Feykir


Feykir - 20.09.2007, Blaðsíða 5

Feykir - 20.09.2007, Blaðsíða 5
35/2007 Feykir 5 íþróttafréttir Mikið um að vera hjá GSS_ Firmakeppni og Opna Skyrr mótið Firmakeppni GSS var háð í blíðskaparverði laugardaginn 8. september. Og viku síðar fór fram Opna Skýrr mótið á Hlíðarendavelli. í firmakeppninni voru leiknar 18 holur. Fyrstu 9 brautirnar var keppt í höggleik með forgjöf og reyndust þau hlutskörpust Þorbjörg Magnús- dóttir í kvennaflokki og Reynir Barðdal í karlaflokki. Síðan var holukeppni með útsláttar- fyrirkomulagi (shoot-out) og eftir æsispennandi keppni bar Rafn Ingi Rafnsson sem keppti fyrir Verslunarmannafélag Skagfirðinga sigurorð af Reyni Lið Skagfiróinga sigraði í 2. deild bikarkeppninnar í frjálsíþróttum, sem fram fór á Sauðárkróki sunnudaginn 16. september. Með sigrinum endurheimti lið UMSS sæti sitt í 1. deild, en liðið féll úr deildinni í fyTra. Þá fær liðið einnig þátttökurétt í Bikarkeppni FRÍ, innanhúss, sem fram fer í febrúar. I keppninni nú börðust 2 lið um Tindastóll lék gegn Valsmönnum um 7. sætið á sunnudaginn í Greifamótinu á Akureyri. Stólarnir höfðu öruggan sigur 100 - 82 og enduðu því í 7. sætinu. Stólarnir töpuðu hins vegar öðrum leikjum sínum á mótinu. Fyrsti gegn Snæfelli 77-89, síðan gegn íslandsmeisturum KR 68- 85 og loks gegn Breiðablik 74- 78. Alvaran tekur síðan við nú á föstudaginn en þá spila Stólarnir Barðdal sem keppti fyrir Landsbankann. Á Opna Skýrr mótinu var keppt með Texas-scranrble fyrirkomulagi. Fín þátttaka var í mótinu eða samtals 18 pör. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. Ólafur Þorbergsson og Arnar Ólafsson á 71 höggi 2. Guðmundur Ragnarsson og Reynir Barðdal á 72 höggum 3. Hjörtur Geirmundsson og Arnar Geir Hjartarson á 73 höggum. Tvö önnur pör voru einnig með 73 högg en seinni 9 holurnar réðu því hverjir hrepptu 3.sætið. sigurinn, lið Skagfirðinga og sameinað lið Akure)TÍnga og EyTirðinga. Veður var frekar leiðinlegt til keppni, norðan næðingur, éljagangur og hitastigið skammt ofanviðfrostmark. íþróttafólkið lét veðrið þó ekki hafa mikil áhrif á sig og keppnin var hörkuspennandi í flestum greinum. við Hamar í Hveragerði í Powerade-bikarnum. Sigur- vegarinn í þeim leik mætir síðan liði KR í DHL-höllinni nk. sunnudag. Iceland Express- deildin fer síðan af stað 11. október en þá fara Stólarnir aftur í Hveragerði og spila við Hamar. F)Tsti heimaleikurinn er síðan 26. október. Tindastólsmenn hafa fengið til liðs við sig fjóra erlenda leikmenn og er hópurinn farinn að taka á sig mynd. Knattspyrna Stólamir nældu sér ísætií 2. deild Tindastóll tryggði sér sæti í 2. deild að ári eftir að lióið hafði betur í einvíginu við BÍ/ Boiungarvík um fimmta sætið í 3. deild. Heimamenn fyrir vestan höfðu reyndar betur í leiknum en 2-1 sigur dugði þeim skammt þar sem Stólarnir sigruðu 3-0 í fyrri leik liðanna og því samanlagt 4-2. Bjarki Árnason kom Stólunum yfir á 11. mínútu en tvö mörk heimamanna á sömu mínútunni um miðjan fyrri hálfleik hleyptu spennu í leikinn. Ágúst