Feykir - 10.01.2008, Qupperneq 1
Árið gert upp
Þrátt fyrir að Norðurland vestra hafi ekki
verið fyrirferðarmikið í fréttaannálum
ársins þegar kemur að hinum stóru
fréttamiðlum var hér heilmikið að
gerast á árinu og Feykir meó puttana
á púisinum. Samningar voru undirritaðir
og viljayfirlýsingar gefnar. Ráðherrar
voru í jólasveinastuði framan að ári, eða
fram að kosningum, og íþróttafólkið
okkar náðu sætum sigrum. Feykir tók
saman helstu fréttamola ársins 2007
sem þrátt fyrir allt svartsýnisraus virðist
hafa verið bara nokkuð gott ár.
Fréttaannáll Feykis á síðum 4-9
Forsætisráðherra skipar starfshóp sem fínna á ieiðir
til styrktar byggð á Norðurlandi vestra
Miklar væntingar
heimamanna
Að beiðni fulltrúa SSNV hefur
forsætisráðherra ákveðió með
samþykki ríkisstjórnarinnar að skipa
nefnd sem ætlað er að fjalla um leiðir
til að styrkja atvinnulíf og samfélag á
Norðurlandi vestra.
Er nefhdinni meðal annars ædað að
gera tillögur um mögulega styrkingu
menntunar og rannsókna, uppbyggingu
iðnaðar og þjónustu og flutning starfa
írá höfuðborgarsvæðinu til Norðurlands
vestra. Nefndina skipa Halldór Árnason,
skrifstofustjóri í forsætisráðuneyti,
Guðrún Þorleifsdóttir, lögífæðingur í
iðnaðarráðuneyti, Arnór Guðmundsson,
skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti,
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti
sveitarstjómar Skagaíjarðar og Adolf
Berndsen formaður SSNV. Er nefndinni
ætlað að skila forsætisráðherra tillögum
eigi síðar en í lok mars nk. „Það eru góð
tíðindi að tekist hefur að koma á skipan
þessarar nefirdar um málefhi Norðurlands
vestra. Væntingar mínar eru að með vinnu
og tillögugerð nefirdarinnar náum við að
styrkja stöðu svæðisins og er ekki vanþörf
þar á. Til að góður árangur náist þarf öfluga
vinnu heimamanna og góðan skilning
og stuðning stjórnvalda. Á Norðurlandi
vestra hefur þvi miður verið veik staða sé
horft til samanburðar við mörg önnur
svæði á landinu. Skipun þessarar nefndar
er viðurkenning á þeirri stöðu, tillögur
heimamanna liggja margar fyrir og aðrar
munu örugglega líta dagsins ljós meðan að
á vinnu nefhdarinnar stendur. Ég hef góðar
væntingar til þessa verkefnis og mun starfa
samkvæmt því,” segir Adolf Bemdsen.
Vaxtasamningur Norðurlands vestra_
Undirritað á mánudag
Skrifa á undir Vaxtasamning
Norðurlands vestra í Verinu á
Sauðárkróki mánudaginn 14.
janúar klukkan 10:00.
Fyrir hönd ríkisins verður
það iðnaðarráðherra, Össur
Skarphéðinsson, sem ritar undir en
formaður sveitarfélaga á Norður-
landi vestra, Adolf H Berndsen,
skrifarundirfyrirhöndheimamanna.
-í samningunum felast væntanleg
tækifæri fyrir Norðurland vestra
þar sem lögð verður áhersla á
menntun, rannsóknir, menningu
og ferðaþjónustu, segir Jón Óskar
Pétursson, framkvæmdastjóri
SSNV. í mótvægisaðgerðum
ríkisstjórnarinnar var gert ráð
fyrir 90 milljónum í vaxtasamning
fyrir svæðið. Fréttaskýring um
vaxtasamninginn verður í næsta
Feyki.
Skagaströnd
Vel heppnuð flugeldasýning
Fresta þurfi brennu og flugelda-
sýningu Björgunarsveitarinnar
Strandar og Ungmennafélagsins
Fram sem halda átti á Skaga-
strönd, til laugadagsins 5.
janúar.
Var sýningin þá haldin í blíðskapa-
veðri og vom aðstæður það góðar
að sýningin sást ffá bænum Ketu á
Skaga. Skagaströnd sést ekki frá Ketu
og því þótti þetta saga til næsta bæjar
en heimamenn segja að líklega hafi
skotstöðin verið á réttum stað og
sýningin sást því víðar en efla.
D0LL Turntölva
TENGILL TOLVUDEILD
BORGARMÝRI 27 SÍMI 455 7900
—(CTehflilt ekj3—
Dell XPS 420 turntölva
Tilboðsverð kr. 169.990,-
(136.538,-án vsk)
VIÐ BÓNUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Bílaviðgerðir hjólbardaviðgerðir
Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is ^f/'Jfbifreiöaþjónusta