Feykir


Feykir - 10.01.2008, Blaðsíða 10

Feykir - 10.01.2008, Blaðsíða 10
lO Feyklr 01/2008 Norðvestlendingur ársins 2007 Hver verður Norðvestlendingur ársins? Feykir mun nú í fyrsta sinn vera með kosningu á þeim íbúa, eða hópi, á Noróurlandi vestra sem þykir hafa skarað fram úr á árinu sem nú er lióið. Valdir voru 10 einstaklingar eða hópar sem unnið hafa til affeka, hvert á sínu sviði, á árinu og munu lesendur Feykis, Skagafjarðar.com og Flúnahornsins geta kosið um það hver eigi utnefninguna mest skilið. Það var ekki auðvelt að takmarka fjöldann við 10 aðila og margir fleiri hefðu átt skilið að vera útnefndir. Lesendur Feykis geta sent tölvupóst á feykir@nyprent.is og skilað þannig sínu atkvæði en einnig verður hægt að kjósa á Húnahorninu og Skagafirði.com. Þórarinn Eymundsson hestamaður á Sauðárkróki Þórarinn vann sér keppnisrétt á Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum 2007, á úrtökumótum sem LH heldur fyrir HM. Á þeim mótum vann hann glæsilega bæði tölt og fimmgang á hestinum Krafti frá Bringu. Þeir félagar héldu sigurgöngu sinni áffam á íslandsmótinu en Þórarinn er íslandsmeistari í tölti og fimmgangi. Þetta er annað árið í röð sem þeir vinna þessa báða titla og er það einstakt affek í sögu hestaíþrótta. Þórarinn vann svo tvö gull á HM í Hollandi, í fimmgangi og sem samanlagður sigurvegari í fimmgangsgreinum. Einnig vann hann silfurverðlaun í tölti. Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona USVH Helga Margrét hefur þrátt fyrir ungan aldur náð frábærum árangri og hefur sannað sig sem alhliða frjálsíþróttakona. En Margrét var aðeins hársbreidd frá því að slá íslandsmet kvenna í sjöþraut á árinu. Björn Þór Kristjánsson ferðaþjónustumógúll í Austur-Húnavatnssýslu Björn Þór opnaði í samstarfi við aðra veitingastaðinn Pottinn og pönnuna á Blönduósi í sumar samhliða því að vera með ferðaþjónustu á Húnavöllum og vera í forsvari fyrir hópi sem er að byggja upp þjónustu við ferðamenn á Hveravöllum. Björn Þór er ekki einungis maður hugmynda hann er einnig maður framkvæmda. Börnin á Skagaströnd Börnin á Skagaströnd eru engum lík, þau höfnuðu í þriðja sæti í Skólafitness á Norðurlandi og sigruðu skólakeppnina Reyklaus. Þegar þau langaði í nýja sundlaug fóru þau af stað og söfnuðu undirskriftum og skiluðu inn til sveitarstjórnar og komu þannig hreyfingu á málin. Aftur voru þau á ferðinni þegar henda átti jólatré bæjarins og fá nýtt sökum hversu horað tréð var. Horaða trénu var fundinn nýr staður. Þá seldur þau bænum eitt vinaband á hvern íbúa bæjarins til þess að safna fé fyrir Rauða Krossinn. Með æsku sem þessa er engu að kvíða í málefnum íbúa Skagastrandar. Húsfreyjurnar á Vatnsnesi Húsffeyjurnar standa á sumrin fyrir glæsilegu Fjöruhlaðborði ogá haustin tekur við sviðaveisla. Þá gáfu þær sveitarfélaginu 1,5 milljón króna til þess að byggja við félagsheimilið á Vatnsnesi. Kraftakerlingar þarna á ferð. Lilja Pálmadóttir Hofi og Steinunn Jónsdóttir Bæ á Höfóaströnd Þessar ungu konur komu að máli við Sveitarstjórn Skagafjarðar og ætla að gefa sveitarfélaginu sundlaug með tilheyrandi aðstöðu á Hofsósi. Alexandra Chernyshova söngkona Hofsósi Alexandra sem er í forsvari fyrir Óperu Skagafjarðar stóð fyrir uppsetningu á La Traviata á árinu. Uppsetningin fékk frábæra dóma og hefur Ópera Skagafjarðar sýnt La Traviata fyrir fullu húsi vítt og breytt um landið síðustu mánuði. JakobJónsson Léttitœkni á Blönduósi Jakob er í forsvari fyrir fyrirtæki sem er eitt það fremsta í sinni röð hér á landi. Léttitækni sérhæfir sig í öllum lausnum þegar kernur að lagerhaldi fyrirtækja auk þess að vera með, eins og nafnið gefur til kynna, ýmis léttitæki. Fyrirtækið er í örum vexti en engu að síður segir Jakob að það borgi sig að reka höfuðsvöðvar þess heima á Blönduósi og vera með útibú í Reykjavík. Sigríóur Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagafjarðar Sigríður hefur gengt þessu ári í 20 ár og var nú í haust haldið sérstakt málþing tileinkað Sigríði og hennar störfum. Varla er haldin sú sýning í Skagafirði að Sigríður eigi ekki þar einhvern hlut að máli og eru fáir sem sinna starfi sínu að jafii mikilli ástríðu og Sigríður. Aóstandendur Húnahornsins Húni.is er heimasíða þar sem finna má fféttir og fróðleik af mannlífi í Húnavatnssýslum. Heimasíðan er rekin af áhugafólki um mannlíf á svæðinu og algjörlega í sjálfboðavinnu. Engu að síður er heimasíðan uppfærð oft á dag og nær að vera einstaklega lifandi og skemmtileg.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.