Feykir


Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 2

Feykir - 18.03.2008, Blaðsíða 2
2 Feykir 11/2008 Menning Þriðja bók Gísla Sauðárkrókur Suðurgata 5 veiði safn verkcfni Byggðasafns, Smíða- deildar F'NX' og Ferðamálabrautar Hólaskóla. Húsinu fylgir innbú, lóð og 3 millj. kr. í peningum, sem ætlaðar eru í efiiiskaup til viðgerða og námskeiðahalds. Iðnaðarmannafélagið, sem var stofhað árið 1903, var lagt niður með formlegunr hætti þann 7. mars. Ingimundur Bjarnason járnsmiður, sem gaf félaginu húsið eftir sinn dag, var með eldsmiðju í kjallaranum og í viðbyggingum eru fjós, hænsnahús o.fl. Allt enn óskert og vel varðveitt. Iðnaðarmannafélagið á Sauðárkróki hefur gefið Sveitarfélaginu Skagafirði húseignina Árbakka, að Suðurgötu 5 á Sauðár- króki. Margeir Friðriksson tók við húsinu fyrir hönd sveitarfélagsins. I gjafabréfi sem undirritað var þann 8. mars af Margeiri og Björgvini Guðmundssyni, fyrir hönd Iðnaðarmanna- félagsins, er kveðið á unr að húsið verði falið Byggðasafni Skagfirðinga til eftirlits og það notað til að kennslu á námskeiðum Fornverka- skólans, sent er samstarfs- Kjötafurðarstöð KS Hugbúnaðurí stað kjötmatsmanns Út er komin Ijóðabókin Ég bið að heilsa þér eftir Gísla Þór Ólafsson. Um er að ræða þriðju ljóðabók Gísla Þórs, en hann hefur áður gefið út Aðbókina (2007) og Harmonikkublús (2006). Bókin er prentuð í Nýprent á Sauðárkróki og er 49 bls. Lafleur gefur út. myspace.com/thorgillonmusic Kjötafurðastöð KS hefur undanfarið unnið tilrauna- verkefni þar sem unnið er með rafrænt kjötmat. Hugbúnaðurinn myndar og metur út frá mynd seljanlegt kjöt af hverjum skrokk og er ætlað í framtíðinni að koma í stað núverandi kjötmats. Að sögn forsvarsmanna Kjötafúrðastöðvarinnar hefur hið mannlega mat meðal annars orðið til þess að kjötmat hefur verið misjafnt milli sláturhúsa. Síðastliðið haust fengu bændur upplýsingar úr rafræna kjötmatinu sanihliða EUROP matinu. -Við keyptum vél fýrir tveimur árurn og höfúm síðan þá unnið að tilraunarverkefiri sem gengur ekki síst út á það að aðlaga búnaðinn að Evrópu- stöðlum. Þetta er klárlega framtíðin og á að skila bændum áreiðanlegri niðurstöðum, segir Ágúst Andrésson forstöðu- maður Kjötafúrðastöðvar- innar. Vinnuhópur var stofhaður fýrir tveimur árum en innan hans starfa fagaðilar sem hafa mikinn áhuga á málinu og hinni nýju leið til kjötmats. Hópurinn samanstendur auk Ágústs af Sigurgeiri Þorgeirssyni, f)Tr- verandi framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Jóni Viðari (ónssyni, landsráðunauts hjá bændasamtökum, Öla Þór Hilmarssyni og Val Norðfjörð hjá Matís, Emmu Eyþórsdóttur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, Stefáni Vilhjálms- syni hjá Yfirkjötmatinu ásamt Eyþóri Einarssyni ráðunaut hjá Leiðbeiningamiðstöðinni, sem stundar nú nám í þessunr sönru vísundum. Niðurstöður úr tilraunarverkefninu eru vænt- anlegar á næstu vikum og mun Feykir þá verða með frétta- skýringu um málið. Húnaþing vestra Lóuþrælar íhljóð- upptökur Sunnudaginn 2. mars sl. var Klapparstígur frá Norðurbraut og niður fyrir félagsheimilið á Hvamms- tanga lokaður fyrir bílaumferð frá hádegi og fram að kvöldmat. Ástæða lokunarinnar var hljóðupptaka í félagsheimilinu á Hvanimstanga þar sem kórinn Lóuþrælarvarviðhljóðupptökur. Feykir hefur hug á því að fprvitnast nánar uni upptök- urnar og flytja af því fféttir síðar. Skagaströnd________ umpáskana Janusí Kántrýbæ Félagamir í hljómsvertinni Janus frá Skagaströnd ætla nú sem fyrr að koma saman f Kántrýbæ á Skagaströnd, föstudaginn 21. mars nk. og taka nokkur