Feykir


Feykir - 14.02.2007, Blaðsíða 2

Feykir - 14.02.2007, Blaðsíða 2
2 Feykir 07/2007 Úr verinu Sókn í löndun afla frá smábátum á Skagaströnd Landaður afli smábáta á Skagaströnd árið 2006 var um 6.000 tonn og var síðasta ár enn eitt metárið. Mikil aukning hefur verið á löndunum í höfninni á Skagaströnd á undangengnum árum og virðist ekkert lát vera þar á. Megnið af aflanum eða 5.160 tonn var seldur í gegnunr fiskmarkað örva ehf og er það rnikil aukning frá því árinu áður en þá seldi örvi 4.500 tonn. Ekki er þó eingöngu um báta heimamanna að ræða því að frá apríl og fram í nóvember er mikið unr að aðkomubátar Iandi á Skagaströnd. Áætlað er að um helmingur af aflanum sé slægður á staðnum. Leiðari Fleira gottfólk á Norðurland. vestra Sveitarfélagið Skagafjörður í samvinnu við jyrirtæki á svæðinu setti auglýsingu í alla helstu ritmiðla landsins, þar á meðal Feyki. Auglýsingu þar sem óskað er eftirfleira fólki. Auglýsingu þar sem í boði em margvísleg störf fyrir margvíslegtfólk. Auglýsingu sem í örfáum orðum bendir á hversu gottsé að búa í Skagafirði. Auglýsingu sem er bullandijákvæð og sýnir að hér er eitthvað að gerast, hér séu ekki allir að gefast upp undanfólksflótta og neikvæðum hagvexti. Mikið, æi nú langaði mig að blóta en það er víst bannað enþið getið í eyðumar. Mikið... væri nú gaman ef önnur sveitarfélög á Norðurlandi Vestrafylgdu í kjölfarið. Reyndar ætlar bæjarráð Blönduósbæjar að styrkja íbúa á Blönduósi tilþess að sækja námskeið um stofnun smáfyrirtækja. Frábærtjákvætt, meira svona. Það er nejhilega staðreynd að á Norðurlandi vestra er gott að búa. Héðan er stutt í allar áttir. Verð á húsnæði er sanngjarnt, veðrið er alltafsvo gott og leitun er affallegri stöðum til þess að búa á. Hér býr skemmtilegtfólk,fallegt fólk, gott fólk, skrítið fólk, alla vega fólk. Kannski er bara ráðið að hætta að bíða eftirþví að þeir þarna fyrir sunnan, þá er ég að tala um hina svokölluðu ráðamenn þjóðarinnar,fari að gera eitthvaðfyrir okkur. Við getum þetta sjálf. Bara ef við leyfum bjartsýni og jákvæðni að yfirtaka svartsýni og neikvæðni. Kannski er bara ráðið að stofiia fríríkið Norðurland vestra og bjóða auðmönnum landsinsjarðir á Gullströndinni. Leyfið auðmönnunum að koma til okkar og banniðþeim það ekki því hjá okkur er gott að vera. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 8982597 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Utgelandi: Nýprent ehl. Borgarflöt 1 Sauöárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Arni Gunnarsson, Askell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Olalur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson feykir@krokur.is Örn Pórarinsson Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 295 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 350 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Skipað i háskólaráð Hólaskóla - Háskólans á Hólum Skíili áfram rektor Landbúnaðarráðherra hefur skipað Skúla Skúlason rektor við Háskólann á Hólum til næstu fimm ára. Þá hefur ráðherra einnig skipað í háskólaráð í framhaldi af breytingu á lögum um skólann sem samþykkt voru fyrir þinglok í desember síðast liðnum. Aðalmenn í ráðinu eru, auk rektors, sem er formaður: Herdís Á. Sæmundardóttir, Sauðárkróki, skipuð af land- búnaðarráðherra án tilnefn- ingar, Hanna Katrín Friðriks- son, Reykjavík, tilnefnd af menntamálaráðherra,Sigurður S. Snorrason, Reykjavík, tilnefndur af Háskóla íslands, Bjarni Egilsson, Skagafirði, tilnefndur af sjávarútvegs- ráðherra, Ólafur H. Einarsson, Hvoli - tilnefndur af Félagi tamningamanna, Svanhildur Pálsdóttir, Varmahlíð, tilnefnd