Feykir - 17.01.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 03/2007
Deilur hafa risió í Skagafirði um framtíð skóianna út að austan
Titringur í skólamálum
í Skagafirði
Skólamál í Skagafirði hafa verið í umræðunni og sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Meirihlutinn leggur til samdrátt og vill með því spara allt að 30 milljónir á ársgrundvelli.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks koma fram með málamiðlunartillögu sem kemur að því að
finna lausn en spara um leið einhverja peninga. Gísli Árnason tekur ekki undir þá tillögu
félaga sinna í minnihluta og situr hjá við afgreiðslu á tillögunni. Gísli sem er fulltrúi
Vinstri Grænna vill enga breytingu. Feykir skoðaði málið frá öllum hliðum.
Efst er Grunnskólinn Hofsósi, síðan kemur Sólgarðaskóli og neðst
gefur að líta Grunnskólann Hólum.
Allt byrjaði þetta á fundi á
Hólum þann 12. des er tillögur
meirihluta voru kynntar fyrir
foreldrum þar. Aftur var síðan
haldinn fundur þann 18. des en
þar voru tillögur meirihluta
kynntar fyrir foreldrum á
Hofsósi og í Sólgarðaskóla.
Tillögur meirihluta eru
eftirfarandi:
Staðsetning skólastjóra verði á
Hofsósi eða Hólum en
deildarstjórar verði á hinum
tveimur stöðunum. Nemendur
1.-4. bekkjar konri til með að
sækja skóla á Hólum og á
Sólgörðum en nemendur 5. -
10. bekkjar verði staðsettir á
Hofsósi. I skólunum þrentur
eru í dag samtals um 80
nemendur en með hinunt
fyrirhuguðu breytingum verður
hægt að draga verulega úr
samkennslu. Töluðu fúlltrúar
meirihluta um að ekki væri um
niðurskurð sé að ræða heldur
hagræðingu á nýtingu fjármuna.
Mikil fólksfjölgun hafi orðið á
Hólum í tengslum við
Háskólann á Hólum og er því
húsnæði það sem í dag hýsir
leik- og grunnskóla á svæðinu
sprungið utan af sér. Gert væri
ráð fyrir að leikskólinn á Hólum
yrði stækkaður þannig að hann
tæki urn 35 - 40 börn í vistun og
að nýting skólahúsnæðisins á
Hofsósi yrði betri en áður.
Ekki voru foreldrar á eitt
sáttir með þessa tillögu og
nrættu með ályktun á fundinn.
Þarna var unr að ræða foreldra
barna í Sólgarðaskóla og
skrifuðu allir foreldrar undir.
Þá var rnikil óánægja á Hofsósi
og þar var, líkt og hjá foreldrum
í Fljótum, talað um aðför að
byggðarlaginu og vaxtarmögu-
leikum þess.
Málið i hnút
Ljóst var að málið var komið í
hnút og deila í uppsiglingu. Að
því tilefni sendu oddvitar
flokkanna sem skipa meiri-
hlutann þau Gunnar Bragi
Sveinsson f.h. Framsóknar-
flokks og Gréta Sjöfn Guð-
mundsdóttir f.h. Samfylkingar,
ffá sér ályktun þann 22. des.
Þar kom fram að meiri-
hlutinn harmaði þá villandi
umræðu sem verið hefði um
skólamál í sveitarfélaginu. Kom
frarn að tillögur þær senr fyrir
lægju hefðu verið kynntar á
vinnufúndi nreð öllum sveit-
arstjórnarfulltrúum og vara-
mönnum á frumstigi, en sá
fundur var sá fyrri af tveim
fyrirhuguðum þar sem ræða
skyldi fjárhagsáætlun í hópi allra
sem aðild eiga að sveitarstjórn
áður en gengið yrði frá tillögu til
samþykktar. Það væri nýmæli
að minnihlutanum í sveitar-
stjórn skyldi boðið í slíka vinnu.
Þessar tillögur heföu verið
kynntar og hefðu íbúar fengið
tækifæri til þess að koma sínum
skoðunum milliliðalaust á
ffamfæri við nefndina og
sveitarstjóra. Framhaldið yrði
síðan að unnið yrði úr þessum
tillögum í samstarfi við
stjórnendur, starfsfólk og fúll-
trúa foreldra.
í hnotskurn
Meirihluti sveitarstjómar kemur
fram með byltingarkenndar tillögur
um skólamál í Skagafirði. Tillögur
sem lúta að því að spara 30
milljónir á ári.
12. og 18 des. Tillögurnar eru
kynntar foreldrum og starfsfólki
skólanna. Gert er ráð fýrir mikilli
hagræðingu sem felur í sér færra
starfsfólk og á endanum færri
skóla.
18. des. Foreldrar barna
við Sólgarðaskóla mótmæla
kröftuglega og allir skrifa þeir undir
ályktun þess efnis að um aðför að
byggðu bóli í Fljótum sé að ræða.
