Feykir - 08.11.2006, Síða 7
41/2006 Feykir 7
Guðmundur Valtýsson skrifar_
Vísnaþáttur 440
Heilir og sælir lesendur góðir,
nokkuð vel tókst til með birtingu
síðasta þáttar. Þó kornst á inn í
vísu Jóns S.Bergmanns þar sem
átti heima orðið að.
Smiður þekkist þar á grip
því skal standa á verði.
Enginn skepna á svona svip
sem að Drottinn gerði.
Það er Ingólfur Órnar Ármansson
sem yrkir svo urn samferðamann
og skáldbróðir á lífsleiðinni.
Hann er skrýtinn falskur fýr
frama lítinn ber’ann
Niður brýtur allar brýr
bölvaður skítur er’ann
Hefur allt á hornum sér
hortugur sá fjandi.
Mannhelvítið orðin er
œrið óþolandi.
Kauða hefég andstyggð á
alltaf að rægja aðra.
Bölvaður lygalaupur sá
lcevís eiturnaðra.
Ekki líkar Ingólfi allt sem birtist af
afurð yngri skálda.
Ljóðin eru lítils tnerk
hjá leirskáldotium ungu.
En dýrt ort Ijóð er lista verk
sem liftr á hver tttanns tungu.
Að lokunr þessi frá Ingólfi.
Um það herma ýmsar spár
oft þeir vilja stranda.
Setn hafa vasa fulla fjár
enfátæktina í anda.
Garnan að hressa vísnavini næst
nteð þessari ágætu vísu Friðriks
Hansen.
Létt skal stíga lífsitts vals
leika sér við blœinn.
Þó tnig vanti allt til alls
eins ogfyrri daginn.
Það mun hafa verið Þormóður
Pálsson sem orti svo við dyr
Agnesar og Friðriks.
Fornar slóðir hrífa hér
hug til bróðurþels og tára
Drifnar blóði mœta tnér
tnyndir hljóðar, fyrri ára.
Lagleg hringhenda þar hjá þessunt
snjalla hagyrðingi. Gaman að bæta
annarri við.
Mörg er vist og víða gist
varir þyrstar, dans og kæti.
Eitt er kysst, en óðar mist
önnurflyst í hennar sæti.
Það mun hafa verið Jakob heitinn
á Varmalæk sem orti svo um
menntamann.
Hefur mannsins þuttga þreytt
þraut í tveimur álfuttt.
Enda er svo til ekki neitt
eftir afhonum sjálfum.
Önnur rnikil uppáhalds vísa,
kemur í hugann eftir Jakob. Er hún
gerð eftir að hafa lesið ljóðabók.
Margt er sutttum tnönnunt léð
tninna aðrirfengu
Mérfinnst ég haft sjaldan séð
svona mikið af engu.
Ef ég man rétt var það Hjörleifur
Jónsson á Gilsbakka sem orti svo
um það fyrirbæri sem kallað er
ást.
Oft er meinabrautin beitt
bœði sveini ogsprundi.
Ástitt hreina, hún á ein
helga leynifuttdi.
Sælu ég naut við lestur Ijóðs
logaði æsku blossinn.
Þegar ég hlaut ífaðnti fljóðs
fyrsta ástarkossinn.
Stundum var á tnilli mjótt
tttá það vera ókattnað.
Það er oftast eftirsótt
sem á að vera bannað.
Tilfmttittgar Guð ntérgaf
oggæfu eftir vottutn.
Eg hefforðast ylintt af
annarra manna konuttt.
Að endingu þessi ágæta vísa sem
mig minnir endilega að sé úr syrpu
Hjörleifs.
Víni sýp ég óspart á
er mótlætið þvingar.
Ég því sáratt saktta tná
sóma tilfinningar.
Langt er síðan undirritaður hefur
rifjað upp ágætar vísur eftir Halla
Hjálmars. Hér keniur ein slík.
Farittn erHalli áfyllerí
flaskatt er að tryll’ann.
Allt er þetta úr afþví
að ettgin kerling vill’ann.
Sá snjalli hagyrðingur Gísli
Stefánsson í Mikley lést rúmlega
fimmtugur eftir erfið veikindi. Hef
ég heyrt að eftirfarandi vísur hafi
hann ort í þeim raunum.
Ég er nú að halda heim
haldiði að égségáður.
Það leikur ekki á tutigum tveitn
ég tók það betur áður.
En ef skyldi af tttér brá
og aftur vaxa kæti,
mig þið uttgu ttteyjar þá
megið eiga áfæti
Gaman að láta Jón S.Bergntann
hafa síðasta orðið í þessum þætti.
Verkitt huldu síðar sjást
sólar kulda sprottin.
