og 13 af vélstjórnarbraut 1. stigs. meistari flutti annál skóla- starfsins. í máli hans kom m.a. ffam að mikil gróska er í skólastarfinu og að bjartsýni ríkir meðal starfsfólks og stjórnenda um vöxt og viðgang skólans ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækja og stofiiana á Norðurlandi vestra. Að loknum kveðjuorðum skólameistara var skólanum slitið. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður. J[ó£rc Séð yfirhluta íþróttasalarins en FNV varsliitið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Góð gjöf frá bankanum Landsbankinn á Sauðárkróki færði á dögunum Flugbjörg- unarsveitinni íVarmahlíð björgunarhjálma og búnað að verðmæti 100 þúsund krónur. Hjálmarnir eru tuttugu talsins og ætlaðir meðlimum sveita- rinnar við klifur og almenn björgunarstörf. Á myndinni má sjá Ástu Pálmadóttur útibússtjóra færa Guðmundi Rúnari Guð- mundssyni og Hilmari Baldurssyni frá Flugbjörg- unarsveitinni hjálmana.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.