af samgönguráðherra, Jónas Guðmundsson, tilnefndur af Stúdentafélagi Hólaskóla og Bjarni Kristófer Kristjánsson, tilnefndur af Starfsmannafélagi Hólaskóla. Landbúnaðarráðherra hefur skipað Skúla Skúlason rektor skólans til næstu fimm ára. Lögin taka gildi 1. júlí 2007 og er það hlutverk rektors og háskólaráðsins að undirbúa framkvæmd þeirra. Húnabjörgin kom Agga afa til bjargar Vel heppnuð björgun Aggi afi EA - 399 36 tonna eikarbátur frá Dalvík varð fyrir því óhappi aðfaranótt laugardags að missa smurþrýsting á gírnum með þeim afleiðingum að báturinn varð vélarvana á Húnaflóa. Tveir menn voru í áhöfn Agga afa en voru þeir aldrei í neinni hættu. Aggi Afi var á siglingu frá Dalvík að Rifi á Snæfellsnesi þar sem stendur til að gera bátinn út. Óhappið átti sér stað um þrjúleytið aðfaranótt laugardags en Húnabjörgin var komin með bátinn í tog um ldukkan níu um morguninn. Áður höfuð björgunarsveitarmenn farið um borð í Agga afa og dælt úr honum sjó sem kominn var upp á gírinn. Þar sem verður var einstaklega gott gengu allar björgunaraðgerðir hratt og örugglega og voru bátarnir komnir á Skagaströnd um miðjan dag á laugardag. Skagaströnd Sprengjumál upplýst Lögreglan á Blönduósi hefur handtekið tvo menn á tvítugsaldri sem hafa viðurkennt að hafa breytt og sprengt stóran flugeld við heimili lögreglumanns á Skagaströnd. Hafa mennirnir ungu viðurkennt að sprengjunni hafi verið komið þarna fyrir til þess að hefna sín á lögreglunni sem ítrekað hefur haft afskipti af þeirn vegna margvíslegra brota. Blönduósbær Hvetja til nýsköpunar Bæjarráð Blönduósbæjar ákvað á fundi þann 7. febrúar sl. að styrkja þátttakendur á námskeiðinu Sóknarbraut um 10.000 krónur. Námskeiðið verður haldið á vegum Impru nýsköpuna- rmiðstöðvar og er um að ræða hagnýtt námskeið um rekstur fýrirtækja með áherslu á stjórnun, markaðssetningu og fjármál. Með þessu vill bæjarráð hvetja íbúa á Blönduósi að sækja námskeiðið, koma hugmyndum á framfæri og nýta þau tækifæri sem eru til staðar. Eftirlegukindur Fljotamenn heimta fe I síðustu viku fóru nokkrir menn úr Rjótum til Héðinsfjarðar á snjósleðum og tókst að handsama þar fjórar kindur sem vitað var um í firðinum. Ein þeirra, lamb frá bænum Stóra-Holti, var skilið eftir í leiðangri milli jóla og nýárs þegar liðlega tuttugu kindur náðust. Hinar þrjár, t\'ær ær og eitt lamb frá Brúnastöðum fundust ekki í fyrri túrnum en sáust skömmu síðar af sjó. Kindunum var ekið niður að sjó á snjósleðum og þaðan selfluttar út í bát sem kom frá Siglufirði til að sækja féð. Skömmu áður höfðu tveir bændur úr Fljótum verið að svipast unr eftir fé í Ólafsfirði og fundu þá tvær veturgamlar ær frá bænum Þrasastöðum. Þær höfðu af ummerkjum að dæma haldið sig við hús á einni eyðijörðinni í firðinum í einhvern tíma. Allt þetta fé var í góðum holdum enda hefur veturinn sem af er verið snjóléttur og nánast aldrei komið stórviðri. ÖÞ: Leiklist Æfingar hafnar hjá Leikfélagi Hofsóss Leikfélag Hofsóss æfir nú leikritið Ég vildi að ég væri gullfiskur eftir Árna Ibsen. Verkið mun vera farsi þar sem framhjáhald og peningar koma mikið við sögu. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson og hlutverk eru tíu. Kristján Jónsson stjórnarmaður í leikfélaginu segir að stefnt sé á að frumsýna verkið 24. mars. Hann segir að æft verði öll kvöld og aðra hverja helgi fram að sýningu. Leikarar koma af svæðinu frá Hólum í Hjaltadal og út í Fljót og hafa flestir stigið á svið áður. Leikfélagið á Hofsósi tók sé frí á síðasta ári en 2005 setti félagið upp Góðverkin kalla sem fékk mjög góðar viðtökur. ÖÞ:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.