Feykir - 08.11.2006, Page 4
4 Feykir 41/2006
Strandamenn búa sig undirnýja sókn í ferðaþjónustu
Hugsa gott til
bættra samgangna
Gamall hjallur og bátaspil á Selströnd við Steingrímsfjörð.
Enda þótt Strandamenn séu
ekki fyrirferðarmiklir í
umræðunni um nýsköpun og
uppbyggingu á landsbyggð-
inni fer því fjarri að þar ríki
deyfð og vonleysi um framtíð
byggðar. Þessu komst
tíðindamaður Feykis að er
hann átti stutt spjall í síma
við þau Jón Jónsson
þjóðfræðing á Kirkjubóli í
Steingrímsfirði og Evu
Sigurbjörnsdóttur hótelstýru
í Djúpavík sem bæði reka
ferðaþjónustu ásamt mökum
sínum.
Svo hittist á að þennan dag
komu 20 framsæknir Stranda-
menn saman á Kirkjubóli og
ræddu framtíðarhorfur í
tengslum við nýja vegarlagningu
um Arnkötludal en því verki á
að vera lokið 2008. Bærinn
Kirkjuból er í Tungusveit sem
nú er nefnd svo eftir að nafn
Kirkjubólshrepps var lagt niður
við sameiningu nokkurra
hreppa sem síðan kallast
Strandabyggð. Jón segir íbúana
vera samtaka við að búa sig
undir þau sóknarfæri sem þessi
samgöngubót komi til með að
bjóða upp á og enginn bilbugur
sé í fólki. Jón hefur ásamt
eiginkonu sinni Ester Sigfús-
dóttur reJdð ferðaþjónustu á
Kirkjubóli frá árinu 2001 og
segir aðsókn fara vaxandi með
hverju ári. Hann segir margt
vera í gangi sem laði ferðafólk
þarna norður auk þess sem
sérstaða byggðarinnar veki
vaxandi forvitni ferðamanna,
jafiit erlendra sem innlendra.
Auk vaxandi aðsóknar á
galdrasýningar og hrútaþukl
eru ný tækifæri komin til
sögunnar og farin að laða til sín
ferðafólk. Er þar um að ræða
fúglaskoðunarferðir út í
Grímsey á Steingrímsfirði sem
er þéttsetin lundabyggð og eins
ernúboðiðuppáskoðunarferðir
frá Norðurfirði með farþega-
ferju norður á Hornstrandir yfir
sumarið. Nýbúið er að byggja
sundlaugar bæði á Hólmavík og
Drangsnesi í viðbót við þær sem
fyrir voru á Krossnesi í
Norðurfirði og Laugarhóli í
Bjamarfirði. Á Laugarhóli er nú
boðið upp á gistingu allt árið og
þar hefur hótelbyggingin verið
stækkuð og lagfærð. Síðastliðin
t\rö haust hefur Strandagaldur
staðið fyrir uppgreftri á fornri
hvalveiðistöð ffá tímum Baska á
svokölluðum Strákatanga við
Hveravík sunnan Drangsness.
Þar hefúr rneðal annars komið
í ljós múrsteinshlaðinn
bræðslupottur og rennan upp
að honum. Þessar minjar styðja
gamlar munnmælasögur um
starfsemi á þessum stað og eru
hin merkasta heimild jafiivel í
alþjóðlegum skilningi. Ein af
fáum rækjuverksmiðjum liér á
landierennþá rekin á Hólnravík
með aðfluttu hráefni. Þó fólki
hafi að sönnu fækkað hin síðari
árin eru Strandamenn
sannfærðir um ffamtíð byggðar
sinnar og ráðnir í að finna
tældfærin og nýta þau.
Landbúnaður er einvörðungu
sauðfjárbúskapur utan þess að
tveir mjólkurffamleiðendur
eru inni í Hrútafirði. Hlunnindi
af reka hafa stórlega minnkað;
Vetrarstemnin ÍDjúpuvik.
þó eru ennþá nokkuð nýttar
sögunarvélarnar í Litlu Ávík og
í Þorpum og einnig í Ófeigsfirði.
Aðspurður segir Jón að
kapphlaup auðmanna eftir
lausum jörðum sé eitthvað farið
að gera vart við sig í sýslunni en
þar hafi lítið verið í boði.
íbúðarhús þeirra jarða sem
losni úr fastri búsetu séu yfirleitt
í góðu viðhaldi og búið í þeim
yfir sumartímann. Nokkrir
ungir bændur eru að stækka
búin og nýbyggingar eru reistar.
Og Jón gefur lítið fyrir þau
viðhorf ýmsra forvígismanna
landsbyggðarinnar að framtíð
búsetu sé bundin við
málmbræðsluáform.
