Feykir


Feykir - 10.01.2008, Síða 8

Feykir - 10.01.2008, Síða 8
8 Feykír 01/2008 í svokallaðri sumarslátrun íyrirtækisins. * 652 skrifuðu nöfn sín í undirskriftasöfnun sem Smábátafélagið Skalli stóð fyrir til styrktar kröfu félagsins um takmarkanir á dragnótaveiðum í Skagafirði. í greinagerð sem fylgdi kröfunni kom fram að dragnótaveiðar stofni lífnki Skagafjarðar í stórhættu. Sjávarútvegsráðherra tók á móti undirskriftunum og sagði hann við það tækifæri að hann hefði brugðist við erindi Skalla á sínum tíma og lokað Málmeyjarsundinu. * Skýrsla Byggðastofnunar og Hagfræðideildar Háskóla fslands um efnahagsmál og hagvöxt kom út í lok ágúst. Það er óhætt að segja að skýrslan hafi fýrir okkur íbúa á Norðurlandi vestra verið kolsvört. Þrátt fýrir mikinn uppgang síðustu árin hér á landi var hagvöxtur hér á svæðinu neikvæður um 9% á meðan hann var jákvæður um 29% á Vesturlandi og á Norðurlandi eystra var hann jákvæður um 12%. * Nemeridum við Hólaskóla, Háskólann á Hólum fjölgaði töluvert á milli ára en í vetur leggja um það bil 170 nemendur stund á nám við skólann. Hefúr mikil fjölgun orðið í fiskeldis- og fiskalífírœðideildinni og eins var hrossaræktar- og reiðmennskudeildin fúll en sú deild skólans er geysivinsæl. * Bjarni Egilsson, oddviti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn Skagafjarðar, hætti í stjórnmálum á haustdögum er hann flutti búferlaflutningum austur á Reyðarfjörð og starfar í dag í álverinu á Reyðarfirði. * Hvatarmenn á Blönduósi fóru létt með að tryggja sér sæti í annarri deild íslensku knattspyrnunnar að ári en liðið náði frábærum árangri þetta árið og vilja heimamenn meina að sá árangur sé ekki síst 12. leikmanninum að þakka, eða áhorfendum. Tindastóll þurfti að fara fjallabaksleiðina og náði að kría út aukaleik og sleppa þannig upp um deild. Munu því tvö lið af svæðinu keppa í annarri deildinni næsta sumar. Sannarlega glæsilegur árangur þetta. * Linda Björk Valbjömsdóttir varð íslandsmeistari í 80m grindarhlaupi í á Meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum 15 - 22 ára. Þá sigraði Linda einnig í 300 metra hlaupi. * Alexandra Chernyshova söngkona hlaut íslenskan ríkisborgararétt en það var tilkynnt á sýningu óperu Skagafjarðar á La Traviata á Akureyri. * Hreppsnefúd Skagastrandar ákvað á fúndi sínum að gefa út ffístundakort fyrir alla einstaklinga á gmnnskólaaldri í sveitafélaginu. * Björgunarsveitin á Hofsós fékk nýjan sérútbúinn Nissan Patrol sem væntanlega kemur sér vel þegar kemur að útköllum, sem hafa verið mörg á árinu. * I máli Dr. Grétars Þórs Eyþórssonar á ársþingi SSNV kom ffam að 91,6% landsmanna telur það eitt af skilyrðum fyrir búsetu sinni að búa í námunda við lágvöruverslun. * Dagatal sem inniheldur kynningu á stóðréttum og hestatengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra árið 2008 var dreiff á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins en dagatalið vakti mikla lukku meðal sýningagesta. * Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælti harðlega hugmyndum sem ffam komu í drögum að reglugerð um heilbrigðisumdæmi um að Hvammstangalæknishérað