Feykir


Feykir - 20.09.2007, Blaðsíða 6

Feykir - 20.09.2007, Blaðsíða 6
6 Feykir 35/2007 Mótvægisaðgeróir ríkisins duga skammt á Norðurlandi vestra Er ríkið að senda okkur langt nef? Ríkisstjórn íslands boóaöi mótvægisaðgeróir sínar gegn áhrifum kvótaskerð- ingar í liðinni viku. í sjónvarpsviðtalið við það tækifæri sagði Árni Mathiesen, fjármálaráö- herra, að þau svæði sem ekki hefðu notið góðs af hagvexti undangenginna ára kæmu til með að fá meira frá ríkinu í þessum aðgerðum en önnur svæði. Skagaströnd Vissulega er ástandið hér ekki gott Fyrir rúmum mánuði síðan var kynnt skýrsla unriin af Byggðastofhun og Hagffæði- stofnun Háskóla íslands um efriahagsmál og hagvöxt á ára- bilinu 1998 - 2005. Samkvæmt þeirri skýrslu var hagvöxtur á Norðurlandi vestra neikvæður urn 9%, næst á eftir kornu Vestfirðir þar sem hagvöxtur var neikvæður um 3%. Samkvæmt orðurn fjár- málaráðherra hefði því mátt ætla að Norðurland vestra ætti að hljóta góðan skerf af milljörðunum 10 sem veita á í þessum mótvægisaðgerðum. Ekki síst ef tekið er tillit til þess að viku áður en mótvægis- aðgerðirnar voru kynntar var skýrsla SSNV kynnt þar sem fram kemur að raunskerðing á kvóta á Norðurlandi vestra sé 32,8% og að neikvæð rnarg- feldisáhrif á svæðinu nenri um 1,5 milljörðum króna. Enn ffekari rökstuðningur í þá átt að Norðurland vestra ætti nú rétt á dyggilegum stuðningi ríkisins í þessu máli. Feykir lagðist yfír tölurnar. Forsendurnar fengust upp úr fréttatilkynningu frá FJármálaráðuneytinu. 750 milljónum á að veita til sveitarfélaga vegna tekjumissis hafria. Þessum milljónum hefur ekki verið ráðstafað og því tökurn við þær út úr reikningsdæminu. Eftir standa þá 9 milljarðar og 250 milljónir. Af því koma á Norðurland vestra: - 20 milljónir í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. - 20 milljónir til Sjávarlíftækni- fýrirtækis á Skagaströnd - 20 milljónir í Verið Sauðár- króki. - Vaxtarsamningur fyrir Norð- urland eystra og vestra, 180 milljónir. Við gefúm okkur að helmingur komi hingað eða 90 milljónir. - Héraðsskjalasöfri á þremur stöðum fá 40 milljónir sem fara eiga í 20 störf. Einn þriðji af því er 13,3 milljónir. Samtals koma því af þessum 9 milljörðum og 250 milljónum, 163,3 milljónir eða um 1,8 % af heildarupphæðinni. Hvað þýðir þetta á heimavelli? Séu þessar 163,3 nrilljónir reiknaðar sem hlutfall af þeim 1,5 milljarði sem hin neikvæðu margfeldisáhrif kvótaskerðingar hafa fáum við út að mótvægisaðgerð ríkisins skili okkur 11% af skerðingunni. Þá hefur ekkert tillit verið tekið til þess fólks sem missir tekjur eða atvinnu sína sökum kvótaskerðingarinnar. Ekki hefúr verið hægt að reikna út hvernig þessar nrótvægis- aðgerðir, eða yfir höfuð hvort, þær nái til þessa hóps. Aðeins 20 milljónir í Húnavatnssýslur Sérstaka athygli vekur að aðeins 20 milljónir fara á Skagaströnd þar sem áhrifin eru hvað mest og að það eru fýrir utan vaxtarsamning, einu peningarn- ir sem íara í Húnavatnssýslur. Þá fær Hólaskóli, Háskólinn á Hólurn ekkert úthlutað í þessum mótvægisaðgerðum. Hins vegar eiga fjölbrautaskólar vítt og breytt um landið að fá 20 milljónir af þeirn 364 milljónum sem eru í fjölbrautaskóla- pakkanum svokallaða. Eru fjórir skólar nafirgreindir upp á 20 milljónir hver eða um 80 milljónir. Þá standa eftir 284 milljónir. Feykir veltir því fyrir sér hvort þær eigi allar að fara í Keili sem er eini skólinn sem ekki er tilgreint hversu mikið eigi að fá. Ekki er tilgreint sérstaklega í hvað þessir peningar eiga áð fara. 20 milljónir fara í háskólaset- ur í Bolungarvík sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Háskólasetri Vestfjarða á ísafirði. Svona mætti áfrarn telja og lítur helst út fyrir að peningum hafi verið stráð hér og þar án þess að hugsað hafi verið til enda hvernig þeir sky'ldu notaðir. Sitt sýnist hverjum og í fjölnriðlaumræðu síðustu viku hefúr ekki verið mikil ánægja ineð skiptingu þessara 10 milljarða. Vestfírðir með 15% En hvernig skyldum \áð nú standa í samanburði við aðra? Annar landshluti sem hefúr glímt við neikvæðan hagvöxt eru V estfirðir, þar var hagvöxtur neikvæður um 3% á móti 9% hér, skv. skýrslu Hagfræði- stofiiunar Háskóla íslands. Heildarupphæðin sem nú þegar er búið að eyrnamerkja Vestfjörðum er 539,3 milljónir og eru þá ekki taldar með þær samgöngubætur sem þar á að flýta. Gefum okkur þær forsendur að flýting jarðganga í Dýrafirði og í Óshlíð og tenging annarra vega sé urn hálfum milljarður, sem