Feykir - 17.01.2007, Blaðsíða 4
4 Feyklr 03/2007
FÍB sendi Feyki eftirfarandi staðreyndir um bensínverð
Vissir þú að... 8,6% hækkun
álagningar á eldsneytið 2006
Olíufélögin hækkuöu
meöalálagningu á
bensín um 8,6% á árinu
2006 samanboriö viö
álagninguna 2005.
íslenskir neytendur vom
aö borga aö meðaitali
ríflega 2 krónum meira fyrir
hvem lítra af bensíni 2006
miöaö viö 2005. Álagning á
dísilolíu jókst einnig en þar
var aukningin 1,13 krónur
á lítra. Liðið ár var tímabil
mikilla verösveiflna.
Heimsmarkaðsverð á olíu
hækkaði verulega fram yfir
mitt ár og að auki var veruleg
gengislækkun og miklar
gengissveiflur á gengi íslensku
krónunnar sem hækkuðu
eldsneytisverðið enn frekar.
Álagningin var há í byrjun
síðasta árs en í mars lækkaði
álagningin verulega santhliða
því að heimsmarkaðsverðið
hækkaði og gengi íslensku
krónunnar féll gagnvart
Bandaríkjadal. Álagningin
tók síðan stóran kipp upp á
við þegar heimsmarkaðurinn
lækkaði ört í ágúst og september
en lækkaði aftur í lok árs og
liðinn desember var á pari við
meðalálagninguna þegar hún
var lægst frá mars fram í júlí.
Heimsmarkaðsverð á olíu
hefur lækkað í byrjun árs
þannig að kostnaðarverð á lítra
af bensíni fyrstu 10 dagana nú í
janúarertæpum 2 krónumlægra
en kostnaðarverðið var í liðnum
desembermánuði. Útsöluverð á
eldsneyti hefur verið það sarna
á ntarkaði hér á landi frá því
20. nóvember sl. Algengasta
þjónustuverð á bensíni er
117.70 krónur á lítra og 112.70
í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð.
Bensínverðið hjá Orkunni er
111.10 krónur og 111.20 hjá
hinum sjálfsafgreiðslustöðvunu
m. Algengasta þjónustuverðið
á dísilolíu er 118,50 krónur á
lítra og sjálfsafgreiðsluverðið á
þjónustustöðvunum er 112.50.
Á sjálfsafgreiðslustöðvunum er
dísilolían seld á 111.90 til 112
krónur á lítra.
Ódýrasta útsöluverðið á
eldsneyti um þessar mundir
virðist vera hjá Esso á Geirs-
götunni í Reykjavík eða 108,70
krónur á lítra fyrir bensínið og
109.50 fyrir dísillítrann. Miklar
framkvæmdir eru í kringum
Geirsgötustöðina en einhver
virðist hættur að vera aljtaf
ódýrari.
Það veldur vonbrigðum að
stórfyrirtæki á neytendamarkaði
sem hafa mikil áhrif á
afkomu heimilanna í landinu
hafi á liðnu ári í á tímum
hækkandi verðbólgu og óróa
á olíumörkuðum hækkað
álagningu sína til íslenskra
neytenda.
Fréttatilkynning frá nefnd til undirbúnings stofnunar LLÍ
Landssamtök landeigenda
verða stofnuð 25. janúar
Nefnd til undirbúnings stofnunar Landssamtaka
landeigenda á íslandi boðar til stofnfundar í Sunnusal
Hótels Sögu fimmtudaginn 25. janúar 2007 kl. 16:00.
Landssamtökunum er ætlað
að berjast fyrir þvf að eignar-
réttur landeigenda að jörðunt
þeirra sé \drtur í svokölluðu
þjóðlendumáli, eins og kveðið
er á um í stjórnarskrá íslands
og í Mannréttindasáttmála
Evrópu.
Stofnun landssamtaka
landeigenda á rætur að rekja
til fjölmenns baráttufundar
í Skjólbrekku í Mývatnssveit
30. nóvember 2006 gegn
þjóðlendukröfum ríkisins á
austanverðu Norðurlandi.
