Feykir


Feykir - 23.08.2007, Qupperneq 6

Feykir - 23.08.2007, Qupperneq 6
6 FeykJr 31/2007 íþróttafréttir Hvöt og Tindastóll í úrslitakeppnina Strákarnir okkar á toppnum Nú fer óðum að styttast í úrslitakeppni í 3. deild karla. Bæði Hvöt og Tindastóll komust í úrslitin, en Hvöt hreppti efsta sæti C-riðils og Tindastóll hafnaði í því öðru. Tindastóll þuríti á sigri að halda gegn Skallagrími í síðasta leik til þess að halda fyrsta sæti riðilsins. En allt korn fyrir ekki og Tindastóll tapaði sínum þriðja leik í röð. Leikurinn endaði 3-2, Skallagrínt í vil, þó svo að Tindastóli hafi verið 2-0 yfir í hálfleik. Það voru þeir Pálmi Þór og Stefán Arnar sem skoruðu mörk Tindastóls. Gæfan hefur ekki verið nteð strákunum í Tindastóli í síðustu leikjum og eru áhangendur liðsins hvattir til þess að standa þétt við bakið á þeim og hjálpa þeim að klára dæmið og komast í aðra deild að ári. Eeykir segir áfram Tindastóll. Hvöt og Tindastúll verða í eldlinunni i úrslitum 3. deitdar fram í september. Mynd: VK Hvöt sló Stólunum við á endasprettinum Hvöt sigraði í C-riðli Hvöt sigraði Hvíta Riddarann örugglega, 3-0, og voru það þeir Sigurður Rúnar, Milan og Paul sem skoruðu mörk Hvatar, en sigur þessi tryggði Hvatarmönnum efsta sæti riðilsins. Hvatarliðið hefur verið á góðri siglingu síðustu vikur og hafa menn ekki síst þakkað þann góða árangur 12. liðsmanrii Hvatar en stuðningsmenn liðsins hafa verið betri en enginn í sumar. Hafa þeir fylgt liðinu eftir og samkvæmt því sem fram kentur á Húnahorninu erum menn að taka sig saman og ætla að skella sér austur til Seyðisfjarðar á föstudaginn kemur og hvetja Hvatarmenn til dáða í leik þeirra á laugardaginn gegn heima- mönnum. Til stendur að fjölmenna á leikinn og hvetja Hvatarmenn til sigurs. Frændurnir Bjarki og Vilhelm hafa náð góðum samningi um hótelgistingu, kvöldmat á föstudeginum og morgunmat á laugardegi n u m á Egilsstöðu m og frekari upplýsingar gefa þeir í síma 867-8603 og 865- 3967. Frábært framtak og Feykir segir bara áfram Hvöt. Körfuboltavertíðin nálgast óðfluga Kani á leiðinni Á Karfan.is er sagt frá því að Tindastólsmenn hafi gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn Donald Brown. Brown þessi er 23 ára gamall og nýútskrifaður frá Bucknell háskólanum þar sem hann lék í fiögur ár. Brown er 198 cm hár og lék í stöðu framherja með skóla sínum þar sem hann skoraði 12 stig að meðaltali í leik og tók6,8 fráköst. Hann ersagður góður varnarmáður og grimmur í sóknarffáköstum. Tindastólsmenn eru enn að leita að fleiri leikmönnum og stefha að því að fá 2-3 evrópska leikmenn til viðbótar í leikmannahópinn. Nýtt og skemmtilegt mót Norðurlandsleikar unglinga í frjálsum íþróttum fóru fram á Sauðárkróksvelli um helgina. Keppendur voru rúmlega hundrað talsins frá níu félögum, en flestir komu þeir frá UMSS, eða 56. Eins og nafriið gefur til kynna, var mót þetta sérstaklega ætlað unglingum af Norður- landi, en allir voru þó velkomnir og voru keppendur meðal annars frá Breiðabliki og ÍR. Keppt var í öllunt aldursflokk- um og var yngsti keppandi mótsins einungis 5 ára, en sá elsti 19ára. Farið var með alla keppendur í heimsókn á landbúnaðar- sýninguna í rúmlega klukkutíma pásu sent myndaðist á mótinu og var svo dagurinn kláraður á sundferð, en krökkunum þótti það skemmtilegt að brjóta þessi hefðbundnu mót aðeins upp. „Við vonuðumst reyndar eftir meiri þátttöku, en vorum alveg þokkalega ánægð enda gekk allt mjög vel. Þetta er nýtt mót og á vonandi eftir að stækka”, sagði Gunnar Sigurðs- son, aðalskipuleggjandi rnóts- ins. Hann vildi nota tækifærið og þakka þeint sjálfboðaliðum er störfuðu við mótið. Sjá meira um mótið á www. tindastoll.is Myndir: ÞB Frjálsar íþróttir Knattspyrna Ragnar Frosti og Gauti Allirá kepptu í Svíþjóð völiinn! Skagflrðingarnir og frjáls- íþróttagarparnir Ragnar Frosti Frostason og Gauti Ásbjörnsson stóðu í eldlínunni um helgina þegar þeir tókum þátt í frjáls- íþróttamótum í Svíþjóð. Ragnar Frosti keppti á móti í Falköping í Svíþjóð laugar- daginn 18. ágúst. Hann sigraði þar í 400m hlaupi á 49,15sek. Þetta er næstbesti tími Ragnars, en hann hljóp á 49,04sek í Nassjö 4. ágúst sl„ og stefnir á tíma undir 49 sek áður en keppnistímabilinu lýkur. Sunnudaginn 19. ágúst kepptu þeir Gauti og Ragnar Frosti á móti í Lerum. Gauti stökk 4,26m í stangarstökki, en Ragnar hljóp 150m á 16,86sek og 300m á 35,29sek. Þess ber að geta að ekki er oft keppt á þessum vegalengdum. Um helgina hefst úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu þar sem átta lið keppast um að komast upp í 2. deild, en það verða fimm lið sem komast upp. Hvöt á leik gegn Huginn laugardaginn 25. ágúst á Seyðisfjarðarvelli og eru Blönduósingar hvattir til þess að fjölmenna á leikinn og styðjasína menn í mikilvægum leik. Tindastóll á einnig leik á laugardag á heimavelli gegn Víði frá Garði, en þar eru bæjarbúar að sjálfsögðu einnig hvattir til þess að mæta á völlinn, enda ekki langt að fara. Báðir leikirnir hefjast kl. 14:00. Á þriðjudaginn halda Tindastólsmenn síðan í Garðinn og Hvatarmenn taka á móti Huginn Seyðisfirði. Allir á völlinn og styðjum við bakið á strákunum okkar. Ragnar Frosti (t.v.) kemur ímark á Meistaramóti íslands á Króknum. Mynd: DOÁ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.