verði skipt á milli tveggja heil- brigðisumdæma og Húnaþing vestra fýlgi heilbrigðisumdæmi Norðurlands vestra. September í Húnþingi vestra var skipaður starfshópur til þess að fara yfir tillögur að viðbyggingu við húsnæði Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. * Tekið var fýrir erindi ffá Flugleiðahótelunum þar sem þau fóru fram á við Húnaþing vestra að fá ffamlengingu á leigusamningi um húsnæði Laugarbakkaskóla í eitt ár. Var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Flugleiðahótel ehf. * Sláturtíðin hófst í KS með opnun á gjörbreyttri sláturrétt. Stækkaði réttin nokkuð við þessar breytingar og rúmar nú um 3500 fjár. * Verktaki sem sá um ff amkvæmdirvið Þverárfjallsveg stóð heldur betur við sitt á árinu og í var umferð hleypt yfir nýja brú og hringtorg á haustdögum þrátt fýrir að áætluð verklok séu ekki fýrr en eftir ár. * Sveinn M Sveinsson, kvikmyndaforstjóri og Atli Arason, hönnuður, fengu gömlu kirkjuna á Blönduósi að gjöf en skilyrði fýrir gjöfinni var að rekin verði sú starfsemi í húsinu að hæfi fýrrverandi guðshúsi. Ráðgert er að koma þar upp alhliða aðstöðu fýrir listamenn. * SSNV gafút skýrslu um áhrif niðurskurðar aflaheimilda í þroski á Norðurlandi vestra þar sem fram kom að raunskerðing veiðiheimilda í þorski á svæðinu er um 32,8% Einnig kom ffam að neikvæð margfeldisáhrif á svæðinu nemi um 1,5 milljarði króna miðað við niðurskurð veiðiheimilda í þorski og þá sé ekki tekið tillit til minnkandi meðafla. * BioPol á Skagaströnd og Háskólinn á Akure)TÍ skrifúðu undir samstarfssamning um rannsóknir á líffíki Húnaflóa á haustdögum. * Framkvæmdahópur um byggingu sundlaugar á Blöndu- ósi skilaði af sér og skildu rúmar 40 milljónir á milli hugmyndanna tveggja sem unnið var með. Tillaga A gerði ráð fýrir 16,67 x 10,5 metra innilaug með tilheyrandi búnaði og mannvirkjum og hljóðaði kostnaðaráætlun hennar upp á 323,5 milljónir. Tillaga B gerði ráð fýrir 25 x 8 m laug með tilheyrandi tengibyggingu, sundlaugargarði og búnaði með kostnaðaráætlun upp á 281,5 milljónir. Bæjarstjórn ákvað síðan að taka kost B eða 25 metra útilaug. * Þreifingar um byggingu Koltrefjaverksmiðju stóðu yfir á árinu og í ágúst var samþykkt á fúndi stjórnar SSNV að staðsetning hugsanlegrar Koltrefjaverksmiðju yrði í Skagafirði en verði verksmiðjan að veruleika má gera ráð fýrir að þar komi í það minnsta 50 störf. » Góð aðsókn var í Selasetrið á Hvannnstanga í sumar en um 4200 gestir sóttu safnið heim. * Lið Skagfirðinga sigraði í 2. deild Bikarkeppninnar í ffjálsum íþróttum sem ffam fór á Sauðárkróki í september. * Torgið við félagsheimilið og Samkaup á Blönduósi fékk nafii á haustdögum en Bæjartorg heitir torgið effir að haldin var samkeppni um nafn á því. * Fyrirtækið Tengill ehf á Sauðárkróki hélt í haust upp á það að hafa verið rekið í 20 ár með sömu kennitölu. * Þegar tilkynnt var um boðaðar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar íslands gegn áhrifum kvótaskerðingar kom í ljós að einungis 1,8% af heildar- fjárhæðinni skyldi koma á Norðurland vestra. Áhugaleysi stjórnvalda á svæðinu var meðal þeirra