Eva hótelstýra segir að aðsókn
hafi aldrei verið meiri hjá þeinr
hjónum í Djúpavík en nú í
sumar. Þau hafa þar fasta búsetu
allt árið en yfir vetrartímann er
lítið um að vera. Þó koma alltaf
einhverjir hópar sem leita effir
aðstöðu til vélsleðaaksturs og
ýmsu því sem þetta sérstæða
byggðarlag býður upp á umfram
aðra ferðamannastaði. Ogþegar
fundinum á Kirkjubóli lauk
þurfti hún að hraða sér heim til
að sinna blönduðum hópi
Þjóðverja og íslendinga sem
pantað höfðu gistingu og
veitingar. IJklega er það mildl
spurning hvort ástæða sé til að
blanda umræðunni um mannlíf
á Ströndum noJckurri
vorkunnsemi. Það er í það
minnsta sannfæring mín eftir
þessi samtöl að Strandirnar séu
fremur heppnar með fólk.
Árni Gunncirsson frá Reykjum
Helga Bjarnadóttir skrifar_
Ef Miðgarður
væri á hjólum
Þeir sem veljast til forystu í
Sveitarfélaginu Skagafirði
þurfa að vita hvernig
landfræðileg lega þess er,
einnig þurfa þeir að þekkja
söguna og skynja þarfir
samfélagsins.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á
málefnum Miðgarðs þann 19.
okt. sl. kemur ekki á óvart. Á
kynningarfundi um fyrir-
liugaðar framkvæmdir við
húsið, sem haldinn var í
Miðgarði 1. nóv. 2005, lýsti
oddviti framsóknar, Gunnar
Bragi, því yfir að hann
samþykkti þær aldrei.
Nú er framsókn alls ráðandi
og allt urn kring og eftir
höfðinu dansa limirnir og
fylgifiskarnir einnig.
Strax eftir sameiningu
sveitarfélaganna hér í Skagafirði
1998, áttu félagsheimilin erfitt
uppdráttar. Þá voru sjálfstæð-
ismenn og framsókn í meiri-
hluta. Ráðamenn þekktu ekki
söguna. Þá varð einum góðum
Skagfirðingi að orði: „Ef
Miðgarður væri á hjólum
myndu þeir - sveitarstjórnar-
menn - draga hann út á
Krók.“
Á síðasta kjörtímabili tókst
vegna starfs Vinstri grænna, að
rétta hlut félagsheimilanna og
það hafðist í gegn að ganga frá
samningi við ríkið varðandi
Menningarhúsið Miðgarð. En
ekki voru sjálfstæðismenn
drífandi í því máli.
En nú er öldin önnur.
Framkvæmdirnar við Miðgarð
á að skerða stórlega. Menningin
á bara að vera á einni hæð!
Kannski á að nota þá
fjármuni sem sparast til þess að
setja hjól undir húsið og draga
það út á Krók. Þá yrði
væntanlega hægt að fylgja eftir
upphaflegum áætlunum og
hafa menninguna á öllum
hæðum.
Fyrir skömmu boðuðu
ráðamenn sveitarfélagsins til
fundar um þetta mál nreð
hagsmunaðilum, formanni
húsnefndar og fulltrúa frá
Akrahreppi. Fyrirvarinn var
skammur og því gátu ekki allir
mætt. Sveitarstjórinn hringdi í
formann húsnefndar, Sigurjón
Ingimarsson Holtskoti, kl.
14:30 og boðaði hann á fund
kl. 18 sarna dag. Sigurjón var
þá að vinna suður í Borgarfirði
og átti óhægt um vik. Sveitar-
stjórinn óskaði eindregið eftir
að formaður húsnefndar sæti
þennan fund. Sigurjón kvaðst,
starfs síns vegna, alls ekki geta
rnætt á þessum tíma. „Við
bíðum eftir þér“, sagði
sveitarstjórinn og þannig var
málum ráðið. I trausti þessa ók
Sigurjón norður og mætti á
fundinn kl. 19 og í þann mund
er hann kom þar inn var fundi
slitið.
Hvers konar vinnubrögð
eru þetta?
Þarna er verið að lítilsvirða
fólk og skoðanir þess.
Heitir þetta að hafa
samráð?
Heitir þetta: „Allir með.“?
Það virðist sem ráðamenn
sveitarfélagsins hvorki þekki
sögu þess, eða skynji hjartslátt
samfélagsins.
Og Skagfirðingar sitja uppi
með skömmina.
Helga Bjarnadóttir,
Furulundi 4, Varmahlíð