Feykir


Feykir - 17.01.2007, Blaðsíða 7

Feykir - 17.01.2007, Blaðsíða 7
03/2007 Feykir 7 Arnþrúður við tölvuna heima á Sólgörðum. í sveitinni hjá Lukku og Láka „Leiddist og hund- leiddist í boiginni” Arnþrúóur Heimisdóttir, eða Lukka eins og hún er alltaf kölluð, býr að Sólgörðum í Rjótum, ásamt eiginmanni sínum Þorláki Sigurbjörnssyni og tveimur börnum þeirra. Lukka heldur uppi öflugri heimasíðu auk þess að starfa sem kennari og vinna við bú fjölskyldunnar. Feyki lék forvitni á að vita meira um þessa ungu kröftugu konu og sendi henni nokkrar laufléttar spurningar sem hún svaraði á sinn skemmtilega hátt. Hver er konan og hvaðan kemur hún? - Ég heiti Amþrúður Heimis- dóttir. Ég er fædd 71 í Dan- mörku en kom 7 mánaða til íslands. Foreldrarmínir,sr.Heimir Steinsson og Dóra Þórhallsdótt- ir, stofnsettu þá og ráku Lýðhá- skólann í Skálholti. Þegarégvar 10 ára fluttumst við til Þingvalla þar sem pabbi var prestur og yfirmaður þjóðgarðsins. Ég ólst svo upp með Almannagjá og Öxará sem leikvöll og reiðgötur, þetta voru yndisleg ár. Síðar fór ég á hestabraut á Hólurn, svo ég hef þrætt gamla sögu- og mektar- staði, gat ekki fengið betra veganesti út í lífið. Síðan var ég svo heppin að kynnast Fljótum í Skagafirði 1995, og hér bý ég nú með börn og buru. 1 framhjáhlaupi lauk ég námi við MR, svo Hólaskóla, svo búvísindanáminu við Há- skólann á Hvanneyri, og kennsluréttindanámi við KÍ. Það er ágætt að hafa kíkt í skóla þegar maður er í Trivial pursuit og uppbyggjandi fyrir sálar- tetrið. Hverjar eru þínar fjölskylduaðstæður og hverjir búa ef til vill fleiri á bænum hjáykkur? - Ég er gift Þorláki Sigur- björnssyni, sem lauk búfræði- og tamninganám að Hólum '93, og börnin okkar eru Heimir, 7 ára, og Orri Sigur- björn, á öðru ári. Við eigurn heima að Sólgörðum, sem er bara í nokkur hundruð metra fjarlægð frá jörðinni að Langhúsum. Þar er maðurinn minn bóndi, ásamt tengda- foreldrum mínum, Sigurbirni Þorleifssyni og Bryndísi Alfreðsdóttur. Hvers vegna lá leið þín til Skagafjarðar? - Fyrst voru það hestarnir og sveitin. Ég var flutt til Reykja- víkur og ætlaði að ganga af göflunum í borginni, leiddist þar og hundleiddist. Ég sá að við svo búið mátti ekki standa og kom mér á Hóla, þar sem ég fann virkilega hvað ég vildi gera í lífinu, nefnilega vera í sveit og vera með fúllt af skepnum. Nú, svo er það náttúrulega toppurinn á tilverunni, bless- aður skorturinn á rigningu hér fyrir norðan, ég vil miklu frekar sjá vatn í föstu og hvítu formi heldur en blautt. Hvernig búskap eruð þið með? - Við erum með 30 kýr, um 40 hross, nokkrar kindur ofan á brauð, íslenskan hund, kött og gullfiska. Það er ágætis blanda. Er ræktun og tamning þín atvinna eða vinnur þú við eitthvað annað? - Ræktun hesta, hunda og kúa er ástríða hjá okkur. Við erum ung og erum með góðar skepnur. Það er mikil skemmt- un, hugsun, grúsk, kaffidrykkju með góðu fólki og gleði á bak við að gera gott betra. Við erum strax farin að sjá árangur, besta ræktunarhryssan okkar er Kolfinnsdóttir, grá- skjótt klárhryssa við 1. verð- laun. Kýrnar mjólka meira og verða fallegri og hraustari með hverju árinu, ræktunarhund- urinn okkar var íslenskur meistari en nú tekur dóttir hennar við og hefúr þegar náð að verða besti hvolpur sýningar á landssýningu HRFÍ. Þorlákur er kúabóndi, en ég er löngu hætt að vinna í tamningum, heldur tem ein- göngu fyrir sjálfa mig sem er nefnilega það skemmtilegasta sem ég geri, sálubót og endurnæring. Ég vinn aftur á móti hjá sjálfri mér, er með rekstur þar sem ég sel hross frá mér og öðrum til fjölda landa (15 hingað til), í gegnum vefsíðu mína icelandichorse.is Þetta hefur verið atvinna mín í bráðum 10 ár. Ég er líka grunnskólakennari og stunda þar barnatamning- ar... annars finnst mér oftast að við börnin séum að læra saman, þau kenna mér og gefa mér jafn mikið og ég þeirn, þessar elskur. Já, þaðerþessiskemmtilega heimasíða sem þú heldur úti. Hvernig kom hún til? - Sem áhugamál og vegna fýrirspurna, útlenskir hesta- menn sem ég kynntist á umræðulista á netinu voru alltaf að spyrja um upplýsingar um hitt og þetta, ráð um ólíklegustu hluti, um myndir, um mig, um fréttir af íslandi, og svo fór ég bara að prufa mig áfram með html og setja inn helstu upplýsingarnar á vefsíðu. Þar sem ég var líka spurð um hross til sölu fór ég líka að bjóða þau fram. Vefsíðan, þetta dekurbarn mitt, var horuð fýrst en er orðin stór og bústin núna. Ég var beðin um að taka við stjórn póstlistans, og þar eru yfir 700 þáttakendur núna frá ýmsum heimshornum, allt áhugamenn um íslenska hestinn, og mikil umræða alltaf í gangi. Ég tók eftir því á síðunni þinni að þið eruð með fallega liti inni í ykkar ræktun. Er það með vilja gert? - Já, ég hef afskaplega gaman af litum, en ég hef meira gaman af afkastaskepnum. Ef okkur bjóðast jafngóð dýr til undan- eldis, en annað er litfegurra en hitt, er ekki spurning hvort við veljum. Fyrst er litið á dóm dýrsins, byggingu, afköst, og geðslag. Útkoman er að litadýrðin blómstrar hjá okkur, í öllum dýrategundum. Þið stefnið á að kaupa jörðina af tengdaforeldrum þínum, eruð þið ekkert bangin við framtíðarbúsetu í Fljótum? - Fljótin eru ffábær sveit, hér eru skjólgóðir dalir, mjög gott mannlíf, mikil samheldni, samvinna og húmor í fólki, og öll nauðsynleg þjónusta í seilingarfjarlægð. Hér er nefnilega topp grunnskóli og leikskóli, kaupfélagsútibú í miðri sveitinni, og ekki langt í afar góða heilsugæslu á Siglufirði. Svo fæst önnur þjónusta á Sauðárkróki og Siglufirði eða með póstinum. I raun er því hér mjög gott að vera ef maður þarf ekki að fara Arnþrúður heima i stofu með synina Orra Sigurbjörn og Heimi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.