Fundarmenn kröfðust þess
að fjármálaráðherra attur-
kallaði þegar í stað kröfur
ríkisvaldsins í þinglýstar eignir
í Þingeyjarsýslu og skoruðu
jafnframt á ráðherra og
alþingismenn að endurskoða
þjóðlendulögin með það að
nrarkmiði að virða eignarrétt,
þinglýstar landamerkjalýs-
ingar og kaupmála.
Fundannenn í Skjólbrekku
samþykktu að beita sér
fjTÍr stofnun landssamtaka
landeigenda á íslandi til að
„sameina krafta þeirra senr
hagsmuna eiga að gæta
gagnvart þjóðlendukröftim
ríkisvaldsins“. Nefitd þriggja
manna manna var kjörin til að
stjóma undirbúningnum og
blæs hún nú til stofnfúndarins.
í nefndinni em Guðný
Sverrisdóttir, sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps, Ölafur H.
Jónsson, formaður Landeig-
enda Reykjahlíðar ehf., og Örn
Bergsson á Hofi í Öræfúm.
Asdís Guðmundsdóttir skrifar
Villa Nova
Eg hugsa oft um þaö
hvaö þaö er nú gott
að búa í útbænum.
Gamlar götur (reyndar
margar ómalbikaðar og
ófrágengnar), gömul
og sjarmerandi hús,
klaufimar sem liggja þvert á
nafirnar, Bjami Har á næsta
leiti, skrífstofúr hér og þar,
þjónusta af ýmsum toga,
veitingahús, skemmtistaöir
og svo búðimar og bakaríiö
sem gaman er aö rölta inn í
á góöum degi, svo eitthvað
sé nefrít.
Einnig finnst mér afskap-
lega gott að opna gluggann
á efri hæðinni, þennan sem
liggur út að sjónum og anda
að ntér köldu og hressandi
sjávarloftinu, horfa á togarana
korna og fara og fuglana svífa
yfir sjónunt í leit að æti.
Þegar ég lít út um þennan
glugga þá verður mér oft litið
niður að húsinu sem heitir Villa
Nova en það blasir við mér á
hverjum degi. Stórglæsilegt
gamalt hús með mikla sögu,
bæjarprýði á svo margan hátt,
en því rniður stendur þetta hús
autt og tómt ef frá eru taldir
íbúar hússins á hverjum tíma
sem að leigja þar húsnæði.
Ég hef einnig tekið eftir því
að þegar ferðamenn ganga um
bæinn á fögru sumarkvöldi eða
á nöprum haustdegi þá staldra
þeir oft við þetta hús, kíkja
inn um gluggana og þyrstir
greinilega í að fá að koma inn
fyrir og skoða það.
Mér verður þá oft hugsað
til þess hvað það væri nú
skemmtilegt ef að eigendur
hússins myndu fara að huga að
því að gefa þessu húsi nýtt líf.
Það eru mörg dæmi um það víða
um land að gömlum húsurn er
gefið nýtt hlutverk af ýinsu tagi,
oftar en ekki í þeim tilgangi að
minna á söguna sem að baki býr
og nýta húsin til margskonar
menningarstarfsemi.
Þessi stutti pistill er til þess
hugsaður að vekja eigendur
hússins til umhugsunar um
þessa bæjarprýði okkar og
hvatning til að hefja vinnu við
það að finna Villa Nova nýtt og
verðugt hlutverk sent að myndi
gera íbúa sveitarfélagsins stolta.
Ásdís Guðmimdsdóttir
Smiðjunni, Útbœnum,
Sauðárkróki
SKRIFST0FA
STÉTTARFÉLAGANNA
FLYTUR!
Vegna flutninga veröur skrifstofan lokuð
nk. fimmtudag 18. jan.
og föstud. 19. jan.
Flægt verður að hringja í okkur þessa daga.
Verið velkomin til okkar í nýtt húsnæði
að Borgarmýri 1 (fyrrum skrifstofa
Trésmiðjunnar Borgar)
mánudaginn 22. janúar kl. 8:00
Starfsfólk skrifstofunnar
ALDAN SPS
STÉTTARFÉLAG STARFSMANNAFÉLAG SKAGAFJARÐAR
^^