Ingi Ágústsson varði mark Tindastóls af stakri prýði á meðan að eitt-hvað púður var í heima-mönnum. Þótti þetta ánægjulegur endir á knattspyrnusumrinu á Króknum eftir allt og ágæt 100 ára afmælisgjöf fjTÍr Tindastól að komast upp um deild. Feykir óskar leikmönnum og öllum stuðningsmönnum til hamingju. Getraunaleikur Hvatar Hefst 22. sept Getraunarleikur Hvatar hefst af fullum krafti laugardaginn 22. september. Opið er á skrifstofu Hvatar í íþróttahúsinu á milli 11:00 - 12:00 á laugardögum. Þar verður heitt á könnunni og hægt að fá upplýsingar um getraunaleikinn, skrá sig til leiks og einnig verður hægt að tippa á leiki helgarinnar. Rétt er að taka fram að mjög einfalt er að taka þátt í leiknum. Keppendum og áhuga- mönnum er bent á að fylgjast nánar með leiknum á heimasíðu Hvatar www. hvotfc.is. V . • ' _ |T| M ../i/r T|.'4 .j*| IIÍ fM •>k 11 (íli-'‘-■iitv.i' 2. deild bikarkeppninnar í frjálsum Lið UMSS sigraði Mynd: Valbjörn Geirm. Körfuboltinn farinn að skoppa Sjöundu á Greifamótinu MITT LIÐ ) Giftist inn í Manchester United Magdalena Berglind Björnsdóttir kennari á Blönduósi, er gift Manchester United aðdáanda og smitaðist af honum. Hvert er uppáhalds liðið þitt og af hverju? - Ég giftist inn í Manchester United ef svo mætti segja. Maðurinn minn, Auðunn Steinn, er forfallinn aðdáandi liðsins og ég einhvern veginn datt inn í þennan áhuga vegna mikils áhorfs og endalausrar umræðu um liðið daginn út og daginn inn. Hefur þú einhvern tímann ient í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? - Nei, ekki get ég nú sagt það, enda kannski ekkert ægilega heit í þessum málum. Ég reyni að kenna mínum börnum (og annarra reyndar líka) að allir hafi rétt á að halda með því liði sem þeirvilji og sama hvað öðrum finnist um það. Rifrildi um hvert sé besta liðið finnst mér afskaplega mikil della. Hefur þú farið út á leik með liðinu þínu? - Ég hef farið tvisvar sinnum á leik á Old Trafford - ógleymanlegar ferðir báðar tvær. Fyrst árið 2002 á leik á móti Aston Villa sem er sérstakur fyrir þær sakir að Diego Forlan skoraði mark United í 1-1 jafntefli. Svo fór ég fyrir ári síðan á leik á móti Man. City sem við unnum 3-1. Þessar ferðir verða fleiri - það er alveg pottþétt. Annars finnst mér alveg ótrúlegt hvað leikir “á staðnum’’ eru fljótir að líða miðað við hvað þeir geta verið óskaplega langirsvona heima í stofu. Stemmningin er eitthvað svo ólýsanleg - líka fyrir þá sem ekki eru mjög heitir... Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðning við liðið? - Bóndinn sér nú mikið til um þá hlið uppeldisins! Annars er 10 ára sonur okkar ekki síður forfallinn en faðirinn. Herbergið hans er allt þakið veggmyndum, dagatölum, lyklakippum og ég veit ekki hverju - enda meðlimur í íslenska United-klúbbnum. Þar sem pabbinn er í þeim enska koma líka sendingar þaðan svo þið sjáið þetta alveg fyrir ykkur... Dæturnartværeru ekki mikið að spá í þessi mál enn, en ekki er öll nótt úti enn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.