Feykir


Feykir - 17.01.2007, Blaðsíða 9

Feykir - 17.01.2007, Blaðsíða 9
03/2007 Feykir 9 Guðrún Arnalds í spjalli við Feyki Kennir Skagfirðingum jóga Guðrún Arnalds kennir kundalini- og meðgöngujóga á Sauðárkróki og Hólum. Guðrún sem býr á Króknum starfar sem hómópati, nuddari og leiðbeinandi í líföndun. Hún er með aðstöðu í kjallaranum heima hjá sér þar sem hún tekur á móti fólki í viðtöl og nudd. Einnig rekur hún heimasíðuna www.andartak.is. Feyki lá forvitni á að vita aðeins meira um Guðrúnu. -ÉgerfæddhéráSauðárkróki og bjó í Varmahlíð í hverju fríi alla mína æsku. Mér finnst ég því alltaf komin heim þegar ég kem í Skagafjörð. Kærastinn minn kennir dans hér í sveitinni og ég ákvað að vitja heldur æskuslóðanna en að vera að draga hann til Reykjavíkur. Það er svo fallegt hér í Skagafirði og mér finnst gott að koma út og anda að mér fjallahringnum, svarar Guðrún þegar hún er spurð hvaðan hún komi og hvað hafi dregið hana norður á Krók. Guðrún segir að dóttir hennar hafi verið áhrifavaldur varðandi val hennar á ævistarfi. Jóga kynntist hún fyrst þegar hún var ófrísk fyrir lóárum. -Ég fann fljótt að þetta var líkants- rækt sent hentaði mér. Ekki bara hreyfing sem sþTkti mig og endurnærði, heldur fylgir því líka þessi andlegi þáttur sem skapar svo nrikla vellíðan og innri gleði og fylgir manni í gegnumdaginn. Hómópatíunni kynntist ég síðan þegar dóttir mín var eins árs og búin að vera með sífelldar eyrnabólgur. Ég fór með hana til hómópata og henni batnaði svo tljótt að ég ákvað að þetta yrði ég að kynna mér betur. Hómópatían er enn að koma mér á óvart, segir hún og brosir. Ekkert kukl Blaðamaður Feykis, fædd og uppalin í sveit, hefur ekki mikla reynslu af þessum fræðum og líkt og svo margir spyr ég Guðrúnu hvort þessa sé ekki bara óttalegt kukl? -Það verður hver að dæma fyrir sig. Ég skil vel að sá sem ekki hefúr kynnst jóga eða hómapatíu af eigin reynslu hugsi þannig. Allt sem er framandi og óþekkt verður það þangað til þú ert farin að tala af reynslu. F)TÍr þá sem kynnast því að eigin raun að hómópatía virkar breytist viðhorfið. Hómópatía hefur fyrst og ffemst fengið viður- kenningu vegna jákvæðrar re)mslu þeirra sem hafa reynt áhrif hennar. Það sama má segja urn jóga, svarar Guðrún og er greinilega ekki alveg óvön spurningum af þessu tagi. Meðgöngujóga, hvað er það og hvemig er það frábrugðið hefðbundnu jóga? -Meðgöngujóga er jóga sem hefur verið sniðið að þörfúm ófrískra kvenna. Það eru ákveðnar æfingar sem þær mega ekki gera og aðrar sem hafa góð áhrif. Það er viðurkennd staðreynd að þær konur sem stunda jóga á meðgöngu upplifa bæði auðveldari meðgöngu og fæðingu því þær eru betur undir fæðinguna búnar. Það er þörfá að kynna fyrir konum mikilvægi þess byrja að stunda jóga eða aðra líkamsrækt snemma á meðgöngunni. Með því er hægt að fyrirbyggja svo marga kvilla sem geta komið upp og meðgangan verður eins og áður sagði mun auðveldari og ánægjulegri. Hómópatía er líka leið sem hentar ófrískum konum vel. Bæði vegna þess hve hún er skaðlausoglausviðaukaverkanir og vegna þess að hægt er að styrkja konurnar til að standast betur álagið og sömuleiðis að taka á ýmsu sem upp getur kontið eins og bjúgur, of hár blóðþrýstingur, brjóstsviði og fæðingarþunglyndi eftir fæð- ingu, svo eitthvað sé nefitt, án þess að þurfa að gefa lyf. Hómópatía hentar