er varlega áætlað, er trúlega meira. Það gefúr okkur að Vestfirðir séu kornnir með 1 milljarð og 39,3 milljónir af kökunni eða 15%. Þess ber að geta að Vestfirðingar eru vel að þessari upphæð komnir. Viðbrögð stjórnmálamanna Adolf H. Berndsen í fjölmiðlum í síðustu viku sagðist Adolf H Berndsen, formaður Sambands sveitar- félaga á Norðurlandi vestra, vænta þess að boðaðar mótvægisaðgerðir væru aðeins upphafið að ffekari aðgerðum. Adolf sagði ekki unr að ræða neinar sérstakar aðgerðir fýrir þetta landsvæði þrátt fýrir veika stöðu þess. Á Norðurlandi vestra hafi sveitarfélög um nokkurt skeið glímt við vandamál varðandi byggðaþróun og hagvöxtur verið neikvæður. Því væri þörfin fýrir virkar mótvægisaðgerðir í sumum tilfellum meiri þar en annars staðar. Feykir náði tali af Adolfi þar sem hann var að koma af fúndi SSNV. -Stjórn SSNV fundaði í dag með þingmönnum kjör- dæmisins til þess að ræða þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin. Ein af þeirn niðurstöð- um þess frindar er að fúlltrúar SSNV muriu ganga á fúnd oddvita ríkisstjórnarinnar og fara ffam á það að myndaður verði starfshópur með þátttöku ráðherra sent fari yfir næstu skref og til hvaða aðgerða megi grípa til þess að snúa þessari stöðu við og styrkja stöðu svæðisins. Naut þessi tiliaga stuðnings þingmanna kjör- dæmisins. Kristinn H, Gunnarsson -Það er augljóst mál að aðgerðir á Norðurlandi vestra eru mjög fátæklegar og standa varla undir nafrii sem mótvægisaðgerðir við niður- skurði á þorskafla. Það liggur f)TÍr að fólki muni áffarn fækka og áffam muni hagvöxtur vera neikvæður á Norðurlandi vestra á næstu árum. Þrátt fýrri þessar tillögur að mótvægisaðgerðum. Það stendur alveg upp á ríkisstjórnina að korna með tillögur að aðgerðum fýTÍr Norðurlandvestra,segirKristinn H. Gunnarsson þingmaður Frjálslyndaflokksins. Jóna Fanney Friðriksdóttir -Ég er að hugsa um að gefa ráðamönnum þjóðarinnar nýútkomna skýrslu SSNV um áhrif aflasamdráttar á Norð- urlandi vestra í jólagjöf. Læt fýlgja með ffá jólasveininum skýrslu Byggðastofirunar og Hagffæðistofriunar Háskóla íslands um efiiahagsmál og hagvöxt síðustu ára á hinum ýmsu landsvæðum. Tíni svo saman ályktanir sem þeinr hafá veriðsendarsl.áratug. Enætlisé ekki best að lesa þetta f)TSt inná hljóðsnældu og pakka henni söluvænlega inn þar sem mér sýnist þeir ekki hafa lesið mikið um ástand mála á Norðurlandi vestra. Jólakortið á pakkanum yrði með blindraletri, segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjar- stjóri á Blönduósi Elín R. Lindal Elín R. Líndal oddviti Húnaþings vestra svarar því til að hún hafi ekki verið búin að byggja upp sérstakar væntingar gagnvart þessum aðgerðum en þrátt fýrir það má svo langt ganga að það valdi vonbrigðum. Það valdi vonbrigðum að Húnavatnsýslurnar eru nær sniðgengnar og sú vestari algjörlega. Það veldur von- brigðum að ekki skuli vera nýtt þau tækifæri sem hér eru í Húnaþingi vestra til að skjóta styrkari stoðum undir atvinnu- lífið. Hér eru metnaðarfull verkefiii í gangi og hugmyndir svo senr á sviði rannsókna og þróunar. Jafirffamt er hér á Hvammstanga eitt elsta fjarvinnsluf)TÍrtæki landsins svo eitthvað er nefnt. Magnús B.Jónsson -Það kernur í raun ekki á óvart að mótvægisaðgerðir hér séu innan við 2% af heild- arupphæðinni því menn hafi lengi haft þá tilfinningu að áhugi stjórnvalda á þessu landssvæði sé innan við 2% þó á því hafi auðvitað verðið heiðarlegar undantekningar, segir Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skaga- strönd. Gunnar Bragi Sveinsson - Séu þessar tölur réttar þá hljótum við að líta svo á að þær séu aðeins fýrsta skrefið af mörgum. Við höfúm kynnt okkar áherslur fyrir ríkisvaldinu og bíðunr svara við þeim. Við höfum óskað eftir fundi með mótvægisnefnd ríkisstjórnar- innar og munum fara ítarlega yfir okkar áherslur þar. 1,8% dugar hvergi til að rétta af stöðu svæðisins, segir Gunnar Bragi Sveinsson, formaður Byggðar- ráðs Skagafjarðar. Sturla Böóvarsson -Það er rétt að hafa það í huga að allar þessar fjárhæðir eru ekki eyrnamerktar á einstök svæði og viðfangsefiri. Stórar upphæðir eru í ósJdptum pottum sem á eftir að taka ákvörðun um. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga. En það er ljóst að Norðvestur- land þarf á því að halda að fá sinn skerf og að því er stefnt og vilji þingmanna stendur til þess, segir Sturla Böðvarsson 1. þingmaður kjördæmisins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.