22. des. Oddvitar meirihluta-
flokkanna, senda frá sér ályktun
þarsem þeir harma þá umræðu
sem orðin er og gefa fyrirheit
um að vinna málið í samráði við
foreldra ogstarfsfólk.
11. janúar. Sjálfstæðismenn
koma fram með málamiðlunar-
tillögu. Tillögu sem gerir ráð fyrir
að spara pening án þess að raska
skólastarfi skólanna þriggja eins
mikið og áður hafði verið kveðíð
á um.
11. janúar. Gísli Ámason, Vinstri
Grænum, tekur undir með
foreldrum og óskar þess að engar
breytingar verði gerðar á skólahaldi
skólanna þrig^a.
11. janúar. SigurðarÁrnason,
Framskóknarflokki, fagnar tillögu
Sjálfstæðismanna og leggur
til að tillögunum verði vísað til
Tillaga
Sjálfstæðisflokks
Jól og áramót liðu og eðli
málsins samkvæmt gerðist
ekkert í rnálinu. Ekki fyrr en á 1.
fúndi sveitarstjórnar á nýju ári
þar sem Sjálfstæðismenn lögðu
frarn tillögur í þessu umdeilda
máli. Bjarni Egilsson bar
tillöguna upp og óskaði eftir að
eftirfaranditillögum að skipulagi
skólamála út að austan til næstu
þriggja ára yrði beint til
fræðslunefndar.
1. Kennsla yngri nemenda,
1. til 6. bekk, verði á Hólurn,
Hofsósi og í Sólgörðum.
2. Kennsla eldri nemenda, 7.
til 10. bekk, verði á Hofsósi.
3. Gerð verði krafa til skóla-
stjóra að starfsmannahald verði
vel rökstutt og innan eðlilegra
marka miðað við íjölda
nemenda.
4. Skoðað verði hvort breyt-
ing á yfirstjórn, þannig að einn
skólastjóri verði yfir öllum
skólunum út að austan, auðveldi
faglegt samstarf milli þeirra,
sveigjanleika í skólastarfinu og
leiði til fjárhagslegrar hagræð-
ingar.
5. Haft verði samráð við
foreldra og starfsmenn um
tillögur þessar með það að
markmiði að ná ásættanlegri
niðurstöðu sem uppfyllir
faglegar kröfur og skilar
fjárhagslegri hagræðingu.
Greinargerð fylgdi tillög-
unni þar sem frarn kom að
foreldrar út að austan teldu það
grundvallarskilyrði búsetu á
þessum svæðum að hafa á
staðnum kennslu fyrir yngstu
börnin. Félagsleg og fagleg rök
hnígi hins vegar að því að
æskilegt sé að hefja samkennslu
barna af svæðinu frá 7. bekk,
enda mun sú breyting ekki fela í
sér aukinn kostnað við
skólaakstur.
Miðað við fyrirsjáanlegan
nemendaljölda má ætla að þessi
leið sé raunhæf a.m.k. næstu 3
árin.
Gísli Árnason, fúlltrúi
Vinstri grænnna, lagði fram
bókun þar sem ffarn kemur að í
dreifðum byggðum séu skól-
arnir festa hvers byggðarlags.
Sagðist Gísli vera sammála
foreldrum og varaði við því að
minnka einingar enn frekar
enda væru skólarnir mikilvægur
þáttur í atvdnnustarfsemi svæð-
anna. Gísli sagði að þar sem
byggð ætti i vök að verjast væru
endurteknar hugmyndir um
niðurskurð á skólastarfsemi
ekki til þess fallnar að efla
byggðina á viðkomandi
svæðum. Þá sagðist hann hafa
efasemdir um fjárhagslega og
faglega hagkvæmni þess að einn
skólastjóri verði yfir skólunum
út að austan. Gísli fúrðaði sig á
að þrátt fyrir ályktanir íbúa,
kveði tillaga fulltrúa Sjálfstæðis-
flokks í Sveitarstjórn Skagafjarð-
ar á um skerðingu á skólastarfi á
Sólgörðum og Hólum. Hann
hefði því tekið þá ákvörðun að
sitja hjá við afgreiðslu tillögu
þeirra.
SigurðurÁrnason, formaður
fræðslunefirdar, fagnaði tillögu
Sjálfstæðismanna en bætti því
við að betra hefði verið að fá
hana á fyrri stigurn málsins.
Lagði Sigurður til að tillagan
yrði send til ffæðslunefndar til
skoðunar. Var tillaga Sigurðar
samþykkt með 8 atkvæðum en
Gísli Árnason, Vinstri grænum,
óskaði að fá bókað að hann sæti
hjá við afgreiðslu málsins.
Af þessu má sjá að málið
hefur farið í hring en góðu
fréttirnar eru þær að málið
verður rætt áfrarn og virðast
bæði meirihlutinn og sjálf-
stæðismenn vera sammála um
að skoða málið ffekar og reyna
að ná sáttum áður en málið
verði endanlega atgreitt. Feykir
mun halda áfram að fylgjast
með framvindu mála. GJ