lýsingaorða sem áhrifamenn heima notuðu, * Hreppsnefhd Húnavatns- hrepps lýsti á fundi sínum yfir þungum áhyggjum af ástandi og þjónustuleysi vegagerðarinnar við vegi í Húnavatnshreppi. Kom ffam í máli hreppsnefndar að allri vegir utan þjóðvegar 1 séu sundurgrafnir og holóttir þannig að stórhættulegt sé að aka um þá. * Bæjarstjórinn á Blönduósi sendi fjármálaráðherra bréf þar sem óskað var eftir því að embætti Skattstjóra Norður- lands vestra yrði flutt ffá Siglufirði og á Blönduós. Var erindið sent í ljósi þess að starf skattstjóra var auglýst laust til umsóknar og einnig að Siglufjörður tilheyTÍr í dag öðru kjördæmi. * Menningarráð Norðurlands vestra opnaði skrifstofú í Bjarnaborg á Skagaströnd að viðstöddu fjölmenni. Menningarráð úthlutaði síðan á haustdögum styrkum til 41. verkefriis eða ails að upphæð 17.650 þúsundum. * Hönnun á sundlaugarbygg- ingu Hofsósbúa var kynnt íbúum um miðjan september og þykir hin glæsiiegasta. Stefnt er að því að taka sundlaugina í notkun sumarið 2008. Október * Bæjarstjórn Blönduósbæjar tók ák\'örðun um að segja upp samningi um Héraðsnefiid A- Hún. og óska effir því að uppgjör fari ffam í samræmi við gildandi samþykktir og sveitarstjórnarlög. Sögðu menn að það væri greinilega viðtækur vilji til meira samstarfs innan sveitarstjórnanna og því væri það á skjön við nútíma stjómsýsluhætti að auka alltaf vægi héraðsnefndar í stað þess að stíga skrefið til fulls og sameinast. Sögðu menn að þessi gjörningur væri leið Blönduósbúa til þess að höggva á hnútinn. * I kjölfar ffétta Feykis um kurr í foreldrum sökum ástands þess sem skapaðist \'ið Árskóla við Freyjugötu á morgnana samþykkti skipulagsnefitd að skoða að setja þrengingar við Freyjugötu, Hólaveg og Ránarstíg til þess að ná niður umferðahraða. * Laufskálaréttarhelgin var fjörug en róleg að sögn lögregl- unnar á Sauðárkróki. * Jóna Fanney Friðriksdóttir sagði öllum að óvörum starfi sínu sem bæjarstjóri á Blönduósi lausu en Jóna Fanney hafði þá ráðið sig sem ffamkvæmdastjóra Landsmóts hestamanna sem haldið verður á Hellu 2008. * Kjörafúrðastöð KS setti met en þar slátruðu menn 3149 dilkum á dag. * Árleg Sviðamessa húsffeyj- anna á Vatnsnesi var haldin 12. og 13. október og var vel sótt að venju. * Ámundakinn ehf færði út kvíarnar í október er félagið keypti 49,16% hlut í trésmiðjunni Stíganda. * Krakkamir á Skagaströnd gengu á fund sveitarstjórnar með undirskriftalista sem þau höfðu safúað þar sem þau fóru ffam á að byggð yrði flott sundlaug í bænum. Samþykkti sveitarstjórn að óska eftir fúndi með verkfræðilegum ráðgjafa um möguleika á byggingu sundlaugar. * Menningarhús í Miðgarði var sett á fjáraukalög og var gert ráð fýrir að 30 milljónir kæmu til greiðslu. * Arnar Þór Sævarsson lögffæðingur var ráðinn bæjarstjóri á Blönduósi. * Mikil snjókoma setti strik í reikninginn hjá bændum í Skagafirði og mátti ffesta göngum og fara þess í stað að bjarga búfénaði. * Skagfirska Matarkistan vakti mikla athygli á sýningunni Matur 2007. * Gagnaveita Skagafjarðar og Tengill skrifúðu undir samstarfssamning þar sem

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.