Hver sem duldi alla ást
er í skuld við Drottinn.
Verið þið þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson
Eiríksstöðum,
541 Blönduósi.
S: 452-7154.
íþróttafréttir
lceland Express-deildin :: Hamar/Selfoss - Tindastóll 82-78
Tap í ísbænum
Tindastóll gerði ekki góða
ferð í ísbæinn Hveragerði
sl.föstudagskvöld. Heima-
menn unnu sinn fyrsta leik
í vetur þegar þeir lögðu
Tindastól með 82 stigum
gegn 78. Að sögn Kristins
þjálfara var sóknarleikur
Tindastóls nokkuð góður
í fyrri hálfleik og skoruðu
þeir þá 53 stig.
Varnarleikurinn var hins-
vegar ekkert til hrópa húrra
fyrir. Hann skánaði ekkert í
síðari hálfleik og við bættist
að sóknarleikurinn datt
einnig niður og Stólarnir
skoruðu aðeins 25 stig í
hálfleiknum. Tindastóll
var þó inni í leiknum íram
á síðustu mínútu og hefði
sigurinn getað dottið báðunt
megin. Svo virtist sem menn
hefðu ekki verið tilbúnir í
leikinn, lítil liðsheild og eini
ljósi punkturinn í leiknum
hefði verið sóknarleikurinn í
fyrri hálfleik.
Staðan í hálfleik var 52-53
fyTÍr Tindastól og Stólarnir
voru ennyfireftir3. leikhluta.
Hamar/Selfoss hafði síðan
betur í lokafjórðungnum og
innbyrtu sigur með fjórunt
stigum.
Stigaskor Tindastóls: Svavar 19,
Steve 17, Lamar 15, Zeko 10, Isak9,
Gulli 6 og Bjarni 2.
Njarðvikingurinn Friðrik Stefénsson gerir Steve Parillon erfitt fyrir i sókninni en
Helgi Rafn Viggósson fylgist spenntur með. Mynd: PIB
Stigahæstur Hamar/Selfoss
var Friðrik Hreinsson með
21 stig.
Skallagrímur í kvöld
Stólarnir þurfa heldur
að taka sig á fyrir næsta
leik sem er útileikur gegn
Vali Ingimundarsyni og
lærisveinum í Skallagrím
næstkomandi miðvikudag.
Þeir hafa núna unnið þrjá
leiki í röð og eru komnir í 6.
sæti deildarinnar. Tindastóll
er hinsvegar í 7. sæti með 2
sigra effir 5 leiki.
Heimild: Skagafjordur.net/karfan
Fyrirlestur á Kaffi Kroki__
Næring og matur
Fríða Rún Þórðardóttir
heldur erindi um næringu
og hollustu í mataræði,
sunnudagskvöldið 12.
nóvember kl. 20 á Kaffi
Króki.
Vegna veðurs um
síðustu helgi varð að fresta
koniu Fríðu Rúnar sem
ráðgerð hafði verið þá.
Fyrirlesturinn er í
boði Frjálsíþróttadeildar
Tindastóls og er aðgangur
ókeypis.
Fríða Rún hefúr lokið
meistaraprófi í næringar-
fræði frá Georgiu-háskóla
í Bandaríkjunum og starfar
sent ráðgjafi á Landspít-
ala-Háskólasjúkrahúsi, í
Laugum og World Class.
Hún er einnig unglinga-
landsliðsþjálfari FRI.
smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is
Til sölu
HefNissan King kap árgerð 1994
til niðurrifs. Þokkaleg vél.
Upplýsingar gefur Örn
ísima 4671054.
Opel Astra '95
Einn til sölu erí beinu
engin viðgerð bráð
Eðalvagn með allt á hreinu
útlitpínu snjáð.
Næsta skoðun í des. 2007.
Upplýsingar í sima 8981752.
Hjónarúm til sölu
Til sölu nýlegt hjónarúm.
Á sama stað til sölu skrifborð.
Upplýsingar i síma:
4535785/8976085
Hestar til sölu
Tveir hestar, brúnskjóttur 7 vetra
og rauðblesóttur 5 vetra.
Upplýsingar i síma 4538106.
Múrverk
Múrari vill taka að sér vinnu í
haustog vetur.
Upplýsingar í síma 849 9431.
Rafmagns
hitakútur óskast
Óska eftirgóðum rafmagns
neysluvatnshitara.
Simi 692 4040
Kæliskápur til sölu
Til sölu lítill kæliskápur.
Uppl.ís: 899-2192
Mjólkurtankur!
Til sölu gamall Muller mjólkur-
tankur 1500 litra i ágætu lagi.
Fæstfyrirlitið.
Upplýsingar í síma 453-8189
eða 866-3604