Feykir


Feykir - 16.05.2007, Page 10

Feykir - 16.05.2007, Page 10
lO Feykir 19/2007 Hlúð að slösuðum. Vel heppnud flugslysaæfing á Alexandersflugvelli Veisluborð upplýsinga fyrir bjöigUnarfolk Stór flugslysaæfing var haldin á Alexandersflugvelli á dögunum. Á æfingunni var sett á svið flugslys þar sem 30 farþegar og 2 flugmenn slösuðust mismikið. Æfingin gckk í heildina mjög vel og var það mat manna að samhæfing allra viðbragðs- aðila á Skagaljarðarsvæðinu hafi verið góð. Á slysstað komu saman atvinnumenn, svo sem læknar og sjúkraflutninga- menn, björgunarsveitamenn, slökkviliðsmenn, lögreglu- menn og sjálfboðaliðar. Sam- vinna þessara aðila gekk vel á æfingunni og var áhugavert fyrir gesti æfingarinnar að fylgjast með því hverju æfð handtök þeirra virtust vera. hað er fólk sem dags daglega hefur engin samskipti og hafði jafnvel ekki unnið saman áður starfaði sem einn einstaklingur, fumlaust og skipulega. Á æfingunni var unnið eftir flugslysaáætlun fyrir Sauðár- króksflugvöll sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði. En þegar æfð eru viðbrögð við slysi koma oft veikleikar í Ijós, enda erþað eitt megin hlutverk æfinga að leiða í ljós hugsanlega veikleika. Nú verður farið í að skoða hvað gekk vel og hvað gekk miður og unnið í að breyta og bæta til að viðbragðið verði eins og best er á kosið ef slysverður. Fjöldi sjálfboðaliða kom að æfingunni og fóru sjúklingarnir sumir hverjir á kostum í hlutverkum sínurn, ef svo má að orði komast. -í heildina gekk æfingin og undirbúningurinn allur mjög vel. Æfing sem þessi nýtist öllum þeim aðilum sem að henni koma vel, bæði hvað varðar öll samskipti og eins ef til fjöldaslysa af einhverju tagi skyldi koma. Vissulega voru einhverjir hnökrar en þeir voru fyrst og fremst í fjar- skiptum á milli starfsstöðva og þá aðallega í upphafi. Ekkert þó sem ekki átti sér eðlilegar skýringar. En þetta var flott æfing og við- bragðsaðilar í Skagafirði fengu þá einkunn að vera framúr- skarandi. Við lærðum mikið þessa helgi enda var um veisluhlaðborðafupplýsingum að ræða alla helgina, segir Óskar S. Óskarsson, slökkvi- liðsstjóri. Skrifborðsæfing, daginn fyrir hina raunverulegu æfingu. [jarðviiinuverktaka^thugíð Gagnaveita Skagafjarðar hyggst hefja framkvæmdir við ljósleiðara- væðingu Sauðárkróks nú í sumar. Gagnaveitan verður með súpufund fyrir áhugasama jarðvinnuverktaka á Kaffi Krók þriðjudaginn 22. maí n.k. kl. 12.00, þar sem áætlanir um fyrirhugaðar framkvæmdir verða kynntar. Bænum verður skipt upp í fjögur verksvæði; Túnahverfi, Hlíðahverfi, syðri bær frá og með Ránarstíg og útbær frá Ránarstíg og norður úr. Gerð verður krafa um notkun á nýjustu tækni og aðferðum við lagningu ljósleiðararöra og að frágangur verði eins og best verður á kosið. Gagnaveita Skagafjarðar hvetur áhugasama jarðvinnuverktaka til að koma á fundinn og fræðast um fyrirætlanir um ljósleiðaravæðingu fyrirtækisins á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar gefur Karl Jónsson verkefnastjóri í síma 455 6000, 898 2596 netfang karl@skagafjordur.is GAGNAVEITA SKAGAFJARÐAR J Utboð Skagafjarðarveitur ehf. óskar eftir tilboðum í byggingu eftirfarandi mannvirkja: 1. Vatnstankur fyrir Hóla í Hjaltadal Tankurinn verður ofan byggðarinnar að Hólum í Hjaltadal. Tankurinn er steinsteyptur með áföstu lokahúsi, þvermál tanks er 9 m. Helstu magntölur: Jarðvinna 1900 m3 Steypumót 405 m2 Bendistál 5250 kg Steinsteypa 72 m3 Byggingu tanksins skal að fullu lokið 1. október 2007. 2. Vatnstankur fyrir Steinsstaðahverfi Tankurinn verður byggður í landi Skíðastaða í Neðribyggð, um 750 m frá vegi. Tankurinn er steinsteyptur með áföstu lokahúsi, þvermál tanks er 9 m. Helstu magntölur: Jarðvinna 2400 m3 Steypumót 405 m2 Bendistál 5250 kg Steinsteypa 72 m3 Byggingu tanksins skal að fullu lokið 1. september 2008. 3. Borholu- og dæluhús í Hrolleifsdal Við heitavatnsborholu í landi Bræðraár í Hrolleifsdal skal byggja borholuhús og dæluhús ásamt steinsteyptri undirstöðu fyrir gasskilju. Húsin eru úr timburgrind á steyptum sökklum, útveggir klæddir með sléttri Steni-klæðningu og þak með bárustáli. Helstu stærðir: Borholuhús 15,2 m2 Dæluhús 31,7 m2 Undirstaða gasskilju 10,6 m2 Byggingu húsanna skal að fullu lokið 15. september 2007. Heimilt er að bjóða í allt verkið og í einstaka hluta þess. Útboðsgögn verða seld á kr. 5000 hjá Stoð ehf. verkfræðistofu, Aðalgötu 21, Sauðárkróki frá og með mánudeginum 21. maí 2007. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Skagafjarðarveitna ehf. Borgarteigi 15 Sauðárkróki kl. 11.00 þriðjudaginn 5. júní 2007. Veitustjóri <^£>kv SKAGAFJARÐARVEITUR ehf BORGARTEIG 15 :: SAUDARKRÓKI

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.