létt lög. Það mun vera helð fihr þessari samkomu þeirra félaga, en fýrir 20 árum þá spiluðu þeir saman á dansleikjum norðan- lands við ágætan orðstír. Forsprakki hljómsveitarinn mun vera aðeins þekktari sem gítarleikari Sálarinn hans Jóns míns, sem er líka ágæt hljómsveit, en hann heitir Guðmundur Jónsson. I tilkynningu ffá sveitinni kemur fram að allir séu vel- komnir í Kántrýbæ Föstudaginn langa, meira að segja Skagfirðingar! Húnavakan Undiibúit ingur hafinn Húnavaka, bæjarhátíð Blönduósinga, verður haldin hátíðleg dagana 11.-13. júlí næst komandi. Gera má ráð fyrir að í tilefni þess að í júlí verða 20 ár síðan Blönduós fékk kaupstaðaréttindi verði hátíðarhöldin óvenju glæsileg þetta árið. Likt og tvö undanfarin ár konra þau Hulda Bima og Einar Örn til með að stjórna hátíðinni Leiðari Landsbyggðarráðuneyti takk Lögregluembættið í Skagafirði var rekið með miklu tapi á síðasta ári og í ár er búið að segja upp þremur affimm héraðslögreglumönnum sökum samdráttar. Dýrir, nýir lögreglubúningar eru að sliga embættin og á Suðurnesjum ríkir mikil óvissa sökum kröfu um niðurskurð í löggæslu. Á höfuðborgarsvæðinu gengur illa að manna stöður og sömu sögu má segja um allt land. Lögregluliðin þykja ofdýr, þaufá ekkiþaðfiármagn sem þau þurfa til þess að halda uppi lögum og reglu, en á sama tíma er gerð sú krafa að löggæsla sé í topplagi. Á sama tíma og þetta ástand er uppi í löggæslumálum þjóðarinnar ætlar ríkisstjórnin að senda utanríkisráðherra til Afganistan, aföllum stöðum, bara svo hún geti séð með eigin augum hvernig ástandið er þar og rætt við ráðamenn. Hún þarfjú að vera viðræðuhæf í kokteilboðum Nató. Nú svo ráðherra verði öniggurþá er ætlunin að senda sérsveit lögreglunnar með enda fundust skyndilega peningar til löggæslumála þarna. Fimm sérsveitarmenn skulufara með liði ráðherra. Nú er ég ekkert sérstaklega að ráðast á þennan utanríkisráðherra frekar en forvera hennar síðustu ár. Ég er kannski svo heimóttarleg að ég skilji ekkiþörfina á því að geysast um og skoða heiminn á kostnaði skattborgaranna meðan ekki er hægt að reka félagskerfið með mannsæmandi hætti. Að hægt sé að drita niður sendiráðum á öllum mögulegum svo og ómögulegum stöðum í heiminum. Sendiráðin okkar eru nútímaleg, dýr og hönnuð af færustu arkitektum. Svo færum að þau koma í erlendum húsbúnaðarblöðum. En á sama tíma grotna hús í eigu ríkisins á landsbyggðinni niður svo ég tali nú ekki um vegakerfið þvíþað er ekki dl peningur til úrbóta. Nefni ég þá bara vegi í Húnavatnshreppi og úti á Skaga, svo nefntsé eitthvað hér heima. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að síðustu tvo áratugina hafi verið eytt mun meira í utanríkisþjónustuna en við höfum efni á og það á kostnað innanríkisþjónustu. Ég velti því upp þeirri spurningu hvort ekki sé kominn tími á embætti landsbyggðarráðherra með sendiherra í öllum kjördæmum. Við getum síðan boðið utanrikisráðherrum hverju sinni að koma út á land og sjá ástandið með eigin augum svo þeir geti rætt að af einhverju viti innan veggja alþingis. Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is sími 898 2597 Óhád fréttablað á Nordurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Utgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Bitstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Sími 4557176 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson oli@nyprent.is, Örn Þórarinsson. Prófarkalestun Karl Jónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og drcifing Nýprentehf. Simi 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.