líka börnum ntjög vel. Þau bregðast svo hratt við meðferð. Hómópatía er heildrænt meðferðarform og hægt að taka á bæði andlegum og líkamlegum kvillum með henni. Engin afsökun að vera stirður Önnur tegund jóga sem Guðrún kennir er Kundalini jóga en það sem einkennir Kundalini jóga eru kröftugar- æfingar og öndun sem verða til þess að iðkandinn upplifir áhrifin strax. Æfingarnar eru aðgengilegar fyrir hvern sem er og henta því vel vinnandi fólki. Æfingarnar örva innkirtlakerfið og tauga- kerfið, auk þess að byggja upp líkamlegan styrk og hálpa þannig fólki að byggja sig upp til að standast það álag sem daglegt líf hefur í för með sér. Þá segir Guðrún að hugleiðsla í kunda- lini jóga sé mjög aðgengileg fyrir óvana. Blaðamaður, hrikalega stirð og stíf er þess fúllviss að ekki sé hægt að fara í jóga nerna vera alveg svakalega liðugur. Guðrún hlær að þessari spurningu og er fljót til svars. -1 fyrsta lagi þá fer rnaður ekki í jóga af því að rnaður er svo liðugur heldur til þess að liðka sig. Það byrjar hver og einn þar sem hann er staddur og gerir eins og hann getur. Hins vegar er Kundalini jóga ekki með alveg eins nrikla áherslu á teygjur og hefðbundið jóga, heldur styrkjandi æfingar og frískandi öndun. Það er því engin afsökun að vera stirð. Þá er bara enn nteiri ástæða til að prófa að stunda jóga. Guðrún fer suður aðra hverja viku og vinnur þar í fjóra daga. Hina dagana er hún heinta og kennir á Sauðárkróki og á Hólum. - Þetta fjTÍrkomulag hefur vanist ágætlega og hentar mér bara vel. I raun og veru er ég rneira heinta en áður, get farið oft í gönguferðir og notið þess að búa í Skagafirði. GJ Áskell Heiöar Ásgeirsson Dansar meó konunni Þó að það sé mjög gaman að nýta helgarnar til þess að heimsækja ættingja fyrir austan eða sunnan, eða jafnvel erlendis, þá er samt alltaf best að verja helginni heima í faðmi fjölskyldunnar! Oftar en ekki bakar bóndinn pitsu um helgar, en bestu helgarnar eru síðan þegar matarklúbburinn okkar hittist, sem er jafnan einu sinni í mánuði. | Ég reyni að sýna lit í heimilis- störfunum um helgar, þá þvoum við j þvott ogtökum til, líktogflestiraðrir j og ég hef náð mikilli leikni í því að brjóta saman þvott á meðan ég horfi á enska boltann. Undantekning er þó þegar mínir menn í Liverpool spila, þá þarf ég fulla einbeitingu Ií leikinn! Hluti af uppskriftinni er útivist með fjölskyldunni, t.d. gönguferð í Utla-Skóg sem er mjög skemmtilegt svæði, eins er frábært að fara saman á skíðasvæðið þegar það er í boði. Malen dóttir mín er mjög áhugasöm um það sem hún kallar fjölskyldubíó, þá situr öil fjölskyldan með popp og horfir á góða bíómynd, það er mjög notalegt, Bergrún Sóla vaknar svo eldsnemmaálaugardagsmorgnum til að stunda fótboltaæfingar og þæreru síðan báðarmjögduglegar að leikasérvið sína vini. Nú emm við Vala Bára nýbyrjuð í danskennslu hjá Loga á sunnudagskvöldum sem lofar mjög góðu. Við hjónin erum mjög meðvituð um mikilvægi hvíldar, bæði líkamlegrar og andlegrar og helgamar eru góður tími til að hlaða batteriin milli vinnuvikna. Svo væri Árni vinur minn Stefáns ánægður ef ég segði að nokkrir kílómetrar af skokki væri nauðsynlegur hluti af upþskriftinni, þeir eru það vissulega, en ég hef alveg látið helgarskokkið vera upp á síðkastið! ( UPPSKRIFT AÐ GÓORI